Segir SA ýkja kröfur verkalýðsfélaganna Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2018 18:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Egill Formaður VR býst við að fleiri verkalýðsfélög komi í samflot með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness sem vísuðu kjaradeilu sinni við samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. Hann segir atvinnurekendur ýkja launakröfur verkalýðsfélaganna þegar fullyrt sé að þær hljóði upp á allt að tæplega níutíu prósenta launahækkun. Ríkissáttasemjari beið ekki boðanna og hefur þegar kallað deiluaðila til þeirra fyrsta fundar hinn 28. desember. Nú þegar tvö verkalýðsfélög af 19 innan Starfsgreinasambandins hafa sagt sig úr samninganefndinni og gengið í bandalag með VR býst Ragnar Þór Ingólfsson formaður félagsins við að fleiri félög bætist í hópinn, bæði frá Starfsgreinasambandinu og Landssambandi verslunarmanna. „En við ákváðum að stíga þetta skref og í raun snúa tímaglasinu. Þannig að tíminn vinni með okkur en ekki á móti okkur eins og gerist þegar verið er að draga samningaviðræður á langinn. Hver mánuður kostar launafólk fleiri milljarða í óhækkuðum launum,“ segir Ragnar Þór. Þannig að viðsemjendur skynji alvarleikann í stöðunni betur en hingað til. Samkvæmt lögum geta verkalýðsfélögin að loknum tveimur fundum hjá ríkissáttasemjara boðað til aðgerða meti þau stöðuna þannig. „Við ætlum okkur að ná samningi og við ætlum okkur að ná samningi án átaka. Þetta er bara eitt skrefið í þeirri vegferð. Síðan sjáum við bara til hvernig það gengur,“ segir formaður VR. Innan úr röðum Samtaka atvinnulífsins heyrist að karfa verkalýðsfélaganna sé óhófleg. Hún myndi þýða með launaflokkabreytingum og beinum hækkunum að laun hækkuðu um fimmtíu til tæplega níutíu prósent.Ef það er rétt heldur þú að fyrirtækin í landinu þoli það? „Þetta er svo fráleit framsetning á okkar kröfugerð að þetta er vart svaravert. Þarna er verið í rauninni að taka alla kröfugerðina og kostnaðarreikna hana í botn. Það er verið að taka lægsta gildið og hækka það upp hlutfallslega upp allan stigann. Þetta er einfaldlega ekki svaravert. Kostnaðarútreikningur okkar liggur fyrir og þetta er í engu samræmi við það sem við teljum kröfur okkar kosta,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Tengdar fréttir Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 21. desember 2018 12:21 Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Framkvæmdastjóri SA segir fjölda við samningaborðið ekki breyta því sem er til skiptanna Tvö fjölmennustu stéttarfélög landsins, Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness munu að öllum líkindum vísa kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á morgun. 20. desember 2018 21:44 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Formaður VR býst við að fleiri verkalýðsfélög komi í samflot með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness sem vísuðu kjaradeilu sinni við samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. Hann segir atvinnurekendur ýkja launakröfur verkalýðsfélaganna þegar fullyrt sé að þær hljóði upp á allt að tæplega níutíu prósenta launahækkun. Ríkissáttasemjari beið ekki boðanna og hefur þegar kallað deiluaðila til þeirra fyrsta fundar hinn 28. desember. Nú þegar tvö verkalýðsfélög af 19 innan Starfsgreinasambandins hafa sagt sig úr samninganefndinni og gengið í bandalag með VR býst Ragnar Þór Ingólfsson formaður félagsins við að fleiri félög bætist í hópinn, bæði frá Starfsgreinasambandinu og Landssambandi verslunarmanna. „En við ákváðum að stíga þetta skref og í raun snúa tímaglasinu. Þannig að tíminn vinni með okkur en ekki á móti okkur eins og gerist þegar verið er að draga samningaviðræður á langinn. Hver mánuður kostar launafólk fleiri milljarða í óhækkuðum launum,“ segir Ragnar Þór. Þannig að viðsemjendur skynji alvarleikann í stöðunni betur en hingað til. Samkvæmt lögum geta verkalýðsfélögin að loknum tveimur fundum hjá ríkissáttasemjara boðað til aðgerða meti þau stöðuna þannig. „Við ætlum okkur að ná samningi og við ætlum okkur að ná samningi án átaka. Þetta er bara eitt skrefið í þeirri vegferð. Síðan sjáum við bara til hvernig það gengur,“ segir formaður VR. Innan úr röðum Samtaka atvinnulífsins heyrist að karfa verkalýðsfélaganna sé óhófleg. Hún myndi þýða með launaflokkabreytingum og beinum hækkunum að laun hækkuðu um fimmtíu til tæplega níutíu prósent.Ef það er rétt heldur þú að fyrirtækin í landinu þoli það? „Þetta er svo fráleit framsetning á okkar kröfugerð að þetta er vart svaravert. Þarna er verið í rauninni að taka alla kröfugerðina og kostnaðarreikna hana í botn. Það er verið að taka lægsta gildið og hækka það upp hlutfallslega upp allan stigann. Þetta er einfaldlega ekki svaravert. Kostnaðarútreikningur okkar liggur fyrir og þetta er í engu samræmi við það sem við teljum kröfur okkar kosta,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 21. desember 2018 12:21 Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Framkvæmdastjóri SA segir fjölda við samningaborðið ekki breyta því sem er til skiptanna Tvö fjölmennustu stéttarfélög landsins, Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness munu að öllum líkindum vísa kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á morgun. 20. desember 2018 21:44 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 21. desember 2018 12:21
Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09
SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45
Framkvæmdastjóri SA segir fjölda við samningaborðið ekki breyta því sem er til skiptanna Tvö fjölmennustu stéttarfélög landsins, Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness munu að öllum líkindum vísa kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á morgun. 20. desember 2018 21:44