Umdeilt mál FH og Hafnarfjarðar komið á borð Guðmundar Inga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2018 14:51 Reisa á þriðja knatthúsið á svæði FH-inga. Málið hefur verið þrætuepli í bæjarmálum í Hafnarfirði Fréttablaðið/GVA Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lagt til við forseta Íslands að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, verði settur til að taka ákvörðun um hvort hefja eigi málsmeðferð vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um framkvæmdir og kaup á mannvirkjum í Kaplakrika. Málið var á dagskrá ríkisstjórnarinnar á fundi hennar í morgun. Málið er tvískipt. Annars vegar snýst það um fyrirhuguð kaup Hafnarfjarðar á þremur íþróttahúsum af FH í stað þess að reisa knatthús í Kaplakrika. Í staðinn myndi FH byggja, eiga og reka knatthús en bærinn kaupa íþróttahúsin á samanlagt 790 milljónir króna. Hins vegar snýst það um hundrað milljóna króna greiðslu úr bæjarsjóði Hafnarfjarðar til FH nokkrum dögum síðar. Um var að ræða fyrstu greiðsluna af þeim 790 milljónum sem meirihlutinn samþykkti að greiða. Minnihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar kærði afgreiðsluna til Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins á þeirri forsendu að stjórnsýslulög hefðu verið brotin. Guðlaug Svala Steinunn Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans, sagði við það tækifæri að umhverfið innan bæjarstjórnar væri ekki heilbrigt. Tveir af ellefu bæjarfulltrúum væri í nánum fjölskyldutengslum við íþróttahreyfinguna. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri hefur vísað því á bug að lög hafi verið brotin og segir afgreiðslu peninganna eðlilega. Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sveitarstjórnarmála sagði sig frá málinu vegna þess að Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs, er fyrrverandi aðstoðarmaður Sigurðar Inga. Það kom í hlut Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að skoða málið. Hún komst að þeirri niðurstöðu að vísa kærum minnihlutans frá. Þó væri tilefni til þess að ráðuneytið tæki til athugunar málsmeðferð bæjaryfirvalda í Hafnarfirði í málunum tveimur. Guðmundur Ingi hefur nú verið settur til að taka þá ákvörðun. Hafnarfjörður Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunni Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í viðaukanum sé einungis orðalagsbreyting en ekki breyting á fjárheimildum. 23. ágúst 2018 00:06 Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH "Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. 23. ágúst 2018 20:05 Kæra ákvörðun meirihlutans um knatthúsin í Hafnarfirði Fulltrúar minnihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hyggjast kæra ákvörðun meirihlutans um að kaupa tvö knatthús í bænum í stað þess að byggja nýtt knatthús í Kaplakrika. 15. ágúst 2018 15:24 Óánægð með ákvarðanatöku í sumarleyfinu Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði eru afar ósáttir við vinnubrögð meirihlutans varðandi breytt áform um byggingu knatthúss í bænum. 11. ágúst 2018 10:30 FH telur 790 milljónirnar bara byrjunina á því sem greiða beri Formaður knattspyrnudeildar FH segir samninginn um kaup bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika aðeins fyrsta hluta uppgjörs og eigendaskipta á eignum í Kaplakrika. 27. ágúst 2018 08:00 Segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald Hafnarfjarðarbæjar Fulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald sveitarfélagsins í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu í Kaplakrika. Formaður bæjarráðs segir hundruð milljóna sparast með breyttu fyrirkomulagi uppbyggingarinnar. 26. ágúst 2018 14:21 Heilbrigðisráðherra tekur við kærumálum vegna Kaplakrika Sigurður Ingi Jóhannsson er talinn of tengdur bæjarstjórninni í Hafnarfirði. 4. september 2018 16:21 Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vill kaupa þrjú knatthús á 790 milljónir. Eitt húsið er reyndar í 80 prósent eigu bæjarins. Minnihlutinn segir ekkert verðmat liggja fyrir og því óvarlega farið með peninga bæjarbúa. 16. ágúst 2018 05:00 Enn fundað um knatthús í Hafnarfirði Hart var deilt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær um lögmæti kaupa bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika. 6. september 2018 06:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lagt til við forseta Íslands að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, verði settur til að taka ákvörðun um hvort hefja eigi málsmeðferð vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um framkvæmdir og kaup á mannvirkjum í Kaplakrika. Málið var á dagskrá ríkisstjórnarinnar á fundi hennar í morgun. Málið er tvískipt. Annars vegar snýst það um fyrirhuguð kaup Hafnarfjarðar á þremur íþróttahúsum af FH í stað þess að reisa knatthús í Kaplakrika. Í staðinn myndi FH byggja, eiga og reka knatthús en bærinn kaupa íþróttahúsin á samanlagt 790 milljónir króna. Hins vegar snýst það um hundrað milljóna króna greiðslu úr bæjarsjóði Hafnarfjarðar til FH nokkrum dögum síðar. Um var að ræða fyrstu greiðsluna af þeim 790 milljónum sem meirihlutinn samþykkti að greiða. Minnihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar kærði afgreiðsluna til Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins á þeirri forsendu að stjórnsýslulög hefðu verið brotin. Guðlaug Svala Steinunn Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans, sagði við það tækifæri að umhverfið innan bæjarstjórnar væri ekki heilbrigt. Tveir af ellefu bæjarfulltrúum væri í nánum fjölskyldutengslum við íþróttahreyfinguna. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri hefur vísað því á bug að lög hafi verið brotin og segir afgreiðslu peninganna eðlilega. Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sveitarstjórnarmála sagði sig frá málinu vegna þess að Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs, er fyrrverandi aðstoðarmaður Sigurðar Inga. Það kom í hlut Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að skoða málið. Hún komst að þeirri niðurstöðu að vísa kærum minnihlutans frá. Þó væri tilefni til þess að ráðuneytið tæki til athugunar málsmeðferð bæjaryfirvalda í Hafnarfirði í málunum tveimur. Guðmundur Ingi hefur nú verið settur til að taka þá ákvörðun.
Hafnarfjörður Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunni Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í viðaukanum sé einungis orðalagsbreyting en ekki breyting á fjárheimildum. 23. ágúst 2018 00:06 Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH "Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. 23. ágúst 2018 20:05 Kæra ákvörðun meirihlutans um knatthúsin í Hafnarfirði Fulltrúar minnihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hyggjast kæra ákvörðun meirihlutans um að kaupa tvö knatthús í bænum í stað þess að byggja nýtt knatthús í Kaplakrika. 15. ágúst 2018 15:24 Óánægð með ákvarðanatöku í sumarleyfinu Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði eru afar ósáttir við vinnubrögð meirihlutans varðandi breytt áform um byggingu knatthúss í bænum. 11. ágúst 2018 10:30 FH telur 790 milljónirnar bara byrjunina á því sem greiða beri Formaður knattspyrnudeildar FH segir samninginn um kaup bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika aðeins fyrsta hluta uppgjörs og eigendaskipta á eignum í Kaplakrika. 27. ágúst 2018 08:00 Segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald Hafnarfjarðarbæjar Fulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald sveitarfélagsins í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu í Kaplakrika. Formaður bæjarráðs segir hundruð milljóna sparast með breyttu fyrirkomulagi uppbyggingarinnar. 26. ágúst 2018 14:21 Heilbrigðisráðherra tekur við kærumálum vegna Kaplakrika Sigurður Ingi Jóhannsson er talinn of tengdur bæjarstjórninni í Hafnarfirði. 4. september 2018 16:21 Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vill kaupa þrjú knatthús á 790 milljónir. Eitt húsið er reyndar í 80 prósent eigu bæjarins. Minnihlutinn segir ekkert verðmat liggja fyrir og því óvarlega farið með peninga bæjarbúa. 16. ágúst 2018 05:00 Enn fundað um knatthús í Hafnarfirði Hart var deilt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær um lögmæti kaupa bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika. 6. september 2018 06:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunni Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í viðaukanum sé einungis orðalagsbreyting en ekki breyting á fjárheimildum. 23. ágúst 2018 00:06
Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH "Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. 23. ágúst 2018 20:05
Kæra ákvörðun meirihlutans um knatthúsin í Hafnarfirði Fulltrúar minnihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hyggjast kæra ákvörðun meirihlutans um að kaupa tvö knatthús í bænum í stað þess að byggja nýtt knatthús í Kaplakrika. 15. ágúst 2018 15:24
Óánægð með ákvarðanatöku í sumarleyfinu Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði eru afar ósáttir við vinnubrögð meirihlutans varðandi breytt áform um byggingu knatthúss í bænum. 11. ágúst 2018 10:30
FH telur 790 milljónirnar bara byrjunina á því sem greiða beri Formaður knattspyrnudeildar FH segir samninginn um kaup bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika aðeins fyrsta hluta uppgjörs og eigendaskipta á eignum í Kaplakrika. 27. ágúst 2018 08:00
Segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald Hafnarfjarðarbæjar Fulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald sveitarfélagsins í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu í Kaplakrika. Formaður bæjarráðs segir hundruð milljóna sparast með breyttu fyrirkomulagi uppbyggingarinnar. 26. ágúst 2018 14:21
Heilbrigðisráðherra tekur við kærumálum vegna Kaplakrika Sigurður Ingi Jóhannsson er talinn of tengdur bæjarstjórninni í Hafnarfirði. 4. september 2018 16:21
Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vill kaupa þrjú knatthús á 790 milljónir. Eitt húsið er reyndar í 80 prósent eigu bæjarins. Minnihlutinn segir ekkert verðmat liggja fyrir og því óvarlega farið með peninga bæjarbúa. 16. ágúst 2018 05:00
Enn fundað um knatthús í Hafnarfirði Hart var deilt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær um lögmæti kaupa bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika. 6. september 2018 06:00