Leikmaður í heimsmeistaraliði Ítala dæmdur í mafíumáli Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2018 22:30 Vincenzo Iaquinta kyssir bikarinn eftir að Ítalir unni Frakka í úrslitaleik HM í Berlín árið 2006. Getty/Andreas Rentz Dómstóll á Ítalíu hefur dæmt knattspyrnumanninn Vincenzo Iaquinta í tveggja ára fangelsi fyrir brot gegn skotvopnalögum í umfangsmiklu máli sem snýr að skipulagðri glæpastarfsemi í landinu. Iaquinta spilaði meðal annars með stórliði Juventus og var í heimsmeistaraliði Ítalíu árið 2006. Hinn 38 ára Iaquinta var í hópi 148 manna sem réttað var yfir en sakborningar voru ákærðir fyrir tengsl við 'Ndrangheta-mafíuna. Dómarinn sýknaði Iaquinta af ákæru um að tengjast mafíunni, en faðir hans var fundinn sekur var dæmdur til nítján ára fangelsisvistar. Alls voru rúmlega 120 manns fundnir sekir í málinu, að því er fram kemur í grein BBC.Kom vopnum í hendur föður síns Vincenzo Iaquinta var þó fundinn sekur um að hafa komið tveimur skotvopnum í hendur föður síns með ólöglegum hætti, en dómari hafði áður, í öðru máli, bannað Iaquinta eldri að vera með skotvopn í sinni vörslu. „Fáránlegt! Skömm!“ hrópuðu þeir feðgar þegar dómarinn kvað upp sinn dóm. Lög á Ítalíu kveða á um að sakborningar geti áfrýjað í tvígang áður en dómur er staðfestur. Reuters greinir frá því að ólíklegt sé að Iaquinta yngri komi til með að þurfa að afplána dóminn.Sex þúsund liðsmenn Bandaríska alríkislögreglan FBI áætlar að liðsmenn 'Ndrangheta-mafíunnar, sem er starfandi í Calabria, einu fátækasta héraði Ítalíu, séu um sex þúsund talsins. Framherjinn Iaquinta sló í gegn með liði Udinese þar sem hann spilaði á árunum 2000 til 2007. Þá gekk hann til liðs við Juventus þar sem hann spilaði til ársins 2013. Hann spilaði alls fjörutíu leiki með ítalska landsliðinu og skoraði í þeim sex mörk. Hann kom inn á sem vara maður í úrslitaleik Ítalíu og Frakka á HM 2006. Ítalía Ítalski boltinn Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Dómstóll á Ítalíu hefur dæmt knattspyrnumanninn Vincenzo Iaquinta í tveggja ára fangelsi fyrir brot gegn skotvopnalögum í umfangsmiklu máli sem snýr að skipulagðri glæpastarfsemi í landinu. Iaquinta spilaði meðal annars með stórliði Juventus og var í heimsmeistaraliði Ítalíu árið 2006. Hinn 38 ára Iaquinta var í hópi 148 manna sem réttað var yfir en sakborningar voru ákærðir fyrir tengsl við 'Ndrangheta-mafíuna. Dómarinn sýknaði Iaquinta af ákæru um að tengjast mafíunni, en faðir hans var fundinn sekur var dæmdur til nítján ára fangelsisvistar. Alls voru rúmlega 120 manns fundnir sekir í málinu, að því er fram kemur í grein BBC.Kom vopnum í hendur föður síns Vincenzo Iaquinta var þó fundinn sekur um að hafa komið tveimur skotvopnum í hendur föður síns með ólöglegum hætti, en dómari hafði áður, í öðru máli, bannað Iaquinta eldri að vera með skotvopn í sinni vörslu. „Fáránlegt! Skömm!“ hrópuðu þeir feðgar þegar dómarinn kvað upp sinn dóm. Lög á Ítalíu kveða á um að sakborningar geti áfrýjað í tvígang áður en dómur er staðfestur. Reuters greinir frá því að ólíklegt sé að Iaquinta yngri komi til með að þurfa að afplána dóminn.Sex þúsund liðsmenn Bandaríska alríkislögreglan FBI áætlar að liðsmenn 'Ndrangheta-mafíunnar, sem er starfandi í Calabria, einu fátækasta héraði Ítalíu, séu um sex þúsund talsins. Framherjinn Iaquinta sló í gegn með liði Udinese þar sem hann spilaði á árunum 2000 til 2007. Þá gekk hann til liðs við Juventus þar sem hann spilaði til ársins 2013. Hann spilaði alls fjörutíu leiki með ítalska landsliðinu og skoraði í þeim sex mörk. Hann kom inn á sem vara maður í úrslitaleik Ítalíu og Frakka á HM 2006.
Ítalía Ítalski boltinn Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira