Snjó gæti leyst hratt fyrir norðan með hlýindakafla Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2018 12:02 Snjó kyngdi niður á Akureyri um síðustu helgi. Lítið verður væntanlega eftir af honum um miðja vikuna. Vísir/Tryggvi Páll Miklar leysingar gæti gert á Akureyri og við Eyjafjörð þar sem mikill snjór er þegar verulega hlýnar í veðri frá og með morgundeginum. Hitinn sums staðar við utanverðan Eyjafjörð gæti farið upp í allt að tólf til þrettán gráður, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hlýna á í veðri strax annað kvöld og á hlýindakaflinn að vara fram á miðvikudag. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, segir að frostlaust verði við Eyjafjörð strax um klukkan fjögur eða fimm síðdegis á morgun. Um tveggja stiga frost er nú á Akureyri og mældust þar um áttatíu sentímetrar af snjó í morgun eftir mikla snjókomu um síðustu helgi. Snjódýptarmet á Akureyri í desember var slegið á mánudagsmorgun þegar hann mældist 105 sentímetrar. „Snjórinn mun sjatna talsvert. Það er spurning hvort að það fari eitthvað að flæða um götur og í kjallara. Það er kannski það sem maður hefur helst áhyggjur af,“ segir Þorsteinn um hlýindin sem framundan eru. Hitinn og vindur muni bræða snjóinn hratt en á móti komi að úrkoma sem fylgir hvassviðri sem er spáð á morgun nái lítið norður á land. Þorsteinn segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort að gefin verði út viðvörun vegna leysinga fyrir norðan. „Það verður örugglega lítill snjór eftir hlýindakaflann,“ segir hann.Snjór og hríð á heiðum á morgun Hitinn inn til landsins verður lægri en gæti þó náð sjö til tíu stigum. Þorsteinn telur að á þriðjudag verði orðið frostlaust á öllu landinu fyrir utan hæstu tinda á hálendinu. Vaxandi suðaustanátt á morgun fylgir hins vegar snjór og hríðaveður á heiðum eins og Hellisheiði og Þrengslum um tíma. Gular viðvaranir vegna þess eru í gildi. Úrkoman þróist síðan í slyddu og rigningu. Þorsteinn segir að djúpar lægðir fyrir vestan og suðvestan landið og hæðahryggur yfir Bretlandi hjálpi til að beina hlýju lofti sem á ættir sínar að rekja langt suður í lönd hingað norður á bóginn. Búast megi við því að hlýtt verði miðað við árstíma víðsvegar fram á næstu helgi. Þegar líði á desember kólni væntanlega í veðri. Veður Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Miklar leysingar gæti gert á Akureyri og við Eyjafjörð þar sem mikill snjór er þegar verulega hlýnar í veðri frá og með morgundeginum. Hitinn sums staðar við utanverðan Eyjafjörð gæti farið upp í allt að tólf til þrettán gráður, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hlýna á í veðri strax annað kvöld og á hlýindakaflinn að vara fram á miðvikudag. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, segir að frostlaust verði við Eyjafjörð strax um klukkan fjögur eða fimm síðdegis á morgun. Um tveggja stiga frost er nú á Akureyri og mældust þar um áttatíu sentímetrar af snjó í morgun eftir mikla snjókomu um síðustu helgi. Snjódýptarmet á Akureyri í desember var slegið á mánudagsmorgun þegar hann mældist 105 sentímetrar. „Snjórinn mun sjatna talsvert. Það er spurning hvort að það fari eitthvað að flæða um götur og í kjallara. Það er kannski það sem maður hefur helst áhyggjur af,“ segir Þorsteinn um hlýindin sem framundan eru. Hitinn og vindur muni bræða snjóinn hratt en á móti komi að úrkoma sem fylgir hvassviðri sem er spáð á morgun nái lítið norður á land. Þorsteinn segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort að gefin verði út viðvörun vegna leysinga fyrir norðan. „Það verður örugglega lítill snjór eftir hlýindakaflann,“ segir hann.Snjór og hríð á heiðum á morgun Hitinn inn til landsins verður lægri en gæti þó náð sjö til tíu stigum. Þorsteinn telur að á þriðjudag verði orðið frostlaust á öllu landinu fyrir utan hæstu tinda á hálendinu. Vaxandi suðaustanátt á morgun fylgir hins vegar snjór og hríðaveður á heiðum eins og Hellisheiði og Þrengslum um tíma. Gular viðvaranir vegna þess eru í gildi. Úrkoman þróist síðan í slyddu og rigningu. Þorsteinn segir að djúpar lægðir fyrir vestan og suðvestan landið og hæðahryggur yfir Bretlandi hjálpi til að beina hlýju lofti sem á ættir sínar að rekja langt suður í lönd hingað norður á bóginn. Búast megi við því að hlýtt verði miðað við árstíma víðsvegar fram á næstu helgi. Þegar líði á desember kólni væntanlega í veðri.
Veður Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira