Katrín gagnrýndi þingmann fyrir óboðlegan málflutning Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2018 20:00 Forsætisráðherra gagnrýndi þingmann Flokks fólksins fyrir óboðlegan málflutning í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Þingmaðurinn sagði ríkisstjórnina ekki hafa nokkurn áhuga á að ræða fátækt og reyni að troða starfsgetumati ofan í kokið á öryrkjum. Guðmundur Ingi Kristinsson gagnrýndi í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að baráttan gegn fátækt hafi ekki verið á dagskrá þingsins í gær, á alþjóðlegum degi Evrópusamtaka gegn fátækt. Er það stefna þessarar ríkisstjórnar; þöggun í málefnum fátæktar. Þau neita að sjá fátækt, þau neita að hlusta á fátækt. Þau neita að tala um fátækt á baráttudegi um fátækt,” sagði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var þungbúin þegar hún svaraði þingmanninum. „Það er auðvitað ekki boðlegt að tala hér um að ríkisstjórnin neiti að tala um fátækt. Hlusti ekki á umræðu um fátækt. Beinlínis þaggi niður umræðu um fátækt. Þetta er ekki boðlegur málflutningur herra forseti. Þetta er eitt af stóru málunum sem við ræðum oft í þessum sal. Ekki bara þingmenn stjórnarflokkanna heldur þingmenn allra flokka. Þingmenn allra flokka hafa látið sig þessi mál varða,” sagði forsætisráðherra.Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks FólksinsVísir/VIlhelmGuðmundur Ingi sagði öryrkja ekki hafa fengið leiðréttingu á krónu á móti krónu skerðingu eins og eldri borgarar. Skerðingin væri notuð sem fjárhagslegt vopn á öryrkja til að lemja inn í þá starfsgetumati sem þeir vildu ekki. Nú væri boðað að leiðrétting kæmi í fyrsta lagi í janúar árið 2020. „Þeir ætla bara að taka það ef þeir geta troðið starfsgetumati ofan í kokið á öryrkjum. Starfsgreiðslumati sem þeir hafa ekki fengið að koma neitt að. Eiga bara að kyngja,” sagði þingmaðurinn. Forsætisráðherra sagði samráðshóp stjórnvalda, öryrkja og annarra samtaka vera að störfum. Hún hafi síðast átt fund með fulltrúum öryrkja í gær. „Að sjálfsögðu skiptir máli að það kerfi sem við byggjum upp stuðli að samfélagslegri þátttöku fólks í öllum þjóðfélagshópum og tryggi framfærslu. Það á ekki að snúast að mínu viti um að troða neinu ofan í kokið á neinum,” sagði Katrín Hér væri mun lægra hlutfall fatlaðs fólks á opinberum og almennum vinnumarkaði en annars staðar. „Viljum við breyta því? Já, ég vil gjarnan sjá kerfi sem stuðlar að því. Þar með á ekki að svifta fólk sinni framfærslu. Það snýst ekki um það,” sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Forsætisráðherra gagnrýndi þingmann Flokks fólksins fyrir óboðlegan málflutning í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Þingmaðurinn sagði ríkisstjórnina ekki hafa nokkurn áhuga á að ræða fátækt og reyni að troða starfsgetumati ofan í kokið á öryrkjum. Guðmundur Ingi Kristinsson gagnrýndi í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að baráttan gegn fátækt hafi ekki verið á dagskrá þingsins í gær, á alþjóðlegum degi Evrópusamtaka gegn fátækt. Er það stefna þessarar ríkisstjórnar; þöggun í málefnum fátæktar. Þau neita að sjá fátækt, þau neita að hlusta á fátækt. Þau neita að tala um fátækt á baráttudegi um fátækt,” sagði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var þungbúin þegar hún svaraði þingmanninum. „Það er auðvitað ekki boðlegt að tala hér um að ríkisstjórnin neiti að tala um fátækt. Hlusti ekki á umræðu um fátækt. Beinlínis þaggi niður umræðu um fátækt. Þetta er ekki boðlegur málflutningur herra forseti. Þetta er eitt af stóru málunum sem við ræðum oft í þessum sal. Ekki bara þingmenn stjórnarflokkanna heldur þingmenn allra flokka. Þingmenn allra flokka hafa látið sig þessi mál varða,” sagði forsætisráðherra.Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks FólksinsVísir/VIlhelmGuðmundur Ingi sagði öryrkja ekki hafa fengið leiðréttingu á krónu á móti krónu skerðingu eins og eldri borgarar. Skerðingin væri notuð sem fjárhagslegt vopn á öryrkja til að lemja inn í þá starfsgetumati sem þeir vildu ekki. Nú væri boðað að leiðrétting kæmi í fyrsta lagi í janúar árið 2020. „Þeir ætla bara að taka það ef þeir geta troðið starfsgetumati ofan í kokið á öryrkjum. Starfsgreiðslumati sem þeir hafa ekki fengið að koma neitt að. Eiga bara að kyngja,” sagði þingmaðurinn. Forsætisráðherra sagði samráðshóp stjórnvalda, öryrkja og annarra samtaka vera að störfum. Hún hafi síðast átt fund með fulltrúum öryrkja í gær. „Að sjálfsögðu skiptir máli að það kerfi sem við byggjum upp stuðli að samfélagslegri þátttöku fólks í öllum þjóðfélagshópum og tryggi framfærslu. Það á ekki að snúast að mínu viti um að troða neinu ofan í kokið á neinum,” sagði Katrín Hér væri mun lægra hlutfall fatlaðs fólks á opinberum og almennum vinnumarkaði en annars staðar. „Viljum við breyta því? Já, ég vil gjarnan sjá kerfi sem stuðlar að því. Þar með á ekki að svifta fólk sinni framfærslu. Það snýst ekki um það,” sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira