Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2018 05:45 Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni, fagnaði kosningunum. AP/Jacquelyn Martin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. Þá nældu Demókratar sér einnig í nokkra nýja ríkisstjóra í Bandaríkjunum. Enn er ekki búið að telja öll atkvæði og staðan mun skýrast betur í dag. Ekki liggur fyrir hve stór meirihluti Demókrata verður, né hve stór meirihluti Repúblikana verður. Í gær og í nótt var kosið um öll 435 sæti fulltrúadeildarinnar, 35 sæti öldungadeildarinnar og 36 embætti ríkisstjóra. Þessar vendingar munu líklegast ekki reynast Donald Trump, forseta, vel og munu Demókratar geta staðið í hárinu á honum varðandi löggjöf, fjárveitingar og fleira. Þar að auki munu Demókratar líklega nota þingnefndir fulltrúadeildarinnar til að rannsaka Trump á ýmsa vegu. Þá voru ýmsar nýjungar í kosningunum í dag. Fyrsti samkynhneigði ríkisstjórinn var kosinn í Colorado, yngsta konan var kosin á þing og tvær konur sem eru íslamstrúar voru sömuleiðis kjörnar á þing. Þar að auki voru tvær konur af indíánaættum kjörnar á þing og er það sömuleiðis í fyrsta sinn.Here's one I've been waiting to post all night... We’re Finally Going To Have Native American Women In Congress https://t.co/rD01giEPys — Jennifer Bendery (@jbendery) November 7, 2018 Margir þingmenn Repúblikanaflokksins sem misstu þingsæti sín hafa verið gagnrýnir á Donald Trump og segja sérfræðingar líklegt að þingmenn flokksins verði hliðhollari forsetanum en þeir hafa verið hingað til. Yfirtaka Demókrata í fulltrúadeildinni mun án efa hafa mikil áhrif á forsetatíð Trump. Hingað til hefur Trump þurft að reiða sig að mestu á samsæriskenningar til að skapa sér óvini. Sérstaklega þar sem Repúblikanar hafa stýrt báðum deildum þingsins og Hvíta húsinu. Meðal annars hafa Trump-liðar oft talað um að skuggasamtök embættismanna sem hliðhollir eru Barack Obama, forvera Trump, hafi unnið gegn forsetanum og reynt að koma höggi á hann við hvert tækifæri og grafi undan honum. Nú mun Trump geta kvartað yfir því að Demókratar í fulltrúadeildinni standi í vegi hans, sem þeir munu að öllum líkindum gera. Þannig mun Trump geta stappað stáli í Repúblikana og stuðningsmenn þeirra. Þrátt fyrir að hann hafi hrósað Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í fulltrúadeildinni, fyrir sigurinn í kvöld og tekið undir ákall hennar eftir samstarfi.Also, with Dems retaking House Trump now has a foil, an arm of govt to blame when he doesn’t get what he wants. Will it help him in 2020, I don’t know. But he will use it. — Katy Tur (@KatyTurNBC) November 7, 2018 Með því að hafa tryggt stöðu sína í öldungadeildinni geta Repúblikanar haldið áfram að tilnefna alríkisdómara og aðra háttsetta embættismenn. Tilnefning dómara hefur verið stór liður í áætlun Repúblikana og opinbert markmið þeirra er að koma ungum íhaldsmönnum í dómarasæti til næstu áratuga.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Kjörsókn hefur verið mun betri en í sambærilegum kosningum á undanförnum árum. Víða var kjörsókn sambærileg og í forsetakosningunum 2016. Kannanir gefa til kynna að flestir kjósendur hafi einblínt á heilbrigðismál, málefni innflytjenda og Trump sjálfan við ákvörðun þeirra í kjörklefum. Þá þykir ljóst að Trump hafi tryggt yfirráð sín yfir Repúblikanaflokknum í kosningunum. Bæði hafa margir andstæðingar hans innan flokksins látið af störfum og aðrir sem hafa gagnrýnt forsetann töpuðu. Þó að Trump hafi fagnað niðurstöðunum á Twitter er ljóst að störf hans munu verða mun erfiðari næstu tvö árin.Fylgst var með gangi mála í kosningunum í alla nótt á Vísi eins og sjá má að neðan.
Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. Þá nældu Demókratar sér einnig í nokkra nýja ríkisstjóra í Bandaríkjunum. Enn er ekki búið að telja öll atkvæði og staðan mun skýrast betur í dag. Ekki liggur fyrir hve stór meirihluti Demókrata verður, né hve stór meirihluti Repúblikana verður. Í gær og í nótt var kosið um öll 435 sæti fulltrúadeildarinnar, 35 sæti öldungadeildarinnar og 36 embætti ríkisstjóra. Þessar vendingar munu líklegast ekki reynast Donald Trump, forseta, vel og munu Demókratar geta staðið í hárinu á honum varðandi löggjöf, fjárveitingar og fleira. Þar að auki munu Demókratar líklega nota þingnefndir fulltrúadeildarinnar til að rannsaka Trump á ýmsa vegu. Þá voru ýmsar nýjungar í kosningunum í dag. Fyrsti samkynhneigði ríkisstjórinn var kosinn í Colorado, yngsta konan var kosin á þing og tvær konur sem eru íslamstrúar voru sömuleiðis kjörnar á þing. Þar að auki voru tvær konur af indíánaættum kjörnar á þing og er það sömuleiðis í fyrsta sinn.Here's one I've been waiting to post all night... We’re Finally Going To Have Native American Women In Congress https://t.co/rD01giEPys — Jennifer Bendery (@jbendery) November 7, 2018 Margir þingmenn Repúblikanaflokksins sem misstu þingsæti sín hafa verið gagnrýnir á Donald Trump og segja sérfræðingar líklegt að þingmenn flokksins verði hliðhollari forsetanum en þeir hafa verið hingað til. Yfirtaka Demókrata í fulltrúadeildinni mun án efa hafa mikil áhrif á forsetatíð Trump. Hingað til hefur Trump þurft að reiða sig að mestu á samsæriskenningar til að skapa sér óvini. Sérstaklega þar sem Repúblikanar hafa stýrt báðum deildum þingsins og Hvíta húsinu. Meðal annars hafa Trump-liðar oft talað um að skuggasamtök embættismanna sem hliðhollir eru Barack Obama, forvera Trump, hafi unnið gegn forsetanum og reynt að koma höggi á hann við hvert tækifæri og grafi undan honum. Nú mun Trump geta kvartað yfir því að Demókratar í fulltrúadeildinni standi í vegi hans, sem þeir munu að öllum líkindum gera. Þannig mun Trump geta stappað stáli í Repúblikana og stuðningsmenn þeirra. Þrátt fyrir að hann hafi hrósað Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í fulltrúadeildinni, fyrir sigurinn í kvöld og tekið undir ákall hennar eftir samstarfi.Also, with Dems retaking House Trump now has a foil, an arm of govt to blame when he doesn’t get what he wants. Will it help him in 2020, I don’t know. But he will use it. — Katy Tur (@KatyTurNBC) November 7, 2018 Með því að hafa tryggt stöðu sína í öldungadeildinni geta Repúblikanar haldið áfram að tilnefna alríkisdómara og aðra háttsetta embættismenn. Tilnefning dómara hefur verið stór liður í áætlun Repúblikana og opinbert markmið þeirra er að koma ungum íhaldsmönnum í dómarasæti til næstu áratuga.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Kjörsókn hefur verið mun betri en í sambærilegum kosningum á undanförnum árum. Víða var kjörsókn sambærileg og í forsetakosningunum 2016. Kannanir gefa til kynna að flestir kjósendur hafi einblínt á heilbrigðismál, málefni innflytjenda og Trump sjálfan við ákvörðun þeirra í kjörklefum. Þá þykir ljóst að Trump hafi tryggt yfirráð sín yfir Repúblikanaflokknum í kosningunum. Bæði hafa margir andstæðingar hans innan flokksins látið af störfum og aðrir sem hafa gagnrýnt forsetann töpuðu. Þó að Trump hafi fagnað niðurstöðunum á Twitter er ljóst að störf hans munu verða mun erfiðari næstu tvö árin.Fylgst var með gangi mála í kosningunum í alla nótt á Vísi eins og sjá má að neðan.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Í beinni: Nýjustu vendingar í Bandaríkjunum Íbúar Bandaríkjanna ganga nú til kosninga þar sem kjörnir verða 435 þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, 35 öldungadeildarþingmenn af hundrað og 36 ríkisstjórar. 6. nóvember 2018 22:00 Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Kosið er til þings, ríkisstjóra og ýmislegs annars í Bandaríkjunum í dag. Kosningarnar eru prófsteinn fyrir ríkisstjórn Trumps forseta og munu hafa veruleg áhrif á seinni hluta kjörtímabilsins. 6. nóvember 2018 07:00 Trump og Fox í eina sæng í kosningabaráttunni "Þau hafa unnið ótrúlegt starf fyrir okkur. Þau hafa verið með okkur frá upphafi,“ sagði Trump og þáttastjórnendur Fox. 6. nóvember 2018 12:30 Flokkarnir geta ekki sofið á verðinum þó að líkurnar séu þeim í hag Kosningaspár virðast gefa afgerandi líkur um hvor flokkur mun sigra í þingkosningum í Bandaríkjunum í dag. Hefðbundin skekkja í könnunum getur hins vegar enn breytt úrslitunum. 6. nóvember 2018 16:00 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Í beinni: Nýjustu vendingar í Bandaríkjunum Íbúar Bandaríkjanna ganga nú til kosninga þar sem kjörnir verða 435 þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, 35 öldungadeildarþingmenn af hundrað og 36 ríkisstjórar. 6. nóvember 2018 22:00
Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Kosið er til þings, ríkisstjóra og ýmislegs annars í Bandaríkjunum í dag. Kosningarnar eru prófsteinn fyrir ríkisstjórn Trumps forseta og munu hafa veruleg áhrif á seinni hluta kjörtímabilsins. 6. nóvember 2018 07:00
Trump og Fox í eina sæng í kosningabaráttunni "Þau hafa unnið ótrúlegt starf fyrir okkur. Þau hafa verið með okkur frá upphafi,“ sagði Trump og þáttastjórnendur Fox. 6. nóvember 2018 12:30
Flokkarnir geta ekki sofið á verðinum þó að líkurnar séu þeim í hag Kosningaspár virðast gefa afgerandi líkur um hvor flokkur mun sigra í þingkosningum í Bandaríkjunum í dag. Hefðbundin skekkja í könnunum getur hins vegar enn breytt úrslitunum. 6. nóvember 2018 16:00