Hámarkshraði við einbreiðar brýr lækkaður Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. janúar 2019 14:40 Alls eru 423 einbreiðar brýr á vegum landsins, þessi er yfir Glerá. Vísir/Pjetur Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 kílómetra á klukkustund við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum landsins, þar sem umferð er meira en 300 bílar á dag að jafnaði. Ætla má að ákvörðunin sé tekin vegna manntjónsins sem varð við Núpsvötn í lok desember. Þar fór bíll yfir vegrið einbreiðrar brúar með þeim afleiðingum að þrír létust. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að um sé að ræða alls 75 einbreiðar brýr og þar af er um helmingur á hringveginum. Auk hraðalækkunarinnar verður viðvörunarskiltum breytt og bætt verður við undirmerkingum á ensku. Áætlað er að kostnaðurinn við merkingarnar nemi á bilinu 70 til 80 milljónum. Þá hefur Vegagerðin jafnframt í hyggju að yfirfara hámarkshraða á þjóðvegum í dreifbýli. Verður það gert með það fyrir augum að lækka hámarkshraðann á köflum „reynist þess þörf,“ eða fjölga merkingum um leiðbeinandi hraða. Að sama skapi ætlar Vegagerðin að ráðast í úttekt á vegriðum á öllum brúm á stofn- og tengivegum. „Lagfæringum verður forgangsraðað eftir ástandi brúnna og aðstæðum á hverjum stað eftir því sem svigrúm er í fjárheimildum,“ segir í tilkynningu og bætt við: „Eftir sem áður gildir sú gullvæga regla að ávallt haga akstri eftir aðstæðum.“ Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 kílómetra á klukkustund við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum landsins, þar sem umferð er meira en 300 bílar á dag að jafnaði. Ætla má að ákvörðunin sé tekin vegna manntjónsins sem varð við Núpsvötn í lok desember. Þar fór bíll yfir vegrið einbreiðrar brúar með þeim afleiðingum að þrír létust. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að um sé að ræða alls 75 einbreiðar brýr og þar af er um helmingur á hringveginum. Auk hraðalækkunarinnar verður viðvörunarskiltum breytt og bætt verður við undirmerkingum á ensku. Áætlað er að kostnaðurinn við merkingarnar nemi á bilinu 70 til 80 milljónum. Þá hefur Vegagerðin jafnframt í hyggju að yfirfara hámarkshraða á þjóðvegum í dreifbýli. Verður það gert með það fyrir augum að lækka hámarkshraðann á köflum „reynist þess þörf,“ eða fjölga merkingum um leiðbeinandi hraða. Að sama skapi ætlar Vegagerðin að ráðast í úttekt á vegriðum á öllum brúm á stofn- og tengivegum. „Lagfæringum verður forgangsraðað eftir ástandi brúnna og aðstæðum á hverjum stað eftir því sem svigrúm er í fjárheimildum,“ segir í tilkynningu og bætt við: „Eftir sem áður gildir sú gullvæga regla að ávallt haga akstri eftir aðstæðum.“
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37
Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35