Segir atvinnurekendur tortryggja veikindarétt starfsfólks Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2018 21:00 Færst hefur í aukana að atvinnurekendur boði starfsfólk sitt í skoðun hjá trúnaðarlækni án þess að það óski þess sjálft. Halldór Oddson, lögfræðingur ASÍ, telur þetta leið til að tortryggja veikindaréttinn og segir þetta með öllu óheimilt. Allir kjarasamningar gera ráð fyrir að starfsfólk tilkynni veikindi sín til næsta yfirmanns og framvísi læknisvottorði ef þess er óskað. Á almennum vinnumarkaði ávinnur fólk sér tvo veikindadaga í mánuði, hvort sem það er í fullu starfi eða hlutastarfi. Samkvæmt ábendingu sem kom frá stéttarfélaginu AFL hefur verið að færast í vöxt að starfsfólk sé boðað í viðtal og skoðun há trúnaðarlækni atvinnurekenda síns til að meta ástand og fá upplýsingar um heilsu. AFL er undir hatti ASÍ og segist Halldór Oddson lögfræðingur einnig finna fyrir aukningu á þessu útspili atvinnurekenda. „Hinn yfirlýsti tilgangur fyrir atvinnurekendur er að gæta sinna hagsmuna. Því þetta er þeirra trúnaðarlæknir. Tilgangurinn getur varla verið annað en að tortryggja veikindarétt starfsfólk. Sem er slæmt mál. Þessi aukning sem við sjáum ber kannski þess merki að það sé verið að gera það í auknu mæli,“ segir hann. Hann bendir á að upplýsingar um veikindi eða sjúkdóma sem fólk glímir við er eingöngu fyrir það sjálft. Atvinnurekendur eigi bara rétt á að vita hvort fólk sé vinnufært eða ekki. Það sé því starfsmanna að velja sinni eigin lækni, ekki yfirmanna þeirra. Það séu gömul ákvæði í ákveðnum kjarasamningum varðandi þetta en það stangist á við nútímann. „Við teljum það einsýnt, eins og þróun hefur verið í þessum málum, við erum komin með lög um réttindi sjúklinga og aukin rétt í persónuvernd og fleira. Þá teljum við þessi ákvæði vera marklaus með öllu. Við teljum starfsfólk ekki bundið að því að heimsækja trúnaðarlækni að beiðni sinna atvinnurekenda,“ segir hann. Kjaramál Persónuvernd Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Færst hefur í aukana að atvinnurekendur boði starfsfólk sitt í skoðun hjá trúnaðarlækni án þess að það óski þess sjálft. Halldór Oddson, lögfræðingur ASÍ, telur þetta leið til að tortryggja veikindaréttinn og segir þetta með öllu óheimilt. Allir kjarasamningar gera ráð fyrir að starfsfólk tilkynni veikindi sín til næsta yfirmanns og framvísi læknisvottorði ef þess er óskað. Á almennum vinnumarkaði ávinnur fólk sér tvo veikindadaga í mánuði, hvort sem það er í fullu starfi eða hlutastarfi. Samkvæmt ábendingu sem kom frá stéttarfélaginu AFL hefur verið að færast í vöxt að starfsfólk sé boðað í viðtal og skoðun há trúnaðarlækni atvinnurekenda síns til að meta ástand og fá upplýsingar um heilsu. AFL er undir hatti ASÍ og segist Halldór Oddson lögfræðingur einnig finna fyrir aukningu á þessu útspili atvinnurekenda. „Hinn yfirlýsti tilgangur fyrir atvinnurekendur er að gæta sinna hagsmuna. Því þetta er þeirra trúnaðarlæknir. Tilgangurinn getur varla verið annað en að tortryggja veikindarétt starfsfólk. Sem er slæmt mál. Þessi aukning sem við sjáum ber kannski þess merki að það sé verið að gera það í auknu mæli,“ segir hann. Hann bendir á að upplýsingar um veikindi eða sjúkdóma sem fólk glímir við er eingöngu fyrir það sjálft. Atvinnurekendur eigi bara rétt á að vita hvort fólk sé vinnufært eða ekki. Það sé því starfsmanna að velja sinni eigin lækni, ekki yfirmanna þeirra. Það séu gömul ákvæði í ákveðnum kjarasamningum varðandi þetta en það stangist á við nútímann. „Við teljum það einsýnt, eins og þróun hefur verið í þessum málum, við erum komin með lög um réttindi sjúklinga og aukin rétt í persónuvernd og fleira. Þá teljum við þessi ákvæði vera marklaus með öllu. Við teljum starfsfólk ekki bundið að því að heimsækja trúnaðarlækni að beiðni sinna atvinnurekenda,“ segir hann.
Kjaramál Persónuvernd Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira