Hafa verið boðaðir á fund samgönguráðherra Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2018 17:47 Guðbergur Reynisson er annar stofnenda hópsins Stopp, hingað og ekki lengra. Mynd/Facebook/Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefur boðað forsvarsmenn þrýstihóps fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar á sinn fund. Sömu sögu er að segja af samgöngunefnd þingsins. Frá þessu greindi Guðbergur Reynisson, annar stofnenda hópsins „Stopp, hingað og ekki lengra“, í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag.Banaslys varð á Reykjanesbraut til móts við Vallahverfi í Hafnarfirði í gær þegar pólskur karlmaður á fertugsaldri lést. Guðbergur hótaði í kjölfarið að grípa til róttækra aðgerða og loka Reykjanesbrautinni í mótmælaskyni til að fá stjórnvöld til að ráðast þegar í stað í tvöföldun þeirra kafla sem enn á eftir að tvöfalda. Ísak Ernir Kristinsson, hinn stofnandi þrýstihópsins, kvaðst þó ekki sammála Guðbergi og sagði rétt að leið að vinna í gegnum stjórnsýsluna og á sviði stjórnmálanna.Hefur fengið nóg af aðgerðaleysi Guðbergur segist í samtali við Reykjavík síðdegis hafa fengið nóg af aðgerðaleysi stjórnvalda. „Við börðumst hérna fyrir tveimur árum síðan og fengum tvö hringtorg fyrir ofan Reykjanesbæ og Hafnaafleggjara, hættulegustu vegamótum landsins, þar var breytt legunni niður að Fitjum. Í þeim kafla fengum við samþykkt inn í samgönguáætlun, Reykjanesbrautina, og komumst að því að það hafði ekki verið neitt skrifað um Reykjanesbrautina síðan 2008.“ Hann segir að tíð ríkisstjórnarslipti og fleira hafi svo flækt málin. „Þá komumst við að því að Reykjanesbrautin, frá Hvassahrauni sérstaklega til Krýsuvíkurafleggjara, að framkvæmdinni verður ekki lokið fyrr en 2033. Það finnst finnst mér og okkur allt of seint í messunni.“Ísak Ernir Kristinsson er annar stofnenda þrýstihópsins Stopp, hingað og ekki lengra.Mynd úr einkasafniÞarf alltaf banaslys til að fólk vakni Guðbergur segir að í úttekt Ólafs Guðmundssonar umferðarsérfræðings eru hættulegustu vegir landsins innanbæjar í Reykjavík, Miklabraut og Bústaðavegur hættulegastir. „En þar á eftir, í fimmta sæti, er Reykjanesbrautin, frá Kaldárdalshólnum til Hvassahrauns. Það er minni hætta hérna megin [nær Reykjanesbæ] þar sem hraðinn hefur minnkað út af hringtorgunum. Kaldársel til [Krýsavíkurafleggjara] er kominn inn í áætlunina og á að byrja á því strax. Það er áætlað 2,3 milljarðar. Restin, frá Krýsavíkurafleggjara og út að Hvassahrauni eru 3,3 milljarðar.“ Hann segir skelfilegt að alltaf þurfi banaslys til að fólki vakni. „Við þurfum alltaf að standa upp á afturlappirnar allir hérna. Ég hef fengið ótrúlega hvatningu eftir að ég hótaði því að fara út að loka Reykjanesbrautinni.“Veit um jarðvinnuverktaka í verkið Guðbergur segir að samgönguráðherra hafi óskað eftir fundi með fulltrúum þrýstihópsins, og samgöngunefnd þingsins. „Ég er búinn að hitta jarðvinnuverktaka sem er tilbúinn að fara í þessa leið sem við erum að tala fyrir, að það verði strax hugað að umferðaröryggi og það verði klárað verkið, en að jarðvinnuverktakinn fái það greitt eftir samgönguáætlun.“Og hann fengi þá ekki greitt fyrr en að mörgum árum liðnum?„Þetta er þá örugglega eitthvað svipuð hugsun og með Spöl. Þeir fóru í framkvæmdina, fengu hana fjármagnaða og fengu hana borgaða með veggjöldum. Hann myndi örugglega geta fengið út á þetta loforð ríkisstjórnarinnar einhvers staðar lán til að klára þetta. Svo fær hann borgað, eftir því að ríkið… Þetta er bara samningsatriði. Þetta er ekki flókið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Stofnandi þrýstihópsins alfarið á móti lokun Reykjanesbrautar Ísak Ernir Kristinsson, annar stofnenda þrýstihóps um að stjórnvöld klári tvöföldun Reykjanesbrautar, kveðst ekki sammála Guðbergi Reynissyni, hinum stofnenda hópsins, um að vegurinn verði lokaður í mótmælaskyni. 28. október 2018 23:57 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefur boðað forsvarsmenn þrýstihóps fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar á sinn fund. Sömu sögu er að segja af samgöngunefnd þingsins. Frá þessu greindi Guðbergur Reynisson, annar stofnenda hópsins „Stopp, hingað og ekki lengra“, í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag.Banaslys varð á Reykjanesbraut til móts við Vallahverfi í Hafnarfirði í gær þegar pólskur karlmaður á fertugsaldri lést. Guðbergur hótaði í kjölfarið að grípa til róttækra aðgerða og loka Reykjanesbrautinni í mótmælaskyni til að fá stjórnvöld til að ráðast þegar í stað í tvöföldun þeirra kafla sem enn á eftir að tvöfalda. Ísak Ernir Kristinsson, hinn stofnandi þrýstihópsins, kvaðst þó ekki sammála Guðbergi og sagði rétt að leið að vinna í gegnum stjórnsýsluna og á sviði stjórnmálanna.Hefur fengið nóg af aðgerðaleysi Guðbergur segist í samtali við Reykjavík síðdegis hafa fengið nóg af aðgerðaleysi stjórnvalda. „Við börðumst hérna fyrir tveimur árum síðan og fengum tvö hringtorg fyrir ofan Reykjanesbæ og Hafnaafleggjara, hættulegustu vegamótum landsins, þar var breytt legunni niður að Fitjum. Í þeim kafla fengum við samþykkt inn í samgönguáætlun, Reykjanesbrautina, og komumst að því að það hafði ekki verið neitt skrifað um Reykjanesbrautina síðan 2008.“ Hann segir að tíð ríkisstjórnarslipti og fleira hafi svo flækt málin. „Þá komumst við að því að Reykjanesbrautin, frá Hvassahrauni sérstaklega til Krýsuvíkurafleggjara, að framkvæmdinni verður ekki lokið fyrr en 2033. Það finnst finnst mér og okkur allt of seint í messunni.“Ísak Ernir Kristinsson er annar stofnenda þrýstihópsins Stopp, hingað og ekki lengra.Mynd úr einkasafniÞarf alltaf banaslys til að fólk vakni Guðbergur segir að í úttekt Ólafs Guðmundssonar umferðarsérfræðings eru hættulegustu vegir landsins innanbæjar í Reykjavík, Miklabraut og Bústaðavegur hættulegastir. „En þar á eftir, í fimmta sæti, er Reykjanesbrautin, frá Kaldárdalshólnum til Hvassahrauns. Það er minni hætta hérna megin [nær Reykjanesbæ] þar sem hraðinn hefur minnkað út af hringtorgunum. Kaldársel til [Krýsavíkurafleggjara] er kominn inn í áætlunina og á að byrja á því strax. Það er áætlað 2,3 milljarðar. Restin, frá Krýsavíkurafleggjara og út að Hvassahrauni eru 3,3 milljarðar.“ Hann segir skelfilegt að alltaf þurfi banaslys til að fólki vakni. „Við þurfum alltaf að standa upp á afturlappirnar allir hérna. Ég hef fengið ótrúlega hvatningu eftir að ég hótaði því að fara út að loka Reykjanesbrautinni.“Veit um jarðvinnuverktaka í verkið Guðbergur segir að samgönguráðherra hafi óskað eftir fundi með fulltrúum þrýstihópsins, og samgöngunefnd þingsins. „Ég er búinn að hitta jarðvinnuverktaka sem er tilbúinn að fara í þessa leið sem við erum að tala fyrir, að það verði strax hugað að umferðaröryggi og það verði klárað verkið, en að jarðvinnuverktakinn fái það greitt eftir samgönguáætlun.“Og hann fengi þá ekki greitt fyrr en að mörgum árum liðnum?„Þetta er þá örugglega eitthvað svipuð hugsun og með Spöl. Þeir fóru í framkvæmdina, fengu hana fjármagnaða og fengu hana borgaða með veggjöldum. Hann myndi örugglega geta fengið út á þetta loforð ríkisstjórnarinnar einhvers staðar lán til að klára þetta. Svo fær hann borgað, eftir því að ríkið… Þetta er bara samningsatriði. Þetta er ekki flókið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Stofnandi þrýstihópsins alfarið á móti lokun Reykjanesbrautar Ísak Ernir Kristinsson, annar stofnenda þrýstihóps um að stjórnvöld klári tvöföldun Reykjanesbrautar, kveðst ekki sammála Guðbergi Reynissyni, hinum stofnenda hópsins, um að vegurinn verði lokaður í mótmælaskyni. 28. október 2018 23:57 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Stofnandi þrýstihópsins alfarið á móti lokun Reykjanesbrautar Ísak Ernir Kristinsson, annar stofnenda þrýstihóps um að stjórnvöld klári tvöföldun Reykjanesbrautar, kveðst ekki sammála Guðbergi Reynissyni, hinum stofnenda hópsins, um að vegurinn verði lokaður í mótmælaskyni. 28. október 2018 23:57