Erlent

Lögmaður Stormy Daniels handtekinn vegna gruns um heimilsofbeldi

Atli Ísleifsson skrifar
Michael Avanatti gekk í hjónaband með konunni árið 2011 en sótti um skilnað á síðasta ári.
Michael Avanatti gekk í hjónaband með konunni árið 2011 en sótti um skilnað á síðasta ári. Getty/Michael S. Schwartz
Lögregla í Los Angeles handtók í dag Michael Avenatti, lögmann Stormy Daniels, vegna gruns um heimilisofbeldi.

BBC  greinir frá því að hann á að hafa ráðist á fyrrverandi eiginkonu sína, sem hafi verið „bólgin og marin“ eftir samskipti sín við Avanatti.

Avenatti er lögmaður klámmyndastjörnunnar fyrrverandi, Stormy Daniels, sem fékk greiddar háar fjárhæðir frá Michael Cohen, lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, einum mánuði fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Snerist greiðslan um að Daniels myndi ekki segja frá því að hafa stundað kynlíf með Trump árið 2006.

TMZ  greinir frá því að lögregla í Los Angeles hafi verið kölluð út að íbúðabyggingu í borginni fyrr í dag. Hafi lögregla rætt við Avanatti í nokkrar mínútur áður en hann var handtekinn.

Avanatti gekk í hjónaband með konunni árið 2011, en sótti um skilnað árið 2017.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×