Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2018 08:45 Jamal Khashoggi var afar gagnrýninn á yfirvöld í Sádi-Arabíu. vísir/epa Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Haspel var ekki viðstödd í liðinni viku þegar utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna gáfu skýrslu en fjarvera Haspel vakti gremju hjá einhverjum þingmönnum. Khashoggi var myrtur á sádi-arabísku ræðisskrifstofunni í Istanbúl í byrjun október. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að niðurstaða CIA sé að sádi-arabíski krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi líklega skipað fyrir um morðið. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa ákært ellefu manns fyrir morðið en neita því alfarið að krónprinsinn hafi nokkuð með málið að gera, en CIA er sagt hafa sannanir um skilaboð á milli krónprinsins og Saud al-Qahtani sem á að hafa séð um að Khashoggi var myrtur.Sjá einnig:Dularfulla morðið á Jamal KhashoggiGina Haspel er forstjóri CIA.vísir/epaMike Pompeo, utanríkisráðherra, og James Mattis, varnarmálaráðherra, sögðu öldungadeildarþingmönnum í liðinni viku að það væru engar beinar sannanir fyrir þátttöku krónprinsins. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagt að niðurstaða CIA sé ekki endanleg. „Það getur vel verið að krónprinsinn hafi haft vitneskju um þennan sorglega atburð. Kannski hafði hann það, kannski ekki,“ var haft eftir Trump um málið fyrir tveimur vikum. Haspel er sögð mjög ósátt við að niðurstöðu CIA hafi verið lekið en leyniþjónustan hefur ekki staðfest fréttir þess efnis að hún muni koma fyrir þingið í dag. Bandaríkin Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar "Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. nóvember 2018 18:18 Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09 Vilja að Trump skeri úr um hvort krónprinsinn hafi komið að morðinu á Khashoggi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið beðinn um að skera úr um á formlegan hátt, hvort krónprins Sádí Arabíu, Mohamed Bin Salman, hafi komið að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 21. nóvember 2018 07:23 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Haspel var ekki viðstödd í liðinni viku þegar utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna gáfu skýrslu en fjarvera Haspel vakti gremju hjá einhverjum þingmönnum. Khashoggi var myrtur á sádi-arabísku ræðisskrifstofunni í Istanbúl í byrjun október. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að niðurstaða CIA sé að sádi-arabíski krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi líklega skipað fyrir um morðið. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa ákært ellefu manns fyrir morðið en neita því alfarið að krónprinsinn hafi nokkuð með málið að gera, en CIA er sagt hafa sannanir um skilaboð á milli krónprinsins og Saud al-Qahtani sem á að hafa séð um að Khashoggi var myrtur.Sjá einnig:Dularfulla morðið á Jamal KhashoggiGina Haspel er forstjóri CIA.vísir/epaMike Pompeo, utanríkisráðherra, og James Mattis, varnarmálaráðherra, sögðu öldungadeildarþingmönnum í liðinni viku að það væru engar beinar sannanir fyrir þátttöku krónprinsins. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagt að niðurstaða CIA sé ekki endanleg. „Það getur vel verið að krónprinsinn hafi haft vitneskju um þennan sorglega atburð. Kannski hafði hann það, kannski ekki,“ var haft eftir Trump um málið fyrir tveimur vikum. Haspel er sögð mjög ósátt við að niðurstöðu CIA hafi verið lekið en leyniþjónustan hefur ekki staðfest fréttir þess efnis að hún muni koma fyrir þingið í dag.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar "Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. nóvember 2018 18:18 Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09 Vilja að Trump skeri úr um hvort krónprinsinn hafi komið að morðinu á Khashoggi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið beðinn um að skera úr um á formlegan hátt, hvort krónprins Sádí Arabíu, Mohamed Bin Salman, hafi komið að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 21. nóvember 2018 07:23 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar "Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. nóvember 2018 18:18
Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09
Vilja að Trump skeri úr um hvort krónprinsinn hafi komið að morðinu á Khashoggi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið beðinn um að skera úr um á formlegan hátt, hvort krónprins Sádí Arabíu, Mohamed Bin Salman, hafi komið að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 21. nóvember 2018 07:23