Dæmdur svikahrappur til rannsóknar vegna mögulegs kosningasvindls Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2018 14:28 Mark Harris segist styðja rannsóknina en hann segir að rétt væri að staðfesta hann sem sigurvegara því rannsóknin snúist ekki um nægilega mörg atkvæði til að breyta niðurstöðum kosninganna. AP/Chuck Burton Embættismenn í Norður-Karólínu rannsaka nú ásakanir um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði í þingkosningunum í síðustu mánuði. Skoðun hefur leitt í ljós að smár hópur fólks skrifaði undan stóran hluta atkvæðanna og aðilar í þeim hópi tengjast manni sem vann fyrir framboð eins frambjóðenda Repúblikanaflokksins. Mögulega verður boðað til nýrrar kosningar í því kjördæmi sem um ræðir en Repúblikaninn Mark Harris er með betri gegn Demókratanum Dan McCready en þó munar einungis 905 atkvæðum. Opinberri niðurstöðu hefur verið frestað vegna rannsóknarinnar.Lög Norður-Karólínu segja að til um að vitni þurfi að skrifa undir utankjörfundaratkvæði og í flestum tilfellum skrifa fjölskyldumeðlimir eða vinir undir þau. Rannsóknin snýr sérstaklega að Leslie McCrae Dowless sem gerði út hóp fólks sem fór um kjördæmið og safnaði atkvæðum fólks. Lög ríkisins segja þó til um að einungis kjósendur sjálfir eða náskyldir ættingjar þeirra mega senda þau til kjörstjórna. Íbúar kjördæmisins segja starfsmenn Dowless hafa gengið í hús til að safna atkvæðum fólks og skila þeim ekki inn til kjörstjórna. Þeir hafi jafnvel hjálpað fólki að kjósa og sagt að þau þurfi ekki út úr húsi til þess. Sömuleiðis hafa þeir jafnvel verið sakaðir um að breyta atkvæðunum.Atkvæðin sem talin eru ekki hafa skilað sér tilheyra að mestu leyti meðlimum minnihlutahópa, sem þykja líklegri til að kjósa Demókratflokkinn. Þá eru kjósendur Demókrataflokksins líklegri að notast við utankjörfundaratkvæði.Sat í fangelsi fyrir fjársvikCharlotte Observer segir Dowless hafa verið dæmdan fyrir svik og að ljúga við eiðstaf og hann hafi setið í fangelsi. Dowless og eiginkona hans voru dæmd árið 1992 fyrir að líftryggja látinn mann og taka við 165 þúsund dölum þar til upp komst um svikin.Þó hefur hann starfað fyrir minnst níu frambjóðendur Repúblikanaflokksins á undanförnum. Þegar blaðamaður Observer náði tali af Dowless sagðist hann ekkert hafa gert af sér en aðrir fjölmiðlar virðast ekki hafa náð sambandi við hann.Blaðamenn CNN komu höndum yfir 161 utankjörfundaratkvæði. Þar af höfðu níu aðilar skrifað undir minnst tíu þeirra hvert og þar af þrír undir rúm 40 atkvæði. Öll virðast þó þekkjast á einhvern hátt of flest þeirra tengjast Dowless.CNN ræddi einnig við fyrrverandi vin Dowless sem segir hann hafa verið með fjölda fólks í vinnu. Rannsóknin snýst að mestu leyti um Bladensýslu þar sem Harris fékk mun stærri hluta utankjörfundaratkvæða en annarsstaðar í Norður-Karólínu. Það var eina sýslan í kjördæminu þar sem Harris fékk fleiri slík atkvæði en McCready. Miðað við skráða kjósendur þar þyrfti Harris að hafa fengið atkvæði nánast allra þeirra kjósenda sem ekki eru flokksbundnir og greiddu atkvæði utankjörfundar. Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Embættismenn í Norður-Karólínu rannsaka nú ásakanir um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði í þingkosningunum í síðustu mánuði. Skoðun hefur leitt í ljós að smár hópur fólks skrifaði undan stóran hluta atkvæðanna og aðilar í þeim hópi tengjast manni sem vann fyrir framboð eins frambjóðenda Repúblikanaflokksins. Mögulega verður boðað til nýrrar kosningar í því kjördæmi sem um ræðir en Repúblikaninn Mark Harris er með betri gegn Demókratanum Dan McCready en þó munar einungis 905 atkvæðum. Opinberri niðurstöðu hefur verið frestað vegna rannsóknarinnar.Lög Norður-Karólínu segja að til um að vitni þurfi að skrifa undir utankjörfundaratkvæði og í flestum tilfellum skrifa fjölskyldumeðlimir eða vinir undir þau. Rannsóknin snýr sérstaklega að Leslie McCrae Dowless sem gerði út hóp fólks sem fór um kjördæmið og safnaði atkvæðum fólks. Lög ríkisins segja þó til um að einungis kjósendur sjálfir eða náskyldir ættingjar þeirra mega senda þau til kjörstjórna. Íbúar kjördæmisins segja starfsmenn Dowless hafa gengið í hús til að safna atkvæðum fólks og skila þeim ekki inn til kjörstjórna. Þeir hafi jafnvel hjálpað fólki að kjósa og sagt að þau þurfi ekki út úr húsi til þess. Sömuleiðis hafa þeir jafnvel verið sakaðir um að breyta atkvæðunum.Atkvæðin sem talin eru ekki hafa skilað sér tilheyra að mestu leyti meðlimum minnihlutahópa, sem þykja líklegri til að kjósa Demókratflokkinn. Þá eru kjósendur Demókrataflokksins líklegri að notast við utankjörfundaratkvæði.Sat í fangelsi fyrir fjársvikCharlotte Observer segir Dowless hafa verið dæmdan fyrir svik og að ljúga við eiðstaf og hann hafi setið í fangelsi. Dowless og eiginkona hans voru dæmd árið 1992 fyrir að líftryggja látinn mann og taka við 165 þúsund dölum þar til upp komst um svikin.Þó hefur hann starfað fyrir minnst níu frambjóðendur Repúblikanaflokksins á undanförnum. Þegar blaðamaður Observer náði tali af Dowless sagðist hann ekkert hafa gert af sér en aðrir fjölmiðlar virðast ekki hafa náð sambandi við hann.Blaðamenn CNN komu höndum yfir 161 utankjörfundaratkvæði. Þar af höfðu níu aðilar skrifað undir minnst tíu þeirra hvert og þar af þrír undir rúm 40 atkvæði. Öll virðast þó þekkjast á einhvern hátt of flest þeirra tengjast Dowless.CNN ræddi einnig við fyrrverandi vin Dowless sem segir hann hafa verið með fjölda fólks í vinnu. Rannsóknin snýst að mestu leyti um Bladensýslu þar sem Harris fékk mun stærri hluta utankjörfundaratkvæða en annarsstaðar í Norður-Karólínu. Það var eina sýslan í kjördæminu þar sem Harris fékk fleiri slík atkvæði en McCready. Miðað við skráða kjósendur þar þyrfti Harris að hafa fengið atkvæði nánast allra þeirra kjósenda sem ekki eru flokksbundnir og greiddu atkvæði utankjörfundar.
Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira