Erdogan segir morðið á Khashoggi hafa verið skipulagt Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2018 09:57 Erdogan fór yfir rannsóknina á dauða Jamals Khashoggi í ræðu í tyrkneska þinginu í morgun. Vísir/EPA Dauði sádiararabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi var skipulagt pólitískt morð af hálfu Sáda. Þetta sagði Recep Erdogan, forseti Tyrklands, í ræðu á tyrkneska þinginu. Hann vill að fleiri ríki komi að rannsókninni á morðinu á Khashoggi. Erdogan hafði lofað því að leggja fram allan sannleikann um það sem tyrknesk yfirvöld vita um dauða Khashoggi í dag. Blaðamaðurinn var drepinn á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október. Sádar hafa orðið margsaga um afdrif Khashoggi. Í fyrstu sögðu þeir að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Fyrir helgi viðurkenndu Sádar að Khashoggi væri látinn en það hefði gerst í átökum sem hann lenti í við hóp manna á ræðisskrifstofunni. Utanríkisráðherra landsins sagði svo um helgina að hann hefði verið myrtur af hópi manna sem hafi farið út fyrir heimildir sínar. Í ræðu sinni í dag fullyrti Erdogan að tyrkneskar öryggissveitir hefðu þvert á móti upplýsingar um að morðið hefði verið skipulagt nokkrum dögum áður. Teymi fimmtán Sáda hafi fengið að vita af fyrirhugaðri komu Khashoggi á ræðisskrifstofuna daginn fyrir morðið. Erdogan gaf í skyn að Sádarnir hafi átt sér vitorðsmann í Tyrklandi sem hafi hjálpað þeim að losa sig við lík Khashoggi. Þrír útsendarar Sáda hafi kannað skógana í kringum Istanbúl daginn fyrir morðið, að því er virðist til að finna stað til að fela líkið.Minntist ekkert á krónprinsinn eða upptökur Kallaði Tyrklandsforseti eftir því að fleiri ríki kæmu að rannsókninni. Sagðist hann hafa rætt við Salman konung Sádi-Arabíu um að ríkin tvö kæmu á fót starfshópi sem hefði þegar tekið til starfa. Erdogan vill að réttað verði yfir átján manns sem Sádar hafa handtekið vegna dauða Khashoggi í Tyrklandi. Sagðist Erdogan ekki efast um Salman konungur hafi ekki vitað af morðinu á Khashoggi. Minntist hann ekkert á Mohammed bin Salman krónprins sem hefur verið sterklega bendlaður við morðið. Nokkrir Sádanna sem ferðuðust til Istanbúl hafa tengsl við krónprinsinn. Frá því að Khashoggi hvarf hafa tyrknesk yfirvöld lekið ýmsum upplýsingum um rannsókn þeirra. Fréttir hafa verið um að Tyrkir hafi undir höndum upptökur af morðinu á Khashoggi. Erdogan minntist hins vegar ekkert á slíkar upptökur í ræðu sinni í dag. Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir „Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum Skype Náinn ráðgjafi krónprins Sádi-Arabíu er sagður hafa fyrirskipað morð Khashoggi í gegnum Skype. 22. október 2018 19:28 Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15 Einn árásarmanna Khashoggi sást í fötum hans Tyrkneskir rannsakendur telja að manninum hafi verið ætlað að vera tálbeita fyrir Jamal Khashoggi, blaðamanninn sem var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 22. október 2018 11:01 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Dauði sádiararabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi var skipulagt pólitískt morð af hálfu Sáda. Þetta sagði Recep Erdogan, forseti Tyrklands, í ræðu á tyrkneska þinginu. Hann vill að fleiri ríki komi að rannsókninni á morðinu á Khashoggi. Erdogan hafði lofað því að leggja fram allan sannleikann um það sem tyrknesk yfirvöld vita um dauða Khashoggi í dag. Blaðamaðurinn var drepinn á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október. Sádar hafa orðið margsaga um afdrif Khashoggi. Í fyrstu sögðu þeir að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Fyrir helgi viðurkenndu Sádar að Khashoggi væri látinn en það hefði gerst í átökum sem hann lenti í við hóp manna á ræðisskrifstofunni. Utanríkisráðherra landsins sagði svo um helgina að hann hefði verið myrtur af hópi manna sem hafi farið út fyrir heimildir sínar. Í ræðu sinni í dag fullyrti Erdogan að tyrkneskar öryggissveitir hefðu þvert á móti upplýsingar um að morðið hefði verið skipulagt nokkrum dögum áður. Teymi fimmtán Sáda hafi fengið að vita af fyrirhugaðri komu Khashoggi á ræðisskrifstofuna daginn fyrir morðið. Erdogan gaf í skyn að Sádarnir hafi átt sér vitorðsmann í Tyrklandi sem hafi hjálpað þeim að losa sig við lík Khashoggi. Þrír útsendarar Sáda hafi kannað skógana í kringum Istanbúl daginn fyrir morðið, að því er virðist til að finna stað til að fela líkið.Minntist ekkert á krónprinsinn eða upptökur Kallaði Tyrklandsforseti eftir því að fleiri ríki kæmu að rannsókninni. Sagðist hann hafa rætt við Salman konung Sádi-Arabíu um að ríkin tvö kæmu á fót starfshópi sem hefði þegar tekið til starfa. Erdogan vill að réttað verði yfir átján manns sem Sádar hafa handtekið vegna dauða Khashoggi í Tyrklandi. Sagðist Erdogan ekki efast um Salman konungur hafi ekki vitað af morðinu á Khashoggi. Minntist hann ekkert á Mohammed bin Salman krónprins sem hefur verið sterklega bendlaður við morðið. Nokkrir Sádanna sem ferðuðust til Istanbúl hafa tengsl við krónprinsinn. Frá því að Khashoggi hvarf hafa tyrknesk yfirvöld lekið ýmsum upplýsingum um rannsókn þeirra. Fréttir hafa verið um að Tyrkir hafi undir höndum upptökur af morðinu á Khashoggi. Erdogan minntist hins vegar ekkert á slíkar upptökur í ræðu sinni í dag.
Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir „Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum Skype Náinn ráðgjafi krónprins Sádi-Arabíu er sagður hafa fyrirskipað morð Khashoggi í gegnum Skype. 22. október 2018 19:28 Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15 Einn árásarmanna Khashoggi sást í fötum hans Tyrkneskir rannsakendur telja að manninum hafi verið ætlað að vera tálbeita fyrir Jamal Khashoggi, blaðamanninn sem var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 22. október 2018 11:01 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
„Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum Skype Náinn ráðgjafi krónprins Sádi-Arabíu er sagður hafa fyrirskipað morð Khashoggi í gegnum Skype. 22. október 2018 19:28
Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15
Einn árásarmanna Khashoggi sást í fötum hans Tyrkneskir rannsakendur telja að manninum hafi verið ætlað að vera tálbeita fyrir Jamal Khashoggi, blaðamanninn sem var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 22. október 2018 11:01