Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. nóvember 2018 23:12 Rannveig Ernudóttir Rannveig Ernudóttir Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. Í samtali við fréttastofu lýsir Rannveig ætlun sinni að hætta í Pírötum en segir það einlægan vilja sinn að halda áfram að vinna fyrir borgarbúa. „Það var tilgangurinn með því að fara í framboð og ég vil það auðvitað, en ég vil ekki vinna með Pírötum þegar vinnuumhverfið er svona.“ Rannveig vísar þar í deilur innan Pírata en hún birti langa færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld í tilefni af úrskurði úrskurðarráðs Pírata sem komst að þeirri niðurstöðu að víkja ætti starfsmanni flokksins frá störfum þar sem ekki hafi verið rétt staðið að ráðningu hans. Í færslunni segir Rannveig úrskurðinn vera hluta af ljótri mynd sem sé „reifuð af ofbeldi, valdníðslu, einelti, mikilli vanhæfni og ofmati eineltistudda á eigin ágæti.“ Þá sakar hún ónafngreinda einstaklinga innan Pírata um eineltistilburði og um að notfæra sér uppbyggingu flokksins til þess að níða og hrekja burt þá sem þeir telji „ópíratalega.“ Fleiri hafa sagt sig úr flokknum að undanförnu en stutt er síðan Sindri Viborg, fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata, sagði sig úr flokknum.Færslu Rannveigar í heild sinni má sjá hér að neðan. Borgarstjórn Tengdar fréttir Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. Í samtali við fréttastofu lýsir Rannveig ætlun sinni að hætta í Pírötum en segir það einlægan vilja sinn að halda áfram að vinna fyrir borgarbúa. „Það var tilgangurinn með því að fara í framboð og ég vil það auðvitað, en ég vil ekki vinna með Pírötum þegar vinnuumhverfið er svona.“ Rannveig vísar þar í deilur innan Pírata en hún birti langa færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld í tilefni af úrskurði úrskurðarráðs Pírata sem komst að þeirri niðurstöðu að víkja ætti starfsmanni flokksins frá störfum þar sem ekki hafi verið rétt staðið að ráðningu hans. Í færslunni segir Rannveig úrskurðinn vera hluta af ljótri mynd sem sé „reifuð af ofbeldi, valdníðslu, einelti, mikilli vanhæfni og ofmati eineltistudda á eigin ágæti.“ Þá sakar hún ónafngreinda einstaklinga innan Pírata um eineltistilburði og um að notfæra sér uppbyggingu flokksins til þess að níða og hrekja burt þá sem þeir telji „ópíratalega.“ Fleiri hafa sagt sig úr flokknum að undanförnu en stutt er síðan Sindri Viborg, fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata, sagði sig úr flokknum.Færslu Rannveigar í heild sinni má sjá hér að neðan.
Borgarstjórn Tengdar fréttir Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27