Morðinginn í Charlottesville dæmdur í lífstíðarfangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2018 07:44 Mynd af Heather Heyer, konunni sem lést þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hópinn, umkringd blómum og kertum. Vísir/EPA Rúmlega tvítugur nýnasisti sem drap konu á fertugsaldri þegar hann ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda í borginni Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra var dæmdur í lífstíðarfangelsi í gær. Hann gæti enn átt dauðadóm yfir höfði sér í máli alríkisstjórnarinnar gegn honum. James A. Fields yngri var á meðal þátttakenda í stærstu samkomu hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum um árabil sem haldin var í borginni í ágúst í fyrra. Samkoman bar yfirskriftina „Sameinum hægrið“ og beindist að nafninu til gegn því að borgaryfirvöld fjarlægðu styttu af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna. Í brýnu sló á milli hvítu þjóðernissinnanna og fólks sem mótmælti þeim. Slógust fylkingarnar á götum úti á meðan lögreglan hafði sig lítið frammi til að stöðva átökin. Í miðri ringulreiðinni ók Fields bíl sínum niður þrönga götu og inn í hóp mótmælenda. Heather Hayer, 32 ára gömul kona, lét lífið og 35 aðrir særðust, sumir þeirra alvarlega. Kviðdómur dæmdi Fields í alls 419 ára fangelsi fyrir glæpi sína og til að greiða tæplega hálfa milljón dollara í sektir í gær. Dómari kveður upp endanlegan dóm yfir honum í lok mars. Hann gæti mildað dóminn en samkvæmt lögum er ekki hægt að þyngja hann, að sögn Washington Post. Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur einnig ákært Fields fyrir hatursglæpi. Við einu brotanna sem hann er ákærður fyrir liggur dauðarefsing. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki gefið út hvort það sækist eftir dauðadómi yfir Fields og ekki hefur verið ákveðið hvenær málið verður tekið fyrir. Hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar og Kú Klúx Klan-liðar voru á meðal þeirra sem komu saman í „Sameinum hægrið“ í Charlottesville. Hópurinn fór meðal annars í blysför þar sem hrópuð voru rasísk slagorð eins og „gyðingar munu ekki koma í staðinn fyrir okkur“. Donald Trump Bandaríkjaforseti vakti mikla hneykslun og reiði þegar hann þráaðist við að fordæma hvítu þjóðernissinnanna sérstaklega og sagði á endanum að „mjög fínt fólk“ hafi verið í röðum bæði hvítu þjóðernissinnanna og mótmælenda þeirra. Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kviðdómendur töldu manninn hafa ekið inn í hóp mótmælenda að yfirlögðu ráði. 8. desember 2018 09:04 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Rúmlega tvítugur nýnasisti sem drap konu á fertugsaldri þegar hann ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda í borginni Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra var dæmdur í lífstíðarfangelsi í gær. Hann gæti enn átt dauðadóm yfir höfði sér í máli alríkisstjórnarinnar gegn honum. James A. Fields yngri var á meðal þátttakenda í stærstu samkomu hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum um árabil sem haldin var í borginni í ágúst í fyrra. Samkoman bar yfirskriftina „Sameinum hægrið“ og beindist að nafninu til gegn því að borgaryfirvöld fjarlægðu styttu af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna. Í brýnu sló á milli hvítu þjóðernissinnanna og fólks sem mótmælti þeim. Slógust fylkingarnar á götum úti á meðan lögreglan hafði sig lítið frammi til að stöðva átökin. Í miðri ringulreiðinni ók Fields bíl sínum niður þrönga götu og inn í hóp mótmælenda. Heather Hayer, 32 ára gömul kona, lét lífið og 35 aðrir særðust, sumir þeirra alvarlega. Kviðdómur dæmdi Fields í alls 419 ára fangelsi fyrir glæpi sína og til að greiða tæplega hálfa milljón dollara í sektir í gær. Dómari kveður upp endanlegan dóm yfir honum í lok mars. Hann gæti mildað dóminn en samkvæmt lögum er ekki hægt að þyngja hann, að sögn Washington Post. Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur einnig ákært Fields fyrir hatursglæpi. Við einu brotanna sem hann er ákærður fyrir liggur dauðarefsing. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki gefið út hvort það sækist eftir dauðadómi yfir Fields og ekki hefur verið ákveðið hvenær málið verður tekið fyrir. Hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar og Kú Klúx Klan-liðar voru á meðal þeirra sem komu saman í „Sameinum hægrið“ í Charlottesville. Hópurinn fór meðal annars í blysför þar sem hrópuð voru rasísk slagorð eins og „gyðingar munu ekki koma í staðinn fyrir okkur“. Donald Trump Bandaríkjaforseti vakti mikla hneykslun og reiði þegar hann þráaðist við að fordæma hvítu þjóðernissinnanna sérstaklega og sagði á endanum að „mjög fínt fólk“ hafi verið í röðum bæði hvítu þjóðernissinnanna og mótmælenda þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kviðdómendur töldu manninn hafa ekið inn í hóp mótmælenda að yfirlögðu ráði. 8. desember 2018 09:04 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kviðdómendur töldu manninn hafa ekið inn í hóp mótmælenda að yfirlögðu ráði. 8. desember 2018 09:04