Segja engar tilraunir gerðar til samráðs Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. nóvember 2018 07:45 Hart var tekist á um frumvarp um veiðigjald á Alþingi í gær. Umræðan heldur áfram á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Það er með ólíkindum að fylgjast með því hvernig það er verið að knýja í gegn margra milljarða lækkun á veiðigjöldum og ekki nein tilraun gerð til samkomulags eða sátta þvert á flokka. Ekki einu sinni um það sem allir flokkar hafa meira og minna talað um síðan auðlindanefndin sendi frá sér álit árið 2000. Það er að gera tímabundna samninga um nýtingu og síðan byggja upp innviði,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í atvinnuveganefnd Alþingis. Önnur umræða um frumvarp um veiðigjald hófst á Alþingi í gær en stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega málsmeðferð meirihluta atvinnuveganefndar. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar, hafnar áskökunum um samráðsleysi. „Það hefur verið fjallað mjög ítarlega um þetta mál í tvo mánuði inni í atvinnuveganefnd. Það hefur ekki komið nein kvörtun frá neinum nefndarmanni um þá meðferð sem málið hefur fengið þar.“ Hún segir að nefndin hafi rætt málið á ellefu fundum og yfir 100 gestir frá 26 aðilum hafi komið fyrir nefndina. „Ég lét vita viku áður en málið var tekið út að það stæði til á þessum tíma, öðruhvorumegin við helgi. Þegar síðan átti að taka málið út vöknuðu menn við að það þyrfti kannski að kveikja á stjórnarandstöðuelementinu.“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, segir að vissulega hafi málið verið rætt mikið í nefndinni. Minnihlutinn hafi hins vegar fyrst fengið að sjá nefndarálit meirihlutans á sama fundi og átti að afgreiða það út. „Þannig vissum við ekkert hvað meirihlutinn var að fara að leggja til. Það var engin tilraun gerð af hálfu meirihlutans til samráðs. Eðlilega gagnrýnum við það því í umræðunni í haust var það ítrekað boðað.“ Hún segir að þær smávægilegu breytingar sem meirihluti nefndarinnar leggi nú til breyti því ekki að málið í heild sé gallað. „Þarna er verið að leggja til lækkun veiðigjalda sem við erum ekki tilbúin að samþykkja. Sérstaklega núna þegar staða greinarinnar er að styrkjast þá viljum við stíga varlega til jarðar,“ segir Albertína. Þá bendir hún á að von sé á stórri skýrslu Ríkisendurskoðunar í desember sem fjalli um eftirlit Fiskistofu með samþjöppun aflaheimilda. „Ég held að þær niðurstöður geti skipt umtalsverðu máli í þessari umræðu.“ Lilja Rafney leggur áherslu á að það sé verið að breyta kerfinu og afkomutengja veiðigjöldin sem næst rauntíma. „Ríkisskattstjóri er kominn þarna að borðinu og hægt er að vinna upplýsingar úr skattframtölum hjá hverjum og einum útgerðaraðila og upplýsingum frá Fiskistofu um aflaverðmæti. Þá er hægt að leggja á veiðigjöld með mjög næmum hætti miðað við afkomu hverju sinni.“ Þorgerður Katrín segir að enn sé tækifæri fyrir ríkisstjórnarflokkana að taka skynsöm skref í málinu. „Tillaga okkar er að bíða með þessar breytingar í ár og nota tímann til að skila frumvarpi á næsta ári sem felur í sér meiri sátt um þessa mikilvægu atvinnugrein.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Það er með ólíkindum að fylgjast með því hvernig það er verið að knýja í gegn margra milljarða lækkun á veiðigjöldum og ekki nein tilraun gerð til samkomulags eða sátta þvert á flokka. Ekki einu sinni um það sem allir flokkar hafa meira og minna talað um síðan auðlindanefndin sendi frá sér álit árið 2000. Það er að gera tímabundna samninga um nýtingu og síðan byggja upp innviði,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í atvinnuveganefnd Alþingis. Önnur umræða um frumvarp um veiðigjald hófst á Alþingi í gær en stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega málsmeðferð meirihluta atvinnuveganefndar. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar, hafnar áskökunum um samráðsleysi. „Það hefur verið fjallað mjög ítarlega um þetta mál í tvo mánuði inni í atvinnuveganefnd. Það hefur ekki komið nein kvörtun frá neinum nefndarmanni um þá meðferð sem málið hefur fengið þar.“ Hún segir að nefndin hafi rætt málið á ellefu fundum og yfir 100 gestir frá 26 aðilum hafi komið fyrir nefndina. „Ég lét vita viku áður en málið var tekið út að það stæði til á þessum tíma, öðruhvorumegin við helgi. Þegar síðan átti að taka málið út vöknuðu menn við að það þyrfti kannski að kveikja á stjórnarandstöðuelementinu.“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, segir að vissulega hafi málið verið rætt mikið í nefndinni. Minnihlutinn hafi hins vegar fyrst fengið að sjá nefndarálit meirihlutans á sama fundi og átti að afgreiða það út. „Þannig vissum við ekkert hvað meirihlutinn var að fara að leggja til. Það var engin tilraun gerð af hálfu meirihlutans til samráðs. Eðlilega gagnrýnum við það því í umræðunni í haust var það ítrekað boðað.“ Hún segir að þær smávægilegu breytingar sem meirihluti nefndarinnar leggi nú til breyti því ekki að málið í heild sé gallað. „Þarna er verið að leggja til lækkun veiðigjalda sem við erum ekki tilbúin að samþykkja. Sérstaklega núna þegar staða greinarinnar er að styrkjast þá viljum við stíga varlega til jarðar,“ segir Albertína. Þá bendir hún á að von sé á stórri skýrslu Ríkisendurskoðunar í desember sem fjalli um eftirlit Fiskistofu með samþjöppun aflaheimilda. „Ég held að þær niðurstöður geti skipt umtalsverðu máli í þessari umræðu.“ Lilja Rafney leggur áherslu á að það sé verið að breyta kerfinu og afkomutengja veiðigjöldin sem næst rauntíma. „Ríkisskattstjóri er kominn þarna að borðinu og hægt er að vinna upplýsingar úr skattframtölum hjá hverjum og einum útgerðaraðila og upplýsingum frá Fiskistofu um aflaverðmæti. Þá er hægt að leggja á veiðigjöld með mjög næmum hætti miðað við afkomu hverju sinni.“ Þorgerður Katrín segir að enn sé tækifæri fyrir ríkisstjórnarflokkana að taka skynsöm skref í málinu. „Tillaga okkar er að bíða með þessar breytingar í ár og nota tímann til að skila frumvarpi á næsta ári sem felur í sér meiri sátt um þessa mikilvægu atvinnugrein.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira