Katrín gagnrýndi þingmann fyrir óboðlegan málflutning Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2018 20:00 Forsætisráðherra gagnrýndi þingmann Flokks fólksins fyrir óboðlegan málflutning í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Þingmaðurinn sagði ríkisstjórnina ekki hafa nokkurn áhuga á að ræða fátækt og reyni að troða starfsgetumati ofan í kokið á öryrkjum. Guðmundur Ingi Kristinsson gagnrýndi í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að baráttan gegn fátækt hafi ekki verið á dagskrá þingsins í gær, á alþjóðlegum degi Evrópusamtaka gegn fátækt. Er það stefna þessarar ríkisstjórnar; þöggun í málefnum fátæktar. Þau neita að sjá fátækt, þau neita að hlusta á fátækt. Þau neita að tala um fátækt á baráttudegi um fátækt,” sagði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var þungbúin þegar hún svaraði þingmanninum. „Það er auðvitað ekki boðlegt að tala hér um að ríkisstjórnin neiti að tala um fátækt. Hlusti ekki á umræðu um fátækt. Beinlínis þaggi niður umræðu um fátækt. Þetta er ekki boðlegur málflutningur herra forseti. Þetta er eitt af stóru málunum sem við ræðum oft í þessum sal. Ekki bara þingmenn stjórnarflokkanna heldur þingmenn allra flokka. Þingmenn allra flokka hafa látið sig þessi mál varða,” sagði forsætisráðherra.Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks FólksinsVísir/VIlhelmGuðmundur Ingi sagði öryrkja ekki hafa fengið leiðréttingu á krónu á móti krónu skerðingu eins og eldri borgarar. Skerðingin væri notuð sem fjárhagslegt vopn á öryrkja til að lemja inn í þá starfsgetumati sem þeir vildu ekki. Nú væri boðað að leiðrétting kæmi í fyrsta lagi í janúar árið 2020. „Þeir ætla bara að taka það ef þeir geta troðið starfsgetumati ofan í kokið á öryrkjum. Starfsgreiðslumati sem þeir hafa ekki fengið að koma neitt að. Eiga bara að kyngja,” sagði þingmaðurinn. Forsætisráðherra sagði samráðshóp stjórnvalda, öryrkja og annarra samtaka vera að störfum. Hún hafi síðast átt fund með fulltrúum öryrkja í gær. „Að sjálfsögðu skiptir máli að það kerfi sem við byggjum upp stuðli að samfélagslegri þátttöku fólks í öllum þjóðfélagshópum og tryggi framfærslu. Það á ekki að snúast að mínu viti um að troða neinu ofan í kokið á neinum,” sagði Katrín Hér væri mun lægra hlutfall fatlaðs fólks á opinberum og almennum vinnumarkaði en annars staðar. „Viljum við breyta því? Já, ég vil gjarnan sjá kerfi sem stuðlar að því. Þar með á ekki að svifta fólk sinni framfærslu. Það snýst ekki um það,” sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Forsætisráðherra gagnrýndi þingmann Flokks fólksins fyrir óboðlegan málflutning í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Þingmaðurinn sagði ríkisstjórnina ekki hafa nokkurn áhuga á að ræða fátækt og reyni að troða starfsgetumati ofan í kokið á öryrkjum. Guðmundur Ingi Kristinsson gagnrýndi í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að baráttan gegn fátækt hafi ekki verið á dagskrá þingsins í gær, á alþjóðlegum degi Evrópusamtaka gegn fátækt. Er það stefna þessarar ríkisstjórnar; þöggun í málefnum fátæktar. Þau neita að sjá fátækt, þau neita að hlusta á fátækt. Þau neita að tala um fátækt á baráttudegi um fátækt,” sagði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var þungbúin þegar hún svaraði þingmanninum. „Það er auðvitað ekki boðlegt að tala hér um að ríkisstjórnin neiti að tala um fátækt. Hlusti ekki á umræðu um fátækt. Beinlínis þaggi niður umræðu um fátækt. Þetta er ekki boðlegur málflutningur herra forseti. Þetta er eitt af stóru málunum sem við ræðum oft í þessum sal. Ekki bara þingmenn stjórnarflokkanna heldur þingmenn allra flokka. Þingmenn allra flokka hafa látið sig þessi mál varða,” sagði forsætisráðherra.Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks FólksinsVísir/VIlhelmGuðmundur Ingi sagði öryrkja ekki hafa fengið leiðréttingu á krónu á móti krónu skerðingu eins og eldri borgarar. Skerðingin væri notuð sem fjárhagslegt vopn á öryrkja til að lemja inn í þá starfsgetumati sem þeir vildu ekki. Nú væri boðað að leiðrétting kæmi í fyrsta lagi í janúar árið 2020. „Þeir ætla bara að taka það ef þeir geta troðið starfsgetumati ofan í kokið á öryrkjum. Starfsgreiðslumati sem þeir hafa ekki fengið að koma neitt að. Eiga bara að kyngja,” sagði þingmaðurinn. Forsætisráðherra sagði samráðshóp stjórnvalda, öryrkja og annarra samtaka vera að störfum. Hún hafi síðast átt fund með fulltrúum öryrkja í gær. „Að sjálfsögðu skiptir máli að það kerfi sem við byggjum upp stuðli að samfélagslegri þátttöku fólks í öllum þjóðfélagshópum og tryggi framfærslu. Það á ekki að snúast að mínu viti um að troða neinu ofan í kokið á neinum,” sagði Katrín Hér væri mun lægra hlutfall fatlaðs fólks á opinberum og almennum vinnumarkaði en annars staðar. „Viljum við breyta því? Já, ég vil gjarnan sjá kerfi sem stuðlar að því. Þar með á ekki að svifta fólk sinni framfærslu. Það snýst ekki um það,” sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira