Trump ræðir við CIA um morð Khashoggi Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2018 17:46 Trump segir Sádi-Arabíu vera mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í kvöld ræða við starfsmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, um mat stofnunarinnar að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Hann var myrtur í ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi í síðasta mánuði. Yfirvöld Sádi-Arabíu hafa þvertekið fyrir að krónprinsinn hafi komið að morðinu með nokkrum hætti. Þeir segja hóp manna hafa farið á eigin vegum og myrt Khashoggi. Til stendur að taka fimm menn af lífi í Sádi-Arabíu en yfirvöld þar hafa sakað þá um morðið. Mohammed bin Salman, sem gjarnan er kallaður MBS, er í raun leiðtogi Sádi-Arabíu og bandamaður ríkisstjórnar Trump. Þessar nýjustu vendingar þykja ekki líklegar til að auðvelda viðleitni Trump til að viðhalda góðu sambandi við Sáda. Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. Þá tók hann sérstaklega fram að Sádar hefðu staðhæft við hann að MBS hefði ekki komið að morðinu. „Þeir hafa verið frábærir bandamenn varðandi störf og efnahagsþróun. Sem forseti, þarf ég að huga að mörgum hlutum við ákvarðanatöku,“ sagði Trump.Bandaríkin hafa beitt 17 aðila í Sádi-Arabíu viðskiptaþvingunum og annars konar refsiaðgerðum vegna málsins. Þingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins hafa þó kallað eftir frekari refsiaðgerðum gegn yfirvöldum ríkisins, meðal annars með því að stöðva sölu vopna til Sádi-Arabíu. Hershöfðinginn James Dunford, sem er formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, sagði í dag að Sádi-Arabía spilaði stórt hlutverk sem bandalagsríki Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum og að ríkið skapaði stöðugleika þar. „Sádi-Arabía hefur verið mikilvægt bandalagsríki varðandi öryggi í Mið-Austurlöndum og ég tel að þeir verði svo í framtíðinni,“ sagði hershöfðinginn á ráðstefnu í Halifax í dag. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18 Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08 Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30 Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í kvöld ræða við starfsmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, um mat stofnunarinnar að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Hann var myrtur í ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi í síðasta mánuði. Yfirvöld Sádi-Arabíu hafa þvertekið fyrir að krónprinsinn hafi komið að morðinu með nokkrum hætti. Þeir segja hóp manna hafa farið á eigin vegum og myrt Khashoggi. Til stendur að taka fimm menn af lífi í Sádi-Arabíu en yfirvöld þar hafa sakað þá um morðið. Mohammed bin Salman, sem gjarnan er kallaður MBS, er í raun leiðtogi Sádi-Arabíu og bandamaður ríkisstjórnar Trump. Þessar nýjustu vendingar þykja ekki líklegar til að auðvelda viðleitni Trump til að viðhalda góðu sambandi við Sáda. Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. Þá tók hann sérstaklega fram að Sádar hefðu staðhæft við hann að MBS hefði ekki komið að morðinu. „Þeir hafa verið frábærir bandamenn varðandi störf og efnahagsþróun. Sem forseti, þarf ég að huga að mörgum hlutum við ákvarðanatöku,“ sagði Trump.Bandaríkin hafa beitt 17 aðila í Sádi-Arabíu viðskiptaþvingunum og annars konar refsiaðgerðum vegna málsins. Þingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins hafa þó kallað eftir frekari refsiaðgerðum gegn yfirvöldum ríkisins, meðal annars með því að stöðva sölu vopna til Sádi-Arabíu. Hershöfðinginn James Dunford, sem er formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, sagði í dag að Sádi-Arabía spilaði stórt hlutverk sem bandalagsríki Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum og að ríkið skapaði stöðugleika þar. „Sádi-Arabía hefur verið mikilvægt bandalagsríki varðandi öryggi í Mið-Austurlöndum og ég tel að þeir verði svo í framtíðinni,“ sagði hershöfðinginn á ráðstefnu í Halifax í dag.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18 Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08 Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30 Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18
Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57
CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08
Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30
Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57