Aukið gagnsæi í fjármálum stjórnmálasamtaka Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2018 13:22 Katrín Jakobsdóttir og ráðherrarnir í ríkisstjórn fögnuðu eins árs afmæli stjórnarsamstarfsins á Fullveldisdaginn. Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn allra flokka á Alþingi standa að frumvarpi sem ætlað er að treysta rekstrargrundvöll stjórnmálasamtaka og jafna stöðu lítilla og stórra flokka. Hert er á reglum um upplýsingaskyldu og hvaða lögaðilar styrkja stjórnmálasamtök. Fyrsta mál á dagskrá Alþingis í morgun var tillaga Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um frestun funda Alþingis en stefnt er að því að Alþingi ljúku störfum fyrir jólaleyfi í dag. „Tillagan er svohljóðandi. Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 14. desember 2018 eða síðar ef nausyn krefur til 21. janúar 2019. Tillagan skýrir sig sjálf,“ sagði Katrín. En þetta er lögformlegt skilyrði fyrir því að Alþingi geti gert hlé á fundum sínum. Þá voru greidd atkvæði að lokinni annarri umræðu um frumvarp formanna allra flokka á þingi um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Forsætisráðherra sagði frumvarpið fela í sér aukið gagnsæi varðandi fjármál stjórnmálaflokka. „Meðal annars með því að birta fullan ársreikning opinberlega sem er nýmæli. Sömuleiðis er kveðið á um að stjórnmálasamtökum, kjörnum fulltrúum og frambjóðendum verði óheimilt að taka þátt í birtingu efnis eða auglýsinga án þess að nöfn þeirra komi fram. Sem er fyrsta skrefið í baráttu stjórnmálahreyfinganna gegn nafnlausum áróðri í tengslum við kosningar og stjórnmálabaráttu,“ sagði Katrín. Þá eru nýmæli að birta skuli nöfn allra lögaðila sem styrkja stjórnmálastarfsemi. „Ástæða þess að allir stjórnmálaflokkar á Alþingi standa saman að þessu frumvarpi er nauðsyn þess að efla starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka. Efla lýðræðið. Á Íslandi eru færri þingmenn með færri starfsmenn en á hinum Norðurlöndunum og í þokkabót fá stjórnmálaflokkar á Íslandi lægri fjárframlög,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Framkvæmdavaldið á íslandi væri mjög sterkt og í yfirburðarstöðu gagnvart löggjafarvaldinu. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir frumvarpið til mikilla bóta fyrir fulltrúalýðræðið á Íslandi. „Með frumvarpinu bætum við aðstæður lítilla flokka og aukum þannig jafnræði á milli eldri og rótgróinna flokka og nýrra og minni flokka. Þá felur frumvarpið í sér ýmsar betrumbætur. Meðal annars er gegnsæi aukið. Við treystum betur rekstraröryggi flokka í sveitarstjórnarkosningum. Einföldum og skýrum reglur um framlög til stjórnmálaflokka þannig að tengdir aðilar geti ekki svo auðveldlega lagt of mikið fé til flokka. Kveðum á um að birta ársreikninga flokka og fleira,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson. Alþingi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Þingflokksformenn allra flokka á Alþingi standa að frumvarpi sem ætlað er að treysta rekstrargrundvöll stjórnmálasamtaka og jafna stöðu lítilla og stórra flokka. Hert er á reglum um upplýsingaskyldu og hvaða lögaðilar styrkja stjórnmálasamtök. Fyrsta mál á dagskrá Alþingis í morgun var tillaga Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um frestun funda Alþingis en stefnt er að því að Alþingi ljúku störfum fyrir jólaleyfi í dag. „Tillagan er svohljóðandi. Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 14. desember 2018 eða síðar ef nausyn krefur til 21. janúar 2019. Tillagan skýrir sig sjálf,“ sagði Katrín. En þetta er lögformlegt skilyrði fyrir því að Alþingi geti gert hlé á fundum sínum. Þá voru greidd atkvæði að lokinni annarri umræðu um frumvarp formanna allra flokka á þingi um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Forsætisráðherra sagði frumvarpið fela í sér aukið gagnsæi varðandi fjármál stjórnmálaflokka. „Meðal annars með því að birta fullan ársreikning opinberlega sem er nýmæli. Sömuleiðis er kveðið á um að stjórnmálasamtökum, kjörnum fulltrúum og frambjóðendum verði óheimilt að taka þátt í birtingu efnis eða auglýsinga án þess að nöfn þeirra komi fram. Sem er fyrsta skrefið í baráttu stjórnmálahreyfinganna gegn nafnlausum áróðri í tengslum við kosningar og stjórnmálabaráttu,“ sagði Katrín. Þá eru nýmæli að birta skuli nöfn allra lögaðila sem styrkja stjórnmálastarfsemi. „Ástæða þess að allir stjórnmálaflokkar á Alþingi standa saman að þessu frumvarpi er nauðsyn þess að efla starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka. Efla lýðræðið. Á Íslandi eru færri þingmenn með færri starfsmenn en á hinum Norðurlöndunum og í þokkabót fá stjórnmálaflokkar á Íslandi lægri fjárframlög,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Framkvæmdavaldið á íslandi væri mjög sterkt og í yfirburðarstöðu gagnvart löggjafarvaldinu. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir frumvarpið til mikilla bóta fyrir fulltrúalýðræðið á Íslandi. „Með frumvarpinu bætum við aðstæður lítilla flokka og aukum þannig jafnræði á milli eldri og rótgróinna flokka og nýrra og minni flokka. Þá felur frumvarpið í sér ýmsar betrumbætur. Meðal annars er gegnsæi aukið. Við treystum betur rekstraröryggi flokka í sveitarstjórnarkosningum. Einföldum og skýrum reglur um framlög til stjórnmálaflokka þannig að tengdir aðilar geti ekki svo auðveldlega lagt of mikið fé til flokka. Kveðum á um að birta ársreikninga flokka og fleira,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson.
Alþingi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira