Eyþór mótfallinn því að innviðagjöld fari í Pálmatré Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. janúar 2019 15:24 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. FBL/Eyþór Sjálfstæðisflokkurinn í borginni leggur til að áform um að setja upp verkið Pálmatré verði endurskoðuð. Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segist á móti innviðagjöldum sem séu notuð í listaverkið, þau hækki íbúðaverð á svæðinu. Verkið Pálmatré sem sigraði um samkeppni um Útilistaverk í Vogabyggð hefur fengið blendnar viðtökur. Gagnrýnisraddir hafa sagt að áætlaður kostnaður við verkið sé of hár en hann er 140 milljónir króna og þá hafa komið fram efasemdir um að trén í verkinu lifi af. Á fundi borgarráðs í dag leggja Sjálfstæðismenn fram tillögu um að borgarráð samþykki að endurskoðuð verði áform um að setja upp verkið Pálmatré. Eyþór Laxdal Arnalds er oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. „Að við stöldrum við, þetta er það stórt verkefni, 140 milljónir, sem er tíu sinnum hærri tala en fer í heildina til listaverkakaupa hjá borginni á árinu. Við stöldrum við af því það eru efasemdir um að þetta gangi upp þetta listaverk. Við viljum vanda til verka og vitum það að það eru takmarkaðir fjármunir til,“ segir Eyþór Fram hefur komið að kostnaður borgarinnar vegna útilistaverksins komi frá innviðagjöldum í hverfinu. Eyþór gerir athugasemdir við það. „Ekkert er ókeypis, innviðgjöld leggjast á íbúðir.“ Borgarráð samþykkti deiliskipulag fyrir Vogabyggð árið 2015 þar sem kom meðal annars fram að lóðarhafar samþykkja að taka þátt í kostnaði vegna enduruppbyggingar Vogabyggðar. Þá var samkeppni um útilistaverk í hverfinu auglýst á síðasta ári. Eyþór segir ljóst að það hefði mátt gera athugasemdir við málið fyrr. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagst gegn innviðagjöldunum en hefur enga aðkomu að þessari dómnefnd. Þar var Samfylkingin með formanninn. Nú kemur þessi niðurstaða, þá væri hægt að staldra við og endurskoða. Þetta er rétti tímapunkturinn þegar hugmyndin liggur fyrir, þá eigum við að gegna okkar skyldum og fara varlega með fé. Það hefði sjálfsagt mátt vara við þessu fyrr en það er ekki of seint að grípa inn í og vara við þegar hlutirnir eru að fara rangan farveg.“ Borgarstjórn Tengdar fréttir Engin fordæmi fyrir pálmatrésbyggingu á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt. 31. janúar 2019 10:20 Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kostnaður við listaverkið Pálma, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. 30. janúar 2019 15:40 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í borginni leggur til að áform um að setja upp verkið Pálmatré verði endurskoðuð. Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segist á móti innviðagjöldum sem séu notuð í listaverkið, þau hækki íbúðaverð á svæðinu. Verkið Pálmatré sem sigraði um samkeppni um Útilistaverk í Vogabyggð hefur fengið blendnar viðtökur. Gagnrýnisraddir hafa sagt að áætlaður kostnaður við verkið sé of hár en hann er 140 milljónir króna og þá hafa komið fram efasemdir um að trén í verkinu lifi af. Á fundi borgarráðs í dag leggja Sjálfstæðismenn fram tillögu um að borgarráð samþykki að endurskoðuð verði áform um að setja upp verkið Pálmatré. Eyþór Laxdal Arnalds er oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. „Að við stöldrum við, þetta er það stórt verkefni, 140 milljónir, sem er tíu sinnum hærri tala en fer í heildina til listaverkakaupa hjá borginni á árinu. Við stöldrum við af því það eru efasemdir um að þetta gangi upp þetta listaverk. Við viljum vanda til verka og vitum það að það eru takmarkaðir fjármunir til,“ segir Eyþór Fram hefur komið að kostnaður borgarinnar vegna útilistaverksins komi frá innviðagjöldum í hverfinu. Eyþór gerir athugasemdir við það. „Ekkert er ókeypis, innviðgjöld leggjast á íbúðir.“ Borgarráð samþykkti deiliskipulag fyrir Vogabyggð árið 2015 þar sem kom meðal annars fram að lóðarhafar samþykkja að taka þátt í kostnaði vegna enduruppbyggingar Vogabyggðar. Þá var samkeppni um útilistaverk í hverfinu auglýst á síðasta ári. Eyþór segir ljóst að það hefði mátt gera athugasemdir við málið fyrr. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagst gegn innviðagjöldunum en hefur enga aðkomu að þessari dómnefnd. Þar var Samfylkingin með formanninn. Nú kemur þessi niðurstaða, þá væri hægt að staldra við og endurskoða. Þetta er rétti tímapunkturinn þegar hugmyndin liggur fyrir, þá eigum við að gegna okkar skyldum og fara varlega með fé. Það hefði sjálfsagt mátt vara við þessu fyrr en það er ekki of seint að grípa inn í og vara við þegar hlutirnir eru að fara rangan farveg.“
Borgarstjórn Tengdar fréttir Engin fordæmi fyrir pálmatrésbyggingu á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt. 31. janúar 2019 10:20 Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kostnaður við listaverkið Pálma, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. 30. janúar 2019 15:40 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Engin fordæmi fyrir pálmatrésbyggingu á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt. 31. janúar 2019 10:20
Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kostnaður við listaverkið Pálma, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. 30. janúar 2019 15:40