Hayward fékk kaldar móttökur í Utah Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 10:08 Hayward í leiknum í nótt vísir/getty Gordon Hayward fékk kaldar móttökur við endurkomuna til Utah og labbaði af vellinum tómhentur eftir tap fyrir gömlu liðsfélögunum í Utah Jazz. Hayward fór frá Utah til Boston Celtics sumarið 2017 en gat ekkert spilað fyrir Celtics síðasta vetur vegna meiðsla. Eftir sjö tímabil hjá Utah var baulað á hann í hvert skipti sem hann fékk boltann í leiknum í nótt. Hann setti 13 stig og sjö stoðsendingar í leiknum fyrir Boston, Jayson Tatum og Terry Rozier gerðu mest fyrir gestina með 22 og 21 stig. Joe Ingles fór fyrir liði heimamanna og jafnaði sinn besta leik á ferlinum með 27 stig. Tapið var það þriðja í fjórum leikjum hjá Boston og var þjálfarinn Brad Stevens ekki sáttur með varnarleikinn hjá sínum mönnum. „Við byrjuðum ágætlega en náðum ekki að frákasta og vörnin okkar á „pick-and-roll“ er alls ekki nógu góð,“ sagði Stevens.Gordon Hayward finishes with 13 PTS, 7 AST in his return to Utah. #CUsRisepic.twitter.com/nLSmROoBuT — NBA (@NBA) November 10, 2018 Í Miami náðu gestirnir í Indiana Pacers í sinn fimmta útisigur í röð þegar þeir sóttu heimamenn í Miami Heat heim. Victor Oladipo skoraði 22 stig fyrir Pacers í leiknum sem endaði á 16-2 kafla gestanna. Domantas Sabonis og Darren Collison settu 17 stig fyrir Pacers hvor og Bojan Bogdanovic skoraði 16. Eftir tvo tapleiki í röð á heimavelli virðist Pacers ekki geta tapað á útivelli og skilaði frábær varnarleikur þeim sigrinum, Miami var bara með 37 prósenta skotnýtingu í seinni hálfleik.Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Washington Wizards 117-108 Philadelphia 76ers - Charlotte Hornets 133-132 Atlanta Hawks - Detroit Pistons 109-124 Miami Heat - Indiana Pacers 102-110 Denver Nuggets - Brooklyn Nets 110-112 Utah Jazz - Boston Celtics 123-115 Sacramento Kings - Minnesota Timberwolves 121-110 NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Gordon Hayward fékk kaldar móttökur við endurkomuna til Utah og labbaði af vellinum tómhentur eftir tap fyrir gömlu liðsfélögunum í Utah Jazz. Hayward fór frá Utah til Boston Celtics sumarið 2017 en gat ekkert spilað fyrir Celtics síðasta vetur vegna meiðsla. Eftir sjö tímabil hjá Utah var baulað á hann í hvert skipti sem hann fékk boltann í leiknum í nótt. Hann setti 13 stig og sjö stoðsendingar í leiknum fyrir Boston, Jayson Tatum og Terry Rozier gerðu mest fyrir gestina með 22 og 21 stig. Joe Ingles fór fyrir liði heimamanna og jafnaði sinn besta leik á ferlinum með 27 stig. Tapið var það þriðja í fjórum leikjum hjá Boston og var þjálfarinn Brad Stevens ekki sáttur með varnarleikinn hjá sínum mönnum. „Við byrjuðum ágætlega en náðum ekki að frákasta og vörnin okkar á „pick-and-roll“ er alls ekki nógu góð,“ sagði Stevens.Gordon Hayward finishes with 13 PTS, 7 AST in his return to Utah. #CUsRisepic.twitter.com/nLSmROoBuT — NBA (@NBA) November 10, 2018 Í Miami náðu gestirnir í Indiana Pacers í sinn fimmta útisigur í röð þegar þeir sóttu heimamenn í Miami Heat heim. Victor Oladipo skoraði 22 stig fyrir Pacers í leiknum sem endaði á 16-2 kafla gestanna. Domantas Sabonis og Darren Collison settu 17 stig fyrir Pacers hvor og Bojan Bogdanovic skoraði 16. Eftir tvo tapleiki í röð á heimavelli virðist Pacers ekki geta tapað á útivelli og skilaði frábær varnarleikur þeim sigrinum, Miami var bara með 37 prósenta skotnýtingu í seinni hálfleik.Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Washington Wizards 117-108 Philadelphia 76ers - Charlotte Hornets 133-132 Atlanta Hawks - Detroit Pistons 109-124 Miami Heat - Indiana Pacers 102-110 Denver Nuggets - Brooklyn Nets 110-112 Utah Jazz - Boston Celtics 123-115 Sacramento Kings - Minnesota Timberwolves 121-110
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira