Danir hefja framkvæmdir við lagningu 70 kílómetra landamæragirðingar Atli Ísleifsson skrifar 28. janúar 2019 13:18 Giirðingin verður um einn og hálfur metri á hæð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Framkvæmdir hófust í dag verið lagningu sjötíu kílómetra girðingar á landamærum Danmerkur og Þýskalands. Fyrstu staurunum var komið fyrir við dönsku borgina Padborg á Jótlandi fyrr í dag, en með girðingunni vonast Danir til að hægt verði að koma í veg fyrir straum villisvína frá Evrópu og til landsins.Í frétt Jyllands-Posten segir að meirihluti hafi verið á danska þinginu fyrir framkvæmdinni, en girðingin verður um einn og hálfur metri á hæð. Þá mun girðingin ná hálfan metra niður í jörðina. Að sögn forsvarsmanna danska Landbúnaðar- og matvælaráðsins (Landbrug & Fødevarer) á með girðingunni að tryggja að dönsk svín smitist ekki af skæðum smitsjúkdómum eins og afrískri svínapest. Smitist danski stofninn kann það að kosta danska skattgreiðendur ellefu millljarða danskra króna, um 200 milljarða íslenskra króna.Danskur iðnaður í hættu Svínarækt er mjög mikilvægur iðnaður í Danmörku og telur Landbúnaðar- og matvælaráðið að lifibrauð 33 þúsund einstaklinga kunni að vera í hætti, nái pestin til landsins. Afrísk svínapest hefur komið upp víða í Evrópu að undanförnu, meðal annars í Póllandi, Eystrasaltslöndunum og Belgíu. Framkvæmdin hefur sætt talsverðri gagnrýni, meðal annars frá þýskum þingmönnum og dýraverndunarsamtökunum sem segja girðinguna hafa áhrif á að aðrar dýrategundir nái að þrífast á svæðinu. Áætlaður kostnaður er um 30 milljónir danskra króna, um 560 milljónir íslenskra, og er vonast til að framkvæmdum við girðinguna ljúki næsta haust. Danmörk Dýr Heilbrigðismál Þýskaland Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Sjá meira
Framkvæmdir hófust í dag verið lagningu sjötíu kílómetra girðingar á landamærum Danmerkur og Þýskalands. Fyrstu staurunum var komið fyrir við dönsku borgina Padborg á Jótlandi fyrr í dag, en með girðingunni vonast Danir til að hægt verði að koma í veg fyrir straum villisvína frá Evrópu og til landsins.Í frétt Jyllands-Posten segir að meirihluti hafi verið á danska þinginu fyrir framkvæmdinni, en girðingin verður um einn og hálfur metri á hæð. Þá mun girðingin ná hálfan metra niður í jörðina. Að sögn forsvarsmanna danska Landbúnaðar- og matvælaráðsins (Landbrug & Fødevarer) á með girðingunni að tryggja að dönsk svín smitist ekki af skæðum smitsjúkdómum eins og afrískri svínapest. Smitist danski stofninn kann það að kosta danska skattgreiðendur ellefu millljarða danskra króna, um 200 milljarða íslenskra króna.Danskur iðnaður í hættu Svínarækt er mjög mikilvægur iðnaður í Danmörku og telur Landbúnaðar- og matvælaráðið að lifibrauð 33 þúsund einstaklinga kunni að vera í hætti, nái pestin til landsins. Afrísk svínapest hefur komið upp víða í Evrópu að undanförnu, meðal annars í Póllandi, Eystrasaltslöndunum og Belgíu. Framkvæmdin hefur sætt talsverðri gagnrýni, meðal annars frá þýskum þingmönnum og dýraverndunarsamtökunum sem segja girðinguna hafa áhrif á að aðrar dýrategundir nái að þrífast á svæðinu. Áætlaður kostnaður er um 30 milljónir danskra króna, um 560 milljónir íslenskra, og er vonast til að framkvæmdum við girðinguna ljúki næsta haust.
Danmörk Dýr Heilbrigðismál Þýskaland Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Sjá meira