Atli segir sig úr Pírötum: „Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun“ Sylvía Hall skrifar 3. nóvember 2018 16:27 Atli Þór Fanndal (til vinstri) var ráðinn sem pólitískur ráðgjafi Pírata fyrir sveitastjórnarkosningarnar nú í vor. Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar mikilla deilna innan flokksins en í gærkvöld birti úrskurðarnefnd Pírata úrskurð þess efnis að reka ætti aðstoðarmann framkvæmdastjóra flokksins og varð til þess að Rannveig Ernudóttir varaborgarfulltrúi tilkynnti að hún hefði hug á því að segja skilið við Pírata.Sjá einnig: Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Á Facebook-síðu sinni segir Atli „Kafkaestkt einelti“ þrífast innan flokksins og hann upplifi einelti sem hluta af kerfinu. Þá segist hann ekki ætla að starfa fyrir Pírata á neinn hátt fyrr en hann sjái breytingar. „Ítrekuðum ráðleggingum mínum um hvernig takast á við svona hegðun hefur ekki verið fylgt. Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun. Ég skammast mín fyrir hönd þeirra sem skrifuðu þennan úrskurð og gera sér kannski ekki grein fyrir því að þarna formgerðu þau einelti, samþykktu og styrktu.“Segir umhverfi innan flokksins „helsjúkt“ Einn þeirra sem tjáir sig við færslu Atla er Sindri Viborg, fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata en Sindri steig til hliðar eftir vantraustsyfirlýsingu í kjölfar ráðningar á aðstoðarmanni framkvæmdarstjóra. Í athugasemd sem Sindri skrifar segir hann einelti grasserast innan flokksins og „flati strúktur“ Pírata sé fullkomið umhverfi fyrir slíka hegðun. „Eðlilegar samskiptaleiðir eru gerðar tortryggilegar og einstaklingar gaslightaðir í drasl. Þetta umhverfi er svo helsjúkt að maður á ekki til orð,“ segir Sindri sem segist skammast sín fyrir að hafa kennt sig við flokk sem leyfi þessu að viðgangast. Að lokum hrósar hann Atla Þór og Rannveigu Ernudóttur varaborgarfulltrúa fyrir að taka þá ákvörðun að leyfa þessu ekki að viðgangast en Rannveig tilkynnti fyrirhugaða ákvörðun sína um að segja skilið við Pírata í gær. Færslu Atla má lesa í heild sinni hér að neðan. Stj.mál Tengdar fréttir Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12 Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar mikilla deilna innan flokksins en í gærkvöld birti úrskurðarnefnd Pírata úrskurð þess efnis að reka ætti aðstoðarmann framkvæmdastjóra flokksins og varð til þess að Rannveig Ernudóttir varaborgarfulltrúi tilkynnti að hún hefði hug á því að segja skilið við Pírata.Sjá einnig: Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Á Facebook-síðu sinni segir Atli „Kafkaestkt einelti“ þrífast innan flokksins og hann upplifi einelti sem hluta af kerfinu. Þá segist hann ekki ætla að starfa fyrir Pírata á neinn hátt fyrr en hann sjái breytingar. „Ítrekuðum ráðleggingum mínum um hvernig takast á við svona hegðun hefur ekki verið fylgt. Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun. Ég skammast mín fyrir hönd þeirra sem skrifuðu þennan úrskurð og gera sér kannski ekki grein fyrir því að þarna formgerðu þau einelti, samþykktu og styrktu.“Segir umhverfi innan flokksins „helsjúkt“ Einn þeirra sem tjáir sig við færslu Atla er Sindri Viborg, fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata en Sindri steig til hliðar eftir vantraustsyfirlýsingu í kjölfar ráðningar á aðstoðarmanni framkvæmdarstjóra. Í athugasemd sem Sindri skrifar segir hann einelti grasserast innan flokksins og „flati strúktur“ Pírata sé fullkomið umhverfi fyrir slíka hegðun. „Eðlilegar samskiptaleiðir eru gerðar tortryggilegar og einstaklingar gaslightaðir í drasl. Þetta umhverfi er svo helsjúkt að maður á ekki til orð,“ segir Sindri sem segist skammast sín fyrir að hafa kennt sig við flokk sem leyfi þessu að viðgangast. Að lokum hrósar hann Atla Þór og Rannveigu Ernudóttur varaborgarfulltrúa fyrir að taka þá ákvörðun að leyfa þessu ekki að viðgangast en Rannveig tilkynnti fyrirhugaða ákvörðun sína um að segja skilið við Pírata í gær. Færslu Atla má lesa í heild sinni hér að neðan.
Stj.mál Tengdar fréttir Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12 Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12
Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27