Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa fordæmt ályktun öldungadeildar Bandaríkjaþings frá því í liðinni viku þar sem lagt er til að Bandaríkjamenn hætti stuðningi sínum við stríðið í Jemen, þar sem Sádar fara fremstir í flokki, í ljósi morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi, sem flestir telja að fyrirskipað hafi verið af krónprinsi Sáda.
Utanríkisráðuneyti Sádí Arabíu sakar þingmennina um inngrip sem byggt sé á misskilningi og lygi, en krónprins Sáda segist ekkert hafa vitað um morðið á Khashoggi, sem þó var framið af útsendurum Sáda í sendiráði þeirra í Istanbúl.

