Útlit fyrir sigur Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. nóvember 2018 07:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti á kosningafundi. vísir/getty Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun í sögulegum kosningum til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings. Nær öruggt þykir að Demókrötum muni takast að tryggja sér meirihluta í fulltrúadeild og binda þannig enda á yfirráð Repúblikana yfir báðum deildum þingsins. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafa farið mikinn undanfarna sólarhringa og lagt lóð sín á vogarskálarnar í þeim sýslum og ríkjum þar sem mjótt er á munum. „Það gæti gerst,“ sagði Trump á framboðsfundi í Virginíu í gær þegar talið barst að líklegum kosningasigri Demókrata í neðri deild þingsins. „En hafið ekki áhyggjur. Ég mun spjara mig.“ Glati Repúblikanar meirihluta í fulltrúadeildinni er ljóst að Trump mun eiga mun erfiðara með að koma sínum stefnumálum áleiðis á Bandaríkjaþingi. Þannig snýst kosningabaráttan að miklu leyti um forsetann og stefnumál hans. Um leið er ljóst að Demókratar muni sækja hart að forsetanum rætist spár um fulltrúadeildina. Heimildir AP-fréttaveitunnar herma að Demókratar séu nú þegar að undirbúa að blása nýju lífi í rannsókn upplýsinganefndar þingsins á tengslum rússenskra yfirvalda við kosningabaráttu Trumps. Samhliða kosningum til Bandaríkjaþings munu Bandaríkjamenn kjósa um allt mögulegt. Allt frá lögleiðingu kannabisefna til skólastjórnenda, frá dómurum til sorphirðustjóra. Jafnframt verður kosið um ríkisstjórastóla í 36 af 50 ríkjum Bandaríkjanna. Líklegt þykir að Repúblikanar haldi 23 ríkisstjórastólum og Demókratar nítján, en í átta ríkjum er afar mjótt á munum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Utankjörfundaratkvæði mun fleiri en í síðustu kosningum Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. 1. nóvember 2018 10:47 Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun í sögulegum kosningum til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings. Nær öruggt þykir að Demókrötum muni takast að tryggja sér meirihluta í fulltrúadeild og binda þannig enda á yfirráð Repúblikana yfir báðum deildum þingsins. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafa farið mikinn undanfarna sólarhringa og lagt lóð sín á vogarskálarnar í þeim sýslum og ríkjum þar sem mjótt er á munum. „Það gæti gerst,“ sagði Trump á framboðsfundi í Virginíu í gær þegar talið barst að líklegum kosningasigri Demókrata í neðri deild þingsins. „En hafið ekki áhyggjur. Ég mun spjara mig.“ Glati Repúblikanar meirihluta í fulltrúadeildinni er ljóst að Trump mun eiga mun erfiðara með að koma sínum stefnumálum áleiðis á Bandaríkjaþingi. Þannig snýst kosningabaráttan að miklu leyti um forsetann og stefnumál hans. Um leið er ljóst að Demókratar muni sækja hart að forsetanum rætist spár um fulltrúadeildina. Heimildir AP-fréttaveitunnar herma að Demókratar séu nú þegar að undirbúa að blása nýju lífi í rannsókn upplýsinganefndar þingsins á tengslum rússenskra yfirvalda við kosningabaráttu Trumps. Samhliða kosningum til Bandaríkjaþings munu Bandaríkjamenn kjósa um allt mögulegt. Allt frá lögleiðingu kannabisefna til skólastjórnenda, frá dómurum til sorphirðustjóra. Jafnframt verður kosið um ríkisstjórastóla í 36 af 50 ríkjum Bandaríkjanna. Líklegt þykir að Repúblikanar haldi 23 ríkisstjórastólum og Demókratar nítján, en í átta ríkjum er afar mjótt á munum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Utankjörfundaratkvæði mun fleiri en í síðustu kosningum Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. 1. nóvember 2018 10:47 Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Utankjörfundaratkvæði mun fleiri en í síðustu kosningum Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. 1. nóvember 2018 10:47
Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30