Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2018 05:45 Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni, fagnaði kosningunum. AP/Jacquelyn Martin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. Þá nældu Demókratar sér einnig í nokkra nýja ríkisstjóra í Bandaríkjunum. Enn er ekki búið að telja öll atkvæði og staðan mun skýrast betur í dag. Ekki liggur fyrir hve stór meirihluti Demókrata verður, né hve stór meirihluti Repúblikana verður. Í gær og í nótt var kosið um öll 435 sæti fulltrúadeildarinnar, 35 sæti öldungadeildarinnar og 36 embætti ríkisstjóra. Þessar vendingar munu líklegast ekki reynast Donald Trump, forseta, vel og munu Demókratar geta staðið í hárinu á honum varðandi löggjöf, fjárveitingar og fleira. Þar að auki munu Demókratar líklega nota þingnefndir fulltrúadeildarinnar til að rannsaka Trump á ýmsa vegu. Þá voru ýmsar nýjungar í kosningunum í dag. Fyrsti samkynhneigði ríkisstjórinn var kosinn í Colorado, yngsta konan var kosin á þing og tvær konur sem eru íslamstrúar voru sömuleiðis kjörnar á þing. Þar að auki voru tvær konur af indíánaættum kjörnar á þing og er það sömuleiðis í fyrsta sinn.Here's one I've been waiting to post all night... We’re Finally Going To Have Native American Women In Congress https://t.co/rD01giEPys — Jennifer Bendery (@jbendery) November 7, 2018 Margir þingmenn Repúblikanaflokksins sem misstu þingsæti sín hafa verið gagnrýnir á Donald Trump og segja sérfræðingar líklegt að þingmenn flokksins verði hliðhollari forsetanum en þeir hafa verið hingað til. Yfirtaka Demókrata í fulltrúadeildinni mun án efa hafa mikil áhrif á forsetatíð Trump. Hingað til hefur Trump þurft að reiða sig að mestu á samsæriskenningar til að skapa sér óvini. Sérstaklega þar sem Repúblikanar hafa stýrt báðum deildum þingsins og Hvíta húsinu. Meðal annars hafa Trump-liðar oft talað um að skuggasamtök embættismanna sem hliðhollir eru Barack Obama, forvera Trump, hafi unnið gegn forsetanum og reynt að koma höggi á hann við hvert tækifæri og grafi undan honum. Nú mun Trump geta kvartað yfir því að Demókratar í fulltrúadeildinni standi í vegi hans, sem þeir munu að öllum líkindum gera. Þannig mun Trump geta stappað stáli í Repúblikana og stuðningsmenn þeirra. Þrátt fyrir að hann hafi hrósað Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í fulltrúadeildinni, fyrir sigurinn í kvöld og tekið undir ákall hennar eftir samstarfi.Also, with Dems retaking House Trump now has a foil, an arm of govt to blame when he doesn’t get what he wants. Will it help him in 2020, I don’t know. But he will use it. — Katy Tur (@KatyTurNBC) November 7, 2018 Með því að hafa tryggt stöðu sína í öldungadeildinni geta Repúblikanar haldið áfram að tilnefna alríkisdómara og aðra háttsetta embættismenn. Tilnefning dómara hefur verið stór liður í áætlun Repúblikana og opinbert markmið þeirra er að koma ungum íhaldsmönnum í dómarasæti til næstu áratuga.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Kjörsókn hefur verið mun betri en í sambærilegum kosningum á undanförnum árum. Víða var kjörsókn sambærileg og í forsetakosningunum 2016. Kannanir gefa til kynna að flestir kjósendur hafi einblínt á heilbrigðismál, málefni innflytjenda og Trump sjálfan við ákvörðun þeirra í kjörklefum. Þá þykir ljóst að Trump hafi tryggt yfirráð sín yfir Repúblikanaflokknum í kosningunum. Bæði hafa margir andstæðingar hans innan flokksins látið af störfum og aðrir sem hafa gagnrýnt forsetann töpuðu. Þó að Trump hafi fagnað niðurstöðunum á Twitter er ljóst að störf hans munu verða mun erfiðari næstu tvö árin.Fylgst var með gangi mála í kosningunum í alla nótt á Vísi eins og sjá má að neðan.
Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. Þá nældu Demókratar sér einnig í nokkra nýja ríkisstjóra í Bandaríkjunum. Enn er ekki búið að telja öll atkvæði og staðan mun skýrast betur í dag. Ekki liggur fyrir hve stór meirihluti Demókrata verður, né hve stór meirihluti Repúblikana verður. Í gær og í nótt var kosið um öll 435 sæti fulltrúadeildarinnar, 35 sæti öldungadeildarinnar og 36 embætti ríkisstjóra. Þessar vendingar munu líklegast ekki reynast Donald Trump, forseta, vel og munu Demókratar geta staðið í hárinu á honum varðandi löggjöf, fjárveitingar og fleira. Þar að auki munu Demókratar líklega nota þingnefndir fulltrúadeildarinnar til að rannsaka Trump á ýmsa vegu. Þá voru ýmsar nýjungar í kosningunum í dag. Fyrsti samkynhneigði ríkisstjórinn var kosinn í Colorado, yngsta konan var kosin á þing og tvær konur sem eru íslamstrúar voru sömuleiðis kjörnar á þing. Þar að auki voru tvær konur af indíánaættum kjörnar á þing og er það sömuleiðis í fyrsta sinn.Here's one I've been waiting to post all night... We’re Finally Going To Have Native American Women In Congress https://t.co/rD01giEPys — Jennifer Bendery (@jbendery) November 7, 2018 Margir þingmenn Repúblikanaflokksins sem misstu þingsæti sín hafa verið gagnrýnir á Donald Trump og segja sérfræðingar líklegt að þingmenn flokksins verði hliðhollari forsetanum en þeir hafa verið hingað til. Yfirtaka Demókrata í fulltrúadeildinni mun án efa hafa mikil áhrif á forsetatíð Trump. Hingað til hefur Trump þurft að reiða sig að mestu á samsæriskenningar til að skapa sér óvini. Sérstaklega þar sem Repúblikanar hafa stýrt báðum deildum þingsins og Hvíta húsinu. Meðal annars hafa Trump-liðar oft talað um að skuggasamtök embættismanna sem hliðhollir eru Barack Obama, forvera Trump, hafi unnið gegn forsetanum og reynt að koma höggi á hann við hvert tækifæri og grafi undan honum. Nú mun Trump geta kvartað yfir því að Demókratar í fulltrúadeildinni standi í vegi hans, sem þeir munu að öllum líkindum gera. Þannig mun Trump geta stappað stáli í Repúblikana og stuðningsmenn þeirra. Þrátt fyrir að hann hafi hrósað Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í fulltrúadeildinni, fyrir sigurinn í kvöld og tekið undir ákall hennar eftir samstarfi.Also, with Dems retaking House Trump now has a foil, an arm of govt to blame when he doesn’t get what he wants. Will it help him in 2020, I don’t know. But he will use it. — Katy Tur (@KatyTurNBC) November 7, 2018 Með því að hafa tryggt stöðu sína í öldungadeildinni geta Repúblikanar haldið áfram að tilnefna alríkisdómara og aðra háttsetta embættismenn. Tilnefning dómara hefur verið stór liður í áætlun Repúblikana og opinbert markmið þeirra er að koma ungum íhaldsmönnum í dómarasæti til næstu áratuga.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Kjörsókn hefur verið mun betri en í sambærilegum kosningum á undanförnum árum. Víða var kjörsókn sambærileg og í forsetakosningunum 2016. Kannanir gefa til kynna að flestir kjósendur hafi einblínt á heilbrigðismál, málefni innflytjenda og Trump sjálfan við ákvörðun þeirra í kjörklefum. Þá þykir ljóst að Trump hafi tryggt yfirráð sín yfir Repúblikanaflokknum í kosningunum. Bæði hafa margir andstæðingar hans innan flokksins látið af störfum og aðrir sem hafa gagnrýnt forsetann töpuðu. Þó að Trump hafi fagnað niðurstöðunum á Twitter er ljóst að störf hans munu verða mun erfiðari næstu tvö árin.Fylgst var með gangi mála í kosningunum í alla nótt á Vísi eins og sjá má að neðan.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Í beinni: Nýjustu vendingar í Bandaríkjunum Íbúar Bandaríkjanna ganga nú til kosninga þar sem kjörnir verða 435 þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, 35 öldungadeildarþingmenn af hundrað og 36 ríkisstjórar. 6. nóvember 2018 22:00 Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Kosið er til þings, ríkisstjóra og ýmislegs annars í Bandaríkjunum í dag. Kosningarnar eru prófsteinn fyrir ríkisstjórn Trumps forseta og munu hafa veruleg áhrif á seinni hluta kjörtímabilsins. 6. nóvember 2018 07:00 Trump og Fox í eina sæng í kosningabaráttunni "Þau hafa unnið ótrúlegt starf fyrir okkur. Þau hafa verið með okkur frá upphafi,“ sagði Trump og þáttastjórnendur Fox. 6. nóvember 2018 12:30 Flokkarnir geta ekki sofið á verðinum þó að líkurnar séu þeim í hag Kosningaspár virðast gefa afgerandi líkur um hvor flokkur mun sigra í þingkosningum í Bandaríkjunum í dag. Hefðbundin skekkja í könnunum getur hins vegar enn breytt úrslitunum. 6. nóvember 2018 16:00 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Í beinni: Nýjustu vendingar í Bandaríkjunum Íbúar Bandaríkjanna ganga nú til kosninga þar sem kjörnir verða 435 þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, 35 öldungadeildarþingmenn af hundrað og 36 ríkisstjórar. 6. nóvember 2018 22:00
Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Kosið er til þings, ríkisstjóra og ýmislegs annars í Bandaríkjunum í dag. Kosningarnar eru prófsteinn fyrir ríkisstjórn Trumps forseta og munu hafa veruleg áhrif á seinni hluta kjörtímabilsins. 6. nóvember 2018 07:00
Trump og Fox í eina sæng í kosningabaráttunni "Þau hafa unnið ótrúlegt starf fyrir okkur. Þau hafa verið með okkur frá upphafi,“ sagði Trump og þáttastjórnendur Fox. 6. nóvember 2018 12:30
Flokkarnir geta ekki sofið á verðinum þó að líkurnar séu þeim í hag Kosningaspár virðast gefa afgerandi líkur um hvor flokkur mun sigra í þingkosningum í Bandaríkjunum í dag. Hefðbundin skekkja í könnunum getur hins vegar enn breytt úrslitunum. 6. nóvember 2018 16:00