Upplýsingagjöf til almennings um lífeyrismál verður stóraukin hjá Landssamtökum lífeyrissjóða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. desember 2018 19:00 Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóðanna fer á morgun yfir það hvernig hægt er að kynna ávöxtunartölur sjóðanna á einfaldan hátt. Ekki tekst þó að birta upplýsingarnar á þessu ári eins og vonast hafði verið til, að sögn framkvæmdastjóra samtakanna. Lífeyrisgreiðendur skorti þekkingu á kerfinu. Allt að sexfaldur munur getur verið á ávöxtun skyldulífeyrissjóða samkvæmt útreikningum þeirra Gylfa Magnússonar lektors og Hallgríms Óskarssonar sérfræðings í lífeyrismálum. Hallgrímur segir að ávöxtun sjóðanna hafi mestu áhrifin á útgreiðslur úr þeim. „Auðvitað eru margir aðrir þættir sem væri hægt að skoða, en stærsti einstaki þátturinn er ávöxtun lífeyrissjóðs,“ segir Hallgrímur. Ekki hefur verið hægt að nálgast samanburð á samtryggingarsjóðum á einfaldan hátt fyrr en nú þrátt fyrir að lífeyrissjóðakerfið hafi verið við lýði hér á landi frá árinu 1974. Í sumar fengust þær upplýsingar frá Landssamtökum lífeyrissjóða að slíkur samanburður yrði aðgengilegur á heimasíðu samtakanna á þessu ári. Framkvæmdastjórinn segir að það takist ekki á þessu ári en fljótlega. „Þetta er málefni sem verður kynnt á stjórnarfundi á morgun þ.e. hvernig framsetningu á gögnunum verður best háttað. Það er búið að ákveða að birta þessar upplýsingar þannig að það er bara tímaspursmál hvenær þetta verður aðgengilegt hjá okkur,“ segir Þórey. Hún segir að það vanti gríðarlega upp á þekkingu fólks á lífeyrissjóðskerfinu og Samtökin hafi ákveðið að hefja fræðsluátak um allt land á næsta ári. Aðspurð um hvort fólk muni krefjast í auknum mæli að skipta um skyldulífeyrissjóð ef hann sýni ekki góðan árangur segir Þórey það ekki ólíklegt, lífeyriskerfið sé í þróun. „Það hvernig þú velur lífeyrissjóð og þess háttar er eitthvað sem þarf að þróast,“ segir Þórey. Undir það tekur Hallgrímur Óskarsson. „Ég held að það sem eitthvað sem eigi að koma og eigi að ákveða sem fyrst. Það er hagur almennings að geta valið um sjóð og geta dreift til tveggja eða þriggja sjóða,“ segir Hallgrímur. Lífeyrissjóðir Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóðanna fer á morgun yfir það hvernig hægt er að kynna ávöxtunartölur sjóðanna á einfaldan hátt. Ekki tekst þó að birta upplýsingarnar á þessu ári eins og vonast hafði verið til, að sögn framkvæmdastjóra samtakanna. Lífeyrisgreiðendur skorti þekkingu á kerfinu. Allt að sexfaldur munur getur verið á ávöxtun skyldulífeyrissjóða samkvæmt útreikningum þeirra Gylfa Magnússonar lektors og Hallgríms Óskarssonar sérfræðings í lífeyrismálum. Hallgrímur segir að ávöxtun sjóðanna hafi mestu áhrifin á útgreiðslur úr þeim. „Auðvitað eru margir aðrir þættir sem væri hægt að skoða, en stærsti einstaki þátturinn er ávöxtun lífeyrissjóðs,“ segir Hallgrímur. Ekki hefur verið hægt að nálgast samanburð á samtryggingarsjóðum á einfaldan hátt fyrr en nú þrátt fyrir að lífeyrissjóðakerfið hafi verið við lýði hér á landi frá árinu 1974. Í sumar fengust þær upplýsingar frá Landssamtökum lífeyrissjóða að slíkur samanburður yrði aðgengilegur á heimasíðu samtakanna á þessu ári. Framkvæmdastjórinn segir að það takist ekki á þessu ári en fljótlega. „Þetta er málefni sem verður kynnt á stjórnarfundi á morgun þ.e. hvernig framsetningu á gögnunum verður best háttað. Það er búið að ákveða að birta þessar upplýsingar þannig að það er bara tímaspursmál hvenær þetta verður aðgengilegt hjá okkur,“ segir Þórey. Hún segir að það vanti gríðarlega upp á þekkingu fólks á lífeyrissjóðskerfinu og Samtökin hafi ákveðið að hefja fræðsluátak um allt land á næsta ári. Aðspurð um hvort fólk muni krefjast í auknum mæli að skipta um skyldulífeyrissjóð ef hann sýni ekki góðan árangur segir Þórey það ekki ólíklegt, lífeyriskerfið sé í þróun. „Það hvernig þú velur lífeyrissjóð og þess háttar er eitthvað sem þarf að þróast,“ segir Þórey. Undir það tekur Hallgrímur Óskarsson. „Ég held að það sem eitthvað sem eigi að koma og eigi að ákveða sem fyrst. Það er hagur almennings að geta valið um sjóð og geta dreift til tveggja eða þriggja sjóða,“ segir Hallgrímur.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira