Segir örorkukröfur Icelandair fráleita þvingunaraðferð Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 17:12 Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir Flugfreyjum hjá Icelandair gefst færi á að halda hlutastarfi hjá félaginu að því gefnu að þær sýni fram á örorku. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir um að ræða fráleita þvingunaraðferð. Icelandair tilkynnti flugfreyjum sínum í september að þeim yrði framvegis bannað að vinna í hlutastarfi hjá fyrirtækinu. Frá kröfunni um fullt starf eru undanskildar þær flugfreyjur sem hafa starfað í 30 ár eða lengur, eru 55 ára og eldri eða hafa eignast barn á síðustu tveimur árum.Drífa Snædal forseti AlþýðusambandsinsVísir/VilhelmStarfsmenn knúðir til að sækja um örorku Ný undanþága virðist nú hafa bæst við að en flugfreyjum gefst kostur á að halda hlutastarfi skili þær inn gildu örorkumati frá lífeyrissjóði, tryggingafélagi eða Tryggingstofnun. Þá eru læknisvottorð ekki tekin gild. Drífa Snædal forseti ASÍ vakti athygli á málinu í vikupistli sínum sem sendur var út síðdegis í dag þar sem hún fór yfir landslag í kjaramálum í kjölfar uppsagna í fluggeiranum, einkum hjá Air Associates á Keflavíkurflugvelli og WOW Air. „Þegar sjónum er beint að hinu stóra flugfélaginu, Icelandair, berast þaðan uggvænlegar upplýsingar þar sem búið er að skilyrða áframhaldandi hlutastörf flugfreyja og flugþjóna við örorkumat. Þannig er verið að knýja þá sem vilja halda í sín hlutastörf til að sækja um örorku.“Veldur áhyggjum og raski á einkalífi Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segir félaginu hafa borist afrit af póstum frá Icelandair, þar sem ítrekað er að almenn læknisvottorð gildi ekki heldur þurfi að sýna gilt örorkumat. „Þetta leggst mjög illa í félagsmenn og veldur þeim gífurlegum áhyggjum og raski á þeirra einkalífi. Þarna er vinnuveitandi að knýja starfsmenn til að sækja um örorkumat til að halda sínu hlutastarfi, á sama tíma og atvinnurekendur eru að furða sig á háu hlutfalli á nýtingu örorku. Þetta er fráleit þvingunaraðgerð,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Drífa gagnrýnir fyrirkomulagið einnig harðlega. Hún veltir því upp í samtali við Vísi hvort örorkumatið verði mögulega notað gegn fólki síðar. „Hver er tilgangurinn? Verður þetta þá notað gegn fólki síðar? Í hvaða stöðu er verið að setja starfsfólk?“ segir Drífa. Bann við því að flugfreyjur vinni hlutastarf hjá Icelandair tekur gildi um áramótin. Flugfreyjufélagið stefndi Icelandair fyrir Félagsdóm en málið var þingfest í október. Aðalmeðferð fer fram þann 13. desember næstkomandi en þar verða meðal annars teknar fyrir umræddar undanþágur sem Icelandair hefur veitt vegna hlutastarfanna. Ekki náðist í Boga Nils Bogason, starfandi forstjóra Icelandair, við vinnslu fréttarinnar. Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Segja ásakanir miðstjórnar ASÍ innihaldslausar Vinnumálastofnun hefur lýst yfir undrun sinni á ályktun miðstjórnar ASÍ frá í dag þar sem stofnunin er sökuð um að hafa látið hjá líða að nota þau lagalegu úrræði sem stofnunin hefur til þess að stöðva "ólöglega starfsemi“ Primera Air Nordic hér landi. 3. október 2018 17:19 Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31 Formaður Flugfreyjufélagsins segir óvissuna versta fyrir félagsmenn Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist félaginu vegna kaupa Icelandair á flugfélaginu WOW air sem tilkynnt var á mánudagsmorgun. 7. nóvember 2018 07:00 „Langflestar“ flugfreyjur Icelandair völdu fullt starf Meirihluti flugfreyja og flugþjóna í hlutastarfi hjá Icelandair, sem gert var að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna, valdi fyrri kostinn. 10. október 2018 11:57 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Flugfreyjum hjá Icelandair gefst færi á að halda hlutastarfi hjá félaginu að því gefnu að þær sýni fram á örorku. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir um að ræða fráleita þvingunaraðferð. Icelandair tilkynnti flugfreyjum sínum í september að þeim yrði framvegis bannað að vinna í hlutastarfi hjá fyrirtækinu. Frá kröfunni um fullt starf eru undanskildar þær flugfreyjur sem hafa starfað í 30 ár eða lengur, eru 55 ára og eldri eða hafa eignast barn á síðustu tveimur árum.Drífa Snædal forseti AlþýðusambandsinsVísir/VilhelmStarfsmenn knúðir til að sækja um örorku Ný undanþága virðist nú hafa bæst við að en flugfreyjum gefst kostur á að halda hlutastarfi skili þær inn gildu örorkumati frá lífeyrissjóði, tryggingafélagi eða Tryggingstofnun. Þá eru læknisvottorð ekki tekin gild. Drífa Snædal forseti ASÍ vakti athygli á málinu í vikupistli sínum sem sendur var út síðdegis í dag þar sem hún fór yfir landslag í kjaramálum í kjölfar uppsagna í fluggeiranum, einkum hjá Air Associates á Keflavíkurflugvelli og WOW Air. „Þegar sjónum er beint að hinu stóra flugfélaginu, Icelandair, berast þaðan uggvænlegar upplýsingar þar sem búið er að skilyrða áframhaldandi hlutastörf flugfreyja og flugþjóna við örorkumat. Þannig er verið að knýja þá sem vilja halda í sín hlutastörf til að sækja um örorku.“Veldur áhyggjum og raski á einkalífi Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segir félaginu hafa borist afrit af póstum frá Icelandair, þar sem ítrekað er að almenn læknisvottorð gildi ekki heldur þurfi að sýna gilt örorkumat. „Þetta leggst mjög illa í félagsmenn og veldur þeim gífurlegum áhyggjum og raski á þeirra einkalífi. Þarna er vinnuveitandi að knýja starfsmenn til að sækja um örorkumat til að halda sínu hlutastarfi, á sama tíma og atvinnurekendur eru að furða sig á háu hlutfalli á nýtingu örorku. Þetta er fráleit þvingunaraðgerð,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Drífa gagnrýnir fyrirkomulagið einnig harðlega. Hún veltir því upp í samtali við Vísi hvort örorkumatið verði mögulega notað gegn fólki síðar. „Hver er tilgangurinn? Verður þetta þá notað gegn fólki síðar? Í hvaða stöðu er verið að setja starfsfólk?“ segir Drífa. Bann við því að flugfreyjur vinni hlutastarf hjá Icelandair tekur gildi um áramótin. Flugfreyjufélagið stefndi Icelandair fyrir Félagsdóm en málið var þingfest í október. Aðalmeðferð fer fram þann 13. desember næstkomandi en þar verða meðal annars teknar fyrir umræddar undanþágur sem Icelandair hefur veitt vegna hlutastarfanna. Ekki náðist í Boga Nils Bogason, starfandi forstjóra Icelandair, við vinnslu fréttarinnar.
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Segja ásakanir miðstjórnar ASÍ innihaldslausar Vinnumálastofnun hefur lýst yfir undrun sinni á ályktun miðstjórnar ASÍ frá í dag þar sem stofnunin er sökuð um að hafa látið hjá líða að nota þau lagalegu úrræði sem stofnunin hefur til þess að stöðva "ólöglega starfsemi“ Primera Air Nordic hér landi. 3. október 2018 17:19 Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31 Formaður Flugfreyjufélagsins segir óvissuna versta fyrir félagsmenn Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist félaginu vegna kaupa Icelandair á flugfélaginu WOW air sem tilkynnt var á mánudagsmorgun. 7. nóvember 2018 07:00 „Langflestar“ flugfreyjur Icelandair völdu fullt starf Meirihluti flugfreyja og flugþjóna í hlutastarfi hjá Icelandair, sem gert var að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna, valdi fyrri kostinn. 10. október 2018 11:57 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Segja ásakanir miðstjórnar ASÍ innihaldslausar Vinnumálastofnun hefur lýst yfir undrun sinni á ályktun miðstjórnar ASÍ frá í dag þar sem stofnunin er sökuð um að hafa látið hjá líða að nota þau lagalegu úrræði sem stofnunin hefur til þess að stöðva "ólöglega starfsemi“ Primera Air Nordic hér landi. 3. október 2018 17:19
Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31
Formaður Flugfreyjufélagsins segir óvissuna versta fyrir félagsmenn Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist félaginu vegna kaupa Icelandair á flugfélaginu WOW air sem tilkynnt var á mánudagsmorgun. 7. nóvember 2018 07:00
„Langflestar“ flugfreyjur Icelandair völdu fullt starf Meirihluti flugfreyja og flugþjóna í hlutastarfi hjá Icelandair, sem gert var að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna, valdi fyrri kostinn. 10. október 2018 11:57
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent