Dómstólar greiða ríkisstjórn Trump tvö þung högg Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2018 07:27 Trump skrifaði undir tilskipun um Keystone XL-olíuleiðsluna þegar á öðrum degi sínum í embætti forseta. Vísir/EPA Tveir alríkisdómarar gerðu ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta afturreka með tvö umdeild mál sem hafa verið ofarlega á baugi undanfarin ár. Annar þeirra staðfesti lögbann við því að DACA-áætlunin sem ver börn fólks sem kom ólöglega til Bandaríkjanna fyrir því að vera vísað úr landi yrði felld úr gildi en hinn setti tímabundið lögbann á framkvæmdir við stóra og umdeilda olíuleiðslu. Trump tilkynnti að hann ætlaði að afnema DACA-áætlunina sem forveri hans Barack Obama setti á fót í september í fyrra. Neðri dómstig settu hins vegar lögbann á það og skipaði ríkisstjórninni að halda áfram að taka við umsóknum um vernd þar til málið yrði til lykta leitt fyrir dómstólum. Níundi áfrýjunardómstóll Bandaríkjanna kvað upp úrskurð í gær um að DACA yrði að halda áfram að vera í gildi þar sem líkur væru á því að stefnendur sem halda því fram að afnám áætlunarinnar sé ólöglegt komi til með að vinna málið, að því er segir í frétt CNN. Dómsmálaráðuneytið hefur þegar beðið Hæstarétt um að taka málið fyrir. Þar eru íhaldsmenn nú með öruggan meirihluta eftir að Trump skipaði Brett Kavanaugh dómara í haust.Verða að rannsaka neikvæð áhrif olíuleiðslunnar Alríkisdómstóll í Montana lagði síðan tímabundið lögbann við framkvæmdir við Keystone XL-olíuleiðsluna. Ríkisstjórn Trump hafi ekki réttlætt nægilega ákvörðun sína um að gefa leyfi fyrir leiðslunni. Keystone XL á að flytja hráolíu sem unnin er úr tjörusandi í Kanada til olíuhreinsistöðva í Texas, tæplega tvö þúsund kílómetra leið. Eitt fyrsta verk Trump sem forseta var að gefa út forsetatilskipun um að snúa við stefnu Obama um að setja framkvæmdirnar á ís vegna umhverfissjónarmiða.Washington Post segir að úrskurður dómarans stöðvi framkvæmdirnar ekki varanlega. Ríkisstjórnin þarf nú hins vegar að meta nánar möguleg neikvæð áhrif leiðslunnar, þar á meðal fyrir loftslagsbreytingar, dýr í útrýmingarhættu og menningararf. Hópar norður-amerískra frumbyggja eru á meðal þeirra sem hafa barist hvað harðast gegn Keystone XL en leiðslan á meðal annars að liggja um jarðir þeirra. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Áætlun sem varði innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun var felld úr gildi í mars. 25. apríl 2018 11:56 Obama hafnar Keystone XL olíuleiðslunni Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann myndi hafna beiðni um lagningu Keystone XL olíuleiðslunnar frá Alberta í Kanada til Nebraska. 7. nóvember 2015 07:00 Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Trump vill flýta fyrir byggingu umdeildra olíuleiðslna Mikið hefur verið deilt um leiðslurnar um árabil. 24. janúar 2017 16:53 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Tveir alríkisdómarar gerðu ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta afturreka með tvö umdeild mál sem hafa verið ofarlega á baugi undanfarin ár. Annar þeirra staðfesti lögbann við því að DACA-áætlunin sem ver börn fólks sem kom ólöglega til Bandaríkjanna fyrir því að vera vísað úr landi yrði felld úr gildi en hinn setti tímabundið lögbann á framkvæmdir við stóra og umdeilda olíuleiðslu. Trump tilkynnti að hann ætlaði að afnema DACA-áætlunina sem forveri hans Barack Obama setti á fót í september í fyrra. Neðri dómstig settu hins vegar lögbann á það og skipaði ríkisstjórninni að halda áfram að taka við umsóknum um vernd þar til málið yrði til lykta leitt fyrir dómstólum. Níundi áfrýjunardómstóll Bandaríkjanna kvað upp úrskurð í gær um að DACA yrði að halda áfram að vera í gildi þar sem líkur væru á því að stefnendur sem halda því fram að afnám áætlunarinnar sé ólöglegt komi til með að vinna málið, að því er segir í frétt CNN. Dómsmálaráðuneytið hefur þegar beðið Hæstarétt um að taka málið fyrir. Þar eru íhaldsmenn nú með öruggan meirihluta eftir að Trump skipaði Brett Kavanaugh dómara í haust.Verða að rannsaka neikvæð áhrif olíuleiðslunnar Alríkisdómstóll í Montana lagði síðan tímabundið lögbann við framkvæmdir við Keystone XL-olíuleiðsluna. Ríkisstjórn Trump hafi ekki réttlætt nægilega ákvörðun sína um að gefa leyfi fyrir leiðslunni. Keystone XL á að flytja hráolíu sem unnin er úr tjörusandi í Kanada til olíuhreinsistöðva í Texas, tæplega tvö þúsund kílómetra leið. Eitt fyrsta verk Trump sem forseta var að gefa út forsetatilskipun um að snúa við stefnu Obama um að setja framkvæmdirnar á ís vegna umhverfissjónarmiða.Washington Post segir að úrskurður dómarans stöðvi framkvæmdirnar ekki varanlega. Ríkisstjórnin þarf nú hins vegar að meta nánar möguleg neikvæð áhrif leiðslunnar, þar á meðal fyrir loftslagsbreytingar, dýr í útrýmingarhættu og menningararf. Hópar norður-amerískra frumbyggja eru á meðal þeirra sem hafa barist hvað harðast gegn Keystone XL en leiðslan á meðal annars að liggja um jarðir þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Áætlun sem varði innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun var felld úr gildi í mars. 25. apríl 2018 11:56 Obama hafnar Keystone XL olíuleiðslunni Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann myndi hafna beiðni um lagningu Keystone XL olíuleiðslunnar frá Alberta í Kanada til Nebraska. 7. nóvember 2015 07:00 Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Trump vill flýta fyrir byggingu umdeildra olíuleiðslna Mikið hefur verið deilt um leiðslurnar um árabil. 24. janúar 2017 16:53 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Áætlun sem varði innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun var felld úr gildi í mars. 25. apríl 2018 11:56
Obama hafnar Keystone XL olíuleiðslunni Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann myndi hafna beiðni um lagningu Keystone XL olíuleiðslunnar frá Alberta í Kanada til Nebraska. 7. nóvember 2015 07:00
Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24
Trump vill flýta fyrir byggingu umdeildra olíuleiðslna Mikið hefur verið deilt um leiðslurnar um árabil. 24. janúar 2017 16:53