Kynni Vilhjálms og Markúsar úrskurðuð „hefðbundin“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2018 16:32 Ólafur var hluthafi í Kaupþingi og var dæmdur fyrir markaðsmisnotkun í máli sem tengdist sjeiknum al-Thani af Katar. Vísir/Vilhelm Landsréttur hafnaði í gær kröfu Ólafs Ólafssonar, fyrrverandi hluthafa í Kaupþingi, um að Vilhjálmur Vilhjálmsson landsréttardómari víki sæti í máli þess fyrrnefnda fyrir réttinum. Ólafur höfðaði mál gegn ríkissaksóknara og íslenska ríkinu til þess að fá al-Thani-málið tekið upp aftur. Ólafur hyggst kæra úrskurð Landsréttar til Hæstaréttar, að því er fram kemur í tilkynningu sem hann sendi frá sér síðdegis í dag. „Niðurstaðan sýnir að Landsréttur telur ekki nauðsynlegt að traust ríki til hlutleysis réttarins. Í öllu falli er niðurstaða dómsins að Vilhjálmur sé ekki vanhæfur, þrátt fyrir að hann gangist sjálfur við því að í skrifum sonar hans sé að finna „ýmis gildishlaðin ummæli sem bera vitni um neikvæða afstöðu til áfrýjandans sjálfs,“ eins og segir orðrétt í úrskurðinum,“ segir jafnframt í yfirlýsingu Ólafs. Málflutningur um kröfu Ólafs fór fram í Landsrétti á mánudag. Krafa hans byggði meðal annars á vinskap Vilhjálms við fyrrverandi forseta Hæstaréttar, Markúsar Sigubjörnssonar, sem dæmdi í al-Thani-málinu. Þá hafi sonur Vilhjálms, Finnur Vilhjálmsson, gert svonefnda Hauck & Aufhäuser-skýslu um einkavæðingu Búnaðarbankans. Í henni hafi verið fjallað um þátt Ólafs í kaupum á bankanum. Auk þess hafi annar sonur Vilhjálms, Ingi Freyr Vilhjálmsson, skrifað fjölda frétta um Ólaf í gegnum tíðina.Skrif sonanna ekki talin valda vanhæfni föðurins Í úrskurði Landsréttar segir að kynni Markúsar og Vilhjálms verði talin hefðbundin fyrir kunningsskap samferðarmanna á sviði lögfræði og ekki þess eðlis að með réttu megi draga í efa hæfni Vilhjálms til að fara með málið. Þá telur Landsréttur skýrslu Finns ekki tengjast atvikum málsins, og þá hafi Ólafur ekki að öðru leyti bent á nein atvik eða aðstæður sem gætu leitt til þess að störf Finns fyrir rannsóknarnefndina valdi vanhæfi föður hans. Um skrif Inga Freys segir jafnframt í úrskurði Landsréttar að þau séu ekki þess eðlis að þau hafi áhrif á hæfi föður hans til að dæma í málinu. Ólafur höfðaði mál gegn embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu til þess að fá al-Thani-málið tekið upp aftur. Hann var hluthafi í Kaupþingi og var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir markaðsmisnotkun í Hæstarétti í febrúar árið 2015. Dómsmál Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30 Kröfu Ólafs hafnað í héraðsdómi Kröfu Ólafs Ólafssonar athafnamanns um að fella úr gildi úrskurð endurupptökunefndar, þar sem beiðni hans um endurupptöku í Al Thani-málinu svokallaða var hafnað, hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. 28. desember 2017 23:16 Krafa um að dómari í máli um endurupptöku al-Thani-málsins víki Ólafur Ólafsson telur Vilhjálm Vilhjálmsson landsréttardómara vanhæfan til að fjalla um kröfu sína um endurupptöku al-Thani-málsins. 1. október 2018 18:28 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Landsréttur hafnaði í gær kröfu Ólafs Ólafssonar, fyrrverandi hluthafa í Kaupþingi, um að Vilhjálmur Vilhjálmsson landsréttardómari víki sæti í máli þess fyrrnefnda fyrir réttinum. Ólafur höfðaði mál gegn ríkissaksóknara og íslenska ríkinu til þess að fá al-Thani-málið tekið upp aftur. Ólafur hyggst kæra úrskurð Landsréttar til Hæstaréttar, að því er fram kemur í tilkynningu sem hann sendi frá sér síðdegis í dag. „Niðurstaðan sýnir að Landsréttur telur ekki nauðsynlegt að traust ríki til hlutleysis réttarins. Í öllu falli er niðurstaða dómsins að Vilhjálmur sé ekki vanhæfur, þrátt fyrir að hann gangist sjálfur við því að í skrifum sonar hans sé að finna „ýmis gildishlaðin ummæli sem bera vitni um neikvæða afstöðu til áfrýjandans sjálfs,“ eins og segir orðrétt í úrskurðinum,“ segir jafnframt í yfirlýsingu Ólafs. Málflutningur um kröfu Ólafs fór fram í Landsrétti á mánudag. Krafa hans byggði meðal annars á vinskap Vilhjálms við fyrrverandi forseta Hæstaréttar, Markúsar Sigubjörnssonar, sem dæmdi í al-Thani-málinu. Þá hafi sonur Vilhjálms, Finnur Vilhjálmsson, gert svonefnda Hauck & Aufhäuser-skýslu um einkavæðingu Búnaðarbankans. Í henni hafi verið fjallað um þátt Ólafs í kaupum á bankanum. Auk þess hafi annar sonur Vilhjálms, Ingi Freyr Vilhjálmsson, skrifað fjölda frétta um Ólaf í gegnum tíðina.Skrif sonanna ekki talin valda vanhæfni föðurins Í úrskurði Landsréttar segir að kynni Markúsar og Vilhjálms verði talin hefðbundin fyrir kunningsskap samferðarmanna á sviði lögfræði og ekki þess eðlis að með réttu megi draga í efa hæfni Vilhjálms til að fara með málið. Þá telur Landsréttur skýrslu Finns ekki tengjast atvikum málsins, og þá hafi Ólafur ekki að öðru leyti bent á nein atvik eða aðstæður sem gætu leitt til þess að störf Finns fyrir rannsóknarnefndina valdi vanhæfi föður hans. Um skrif Inga Freys segir jafnframt í úrskurði Landsréttar að þau séu ekki þess eðlis að þau hafi áhrif á hæfi föður hans til að dæma í málinu. Ólafur höfðaði mál gegn embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu til þess að fá al-Thani-málið tekið upp aftur. Hann var hluthafi í Kaupþingi og var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir markaðsmisnotkun í Hæstarétti í febrúar árið 2015.
Dómsmál Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30 Kröfu Ólafs hafnað í héraðsdómi Kröfu Ólafs Ólafssonar athafnamanns um að fella úr gildi úrskurð endurupptökunefndar, þar sem beiðni hans um endurupptöku í Al Thani-málinu svokallaða var hafnað, hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. 28. desember 2017 23:16 Krafa um að dómari í máli um endurupptöku al-Thani-málsins víki Ólafur Ólafsson telur Vilhjálm Vilhjálmsson landsréttardómara vanhæfan til að fjalla um kröfu sína um endurupptöku al-Thani-málsins. 1. október 2018 18:28 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30
Kröfu Ólafs hafnað í héraðsdómi Kröfu Ólafs Ólafssonar athafnamanns um að fella úr gildi úrskurð endurupptökunefndar, þar sem beiðni hans um endurupptöku í Al Thani-málinu svokallaða var hafnað, hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. 28. desember 2017 23:16
Krafa um að dómari í máli um endurupptöku al-Thani-málsins víki Ólafur Ólafsson telur Vilhjálm Vilhjálmsson landsréttardómara vanhæfan til að fjalla um kröfu sína um endurupptöku al-Thani-málsins. 1. október 2018 18:28