Vill fleiri kvenkyns lagasmiði Stefán Þór Hjartarson skrifar 12. október 2018 18:00 Hildur vill að fleiri konur dembi sér út í lagasmíðar og heldur því námskeið í faginu fyrir konur. Fréttablaðið/Anton Brink Hildur Kristín Stefánsdóttir segir að á síðustu árum hafi líf hennar og vinna tekið töluverðum breytingum en hún hefur snúið sér meira að lagasmíðum. „Líf mitt sem tónlistarkona er búið að breytast svolítið – ég er búin að vera að semja svolítið mikið fyrir aðra listamenn. Ég skrifaði undir samning sem lagahöfundur við erlent fyrirtæki þannig að ég er búin að vera að ferðast svolítið mikið út í verkefni og „writing camps“. Á ferðum mínum hef ég verið að setja inn myndir og story á Instagram og fæ rosalega mikið af spurningum frá fólki í kjölfarið: fólk vill vita hvað ég er að gera, hvernig maður getur komist í þetta og orðið lagahöfundur. Ég tók eftir að þetta kom mikið frá stelpum í tónlist og hugsaði með mér að það væri rosalegur áhugi og ákvað í staðinn fyrir að vera alltaf að svara þessum spurningum aftur og aftur að halda námskeið í lagasmíðum,“ segir Hildur en hún hefur nú haldið tvö námskeið í lagasmíðum fyrir konur í tónlist. Hún segir hugsunina á bak við það að hafa námskeiðin fyrir konur hafa til dæmis sprottið af því að þegar tölur frá STEF séu skoðaðar megi sjá að konur fái innan við 10% af greiddum stefgjöldum. „Ég held að konur þurfi smá spark í rassinn sem lagahöfundar og að það þurfi að breyta þessum tölum aðeins. Það er mjög mikið af hæfileikaríkum konum þarna úti – en ég held að ástæðan fyrir þessum lágu tölum sé oft sú að þær eru aðeins hræddari við að mistakast en strákarnir. Ég er ekki að alhæfa, þetta er bara eitthvað sem ég hef tekið eftir; mjög klárar stelpur sem þora ekki að setja efnið sitt út.“ Hildur segir að eftir að hún hafi ákveðið að halda námskeið og sett út auglýsingu hafi mjög fljótlega selst upp á það, því sé alveg klárt mál að áhuginn sé fyrir hendi. „Ég er að fara að byrja að bóka næsta námskeið og þetta hefur vakið góða athygli. Strákar eru líka búnir að senda mér skilaboð og segja að þeir vilji líka svona námskeið – það er alveg pæling. Ég meina, það er ekki eins og ég hati karla,“ segir Hildur hlæjandi, „heldur vildi ég bara reyna að leiðrétta þennan halla.“Ekki eru neinar algildar reglur þegar kemur að góðum lagasmíðum að sögn Hildar en hún segist aðallega vera að kenna hvernig eigi að gera popplag. „Lagið þarf að vera grípandi, það þarf að vera frekar einfalt og eitthvað sem fólk fær á heilann, maður þarf að átta sig á hvaða hljóðheim maður er að vinna með – mörg eiga erfitt með átta sig á hvernig tónlist þau vilja gera og eru svolítið „lost“ í því og það stoppar þau. Svo er það mjög mikilvægt að gera hugmyndaríka hluti svo maður sé ekki að gera alveg eins og allir hinir.“ Þó að Hildur sé mikið í lagasmíðum fyrir aðra þessa dagana er hún þó ekki hætt að taka upp tónlist sjálf, þvert á móti. Fyrir stuttu kom út lagið Picture Perfect frá henni og næsta lag kemur í nóvember. „Ég er nýbúin að gefa út fyrsta lag af nýrri EP-plötu sem er á leiðinni. Ég er að fara í það að dæla út lögum á næstunni. Það er mjög gaman því að það er langt síðan ég gaf út síðast. Þetta er aðeins öðruvísi en það sem ég hef verið að gera en viðtökur við fyrsta laginu hafa verið góðar.“ Hildur tekur við skráningu á næstu námskeið á tölvupóstfangið hihildur@gmail.com. Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hildur Kristín Stefánsdóttir segir að á síðustu árum hafi líf hennar og vinna tekið töluverðum breytingum en hún hefur snúið sér meira að lagasmíðum. „Líf mitt sem tónlistarkona er búið að breytast svolítið – ég er búin að vera að semja svolítið mikið fyrir aðra listamenn. Ég skrifaði undir samning sem lagahöfundur við erlent fyrirtæki þannig að ég er búin að vera að ferðast svolítið mikið út í verkefni og „writing camps“. Á ferðum mínum hef ég verið að setja inn myndir og story á Instagram og fæ rosalega mikið af spurningum frá fólki í kjölfarið: fólk vill vita hvað ég er að gera, hvernig maður getur komist í þetta og orðið lagahöfundur. Ég tók eftir að þetta kom mikið frá stelpum í tónlist og hugsaði með mér að það væri rosalegur áhugi og ákvað í staðinn fyrir að vera alltaf að svara þessum spurningum aftur og aftur að halda námskeið í lagasmíðum,“ segir Hildur en hún hefur nú haldið tvö námskeið í lagasmíðum fyrir konur í tónlist. Hún segir hugsunina á bak við það að hafa námskeiðin fyrir konur hafa til dæmis sprottið af því að þegar tölur frá STEF séu skoðaðar megi sjá að konur fái innan við 10% af greiddum stefgjöldum. „Ég held að konur þurfi smá spark í rassinn sem lagahöfundar og að það þurfi að breyta þessum tölum aðeins. Það er mjög mikið af hæfileikaríkum konum þarna úti – en ég held að ástæðan fyrir þessum lágu tölum sé oft sú að þær eru aðeins hræddari við að mistakast en strákarnir. Ég er ekki að alhæfa, þetta er bara eitthvað sem ég hef tekið eftir; mjög klárar stelpur sem þora ekki að setja efnið sitt út.“ Hildur segir að eftir að hún hafi ákveðið að halda námskeið og sett út auglýsingu hafi mjög fljótlega selst upp á það, því sé alveg klárt mál að áhuginn sé fyrir hendi. „Ég er að fara að byrja að bóka næsta námskeið og þetta hefur vakið góða athygli. Strákar eru líka búnir að senda mér skilaboð og segja að þeir vilji líka svona námskeið – það er alveg pæling. Ég meina, það er ekki eins og ég hati karla,“ segir Hildur hlæjandi, „heldur vildi ég bara reyna að leiðrétta þennan halla.“Ekki eru neinar algildar reglur þegar kemur að góðum lagasmíðum að sögn Hildar en hún segist aðallega vera að kenna hvernig eigi að gera popplag. „Lagið þarf að vera grípandi, það þarf að vera frekar einfalt og eitthvað sem fólk fær á heilann, maður þarf að átta sig á hvaða hljóðheim maður er að vinna með – mörg eiga erfitt með átta sig á hvernig tónlist þau vilja gera og eru svolítið „lost“ í því og það stoppar þau. Svo er það mjög mikilvægt að gera hugmyndaríka hluti svo maður sé ekki að gera alveg eins og allir hinir.“ Þó að Hildur sé mikið í lagasmíðum fyrir aðra þessa dagana er hún þó ekki hætt að taka upp tónlist sjálf, þvert á móti. Fyrir stuttu kom út lagið Picture Perfect frá henni og næsta lag kemur í nóvember. „Ég er nýbúin að gefa út fyrsta lag af nýrri EP-plötu sem er á leiðinni. Ég er að fara í það að dæla út lögum á næstunni. Það er mjög gaman því að það er langt síðan ég gaf út síðast. Þetta er aðeins öðruvísi en það sem ég hef verið að gera en viðtökur við fyrsta laginu hafa verið góðar.“ Hildur tekur við skráningu á næstu námskeið á tölvupóstfangið hihildur@gmail.com.
Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira