Átján Rúmenar leitað til Eflingar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. febrúar 2019 18:34 Verkamenn sem störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu eru sagðir sitja uppi með stóra skattaskuld. Verktaki sem réði menn til vinnu frá starfsmannaleigunni telur að vitundarvakning hafi orðið meðal verktaka um slæm kjör verkafólks. Átján Rúmenar leituðu til Eflingar vegna vangoldinna launa og annarra svika í dag. Í kvöldfréttum okkar í gær var sagt frá því að grunur leikur á að fjöldi Rúmena séu í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast sumir ekki hafa fengið borgað fyrir vinnu sína á meðan sumir fá greitt en ekki í samræmi við launaseðil sinn. Þeir búa mjög þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði í Hjallabrekku og á Dalvegi í Kópavogi og borga á bilinu tuttugu til áttatíu þúsund krónur í leigu sem dregnar eru af launum þeirra. ASÍ, Efling, Vinnumálstofnun og lögregla rannsaka málið. Fulltrúar ASÍ könnuðu aðbúnað verkamannanna í gær og segja hann vægast sagt skelfilegan. Í dag höfðu átján Rúmenar leitað til Eflingar með mál sín og er nú unnið að því að afla frekari gagna.Verktakar vita af vandamálum mannanna en segjast ekkert geta gert Þá segja verktakarnir sem fréttastofa ræddi við að þeir sem leigi þá til vinnu viti af vandamálum þeirra gagnvart starfsmannaleigunni en geti ekkert gert. Guðjón Jónatansson, eigandi byggingaverktakafyrirtæksins Hylja verktakar ehf., leigði nokkra starfsmenn af starfsmannaleigunni á síðasta ári. Hann segist hafa staðið í miklu veseni til að reyna vinda ofan af óheiðarleika starfsmannaleigunnar. Í upphafi hafi allt litið vel út. „Síðan fer maður að kynnast þeim betur og þá sér maður að þetta er ekki í lagi. Það er svo margt sem þeir vita ekki og láta yfir sig ganga, eitthvað sem er ekki líðandi á okkar vinnumarkaði,“ segir Guðjón sem aðstoðaði tvo mannanna við að finna sér íbúð og bauð þeim vinnu hjá sér. „Honum hefur örugglega aldrei liðið betur síðan hann hætti hjá fyrirtækinu,“ segir Guðjón. Hann segir að það sé ýmislegt annað en húsnæðis og launamál sem sé í ólagi. Samkvæmt launaseðlum annars mannsins greiddi hann engan skatt en forsvarsmenn leigunnar sögðu honum að hann þyrfti þess ekki. „Svo er raunin önnur þegar það kemur uppgjöf frá skattinum. Hann er að fá frá sjötíu til hundrað þúsund krónur í bakreikning núna fyrir hvern mánuð,“ segir Guðjón. Það sé gríðarlega erfitt fyrir menn í þessari stöðu. „Þarna er verið að gera þetta vísvitandi. Þannig að launaseðill líti betur út. Þeir fá meira útborgað,“ segir Guðjón og bætir við að þannig sé ólíklegra að þeir kvarti en svo fái þeir bakreikninginn. „Þeir lenda í tómum vandræðum því skatturinn eltir þá“ Guðjón telur að það hafi orðið mikil vitundarvakning um slæman aðbúnað starfsmanna á starfsmannaleigum eftir umfjöllun fjölmiðla. „Ég held að það sé enginn verktaki í dag sem hugsar sig ekki um áður en hann leigir þessa menn. Það vill enginn hafa fólk í vinu sem býr við þennan aðbúnað,“ segir Guðjón. Forsvarsmenn starfsmannaleigunnar hafa ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins en hafa vísað öllum ásökunum á bug. Í vettvangsferð okkur í gær kom starfsmaður starfsmannaleigunnar en var fljótur að láta sig hverfa þegar hann sá hverjir voru á staðnum. Kjaramál Kópavogur Vinnumarkaður Tengdar fréttir SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: "Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Verkamenn sem störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu eru sagðir sitja uppi með stóra skattaskuld. Verktaki sem réði menn til vinnu frá starfsmannaleigunni telur að vitundarvakning hafi orðið meðal verktaka um slæm kjör verkafólks. Átján Rúmenar leituðu til Eflingar vegna vangoldinna launa og annarra svika í dag. Í kvöldfréttum okkar í gær var sagt frá því að grunur leikur á að fjöldi Rúmena séu í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast sumir ekki hafa fengið borgað fyrir vinnu sína á meðan sumir fá greitt en ekki í samræmi við launaseðil sinn. Þeir búa mjög þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði í Hjallabrekku og á Dalvegi í Kópavogi og borga á bilinu tuttugu til áttatíu þúsund krónur í leigu sem dregnar eru af launum þeirra. ASÍ, Efling, Vinnumálstofnun og lögregla rannsaka málið. Fulltrúar ASÍ könnuðu aðbúnað verkamannanna í gær og segja hann vægast sagt skelfilegan. Í dag höfðu átján Rúmenar leitað til Eflingar með mál sín og er nú unnið að því að afla frekari gagna.Verktakar vita af vandamálum mannanna en segjast ekkert geta gert Þá segja verktakarnir sem fréttastofa ræddi við að þeir sem leigi þá til vinnu viti af vandamálum þeirra gagnvart starfsmannaleigunni en geti ekkert gert. Guðjón Jónatansson, eigandi byggingaverktakafyrirtæksins Hylja verktakar ehf., leigði nokkra starfsmenn af starfsmannaleigunni á síðasta ári. Hann segist hafa staðið í miklu veseni til að reyna vinda ofan af óheiðarleika starfsmannaleigunnar. Í upphafi hafi allt litið vel út. „Síðan fer maður að kynnast þeim betur og þá sér maður að þetta er ekki í lagi. Það er svo margt sem þeir vita ekki og láta yfir sig ganga, eitthvað sem er ekki líðandi á okkar vinnumarkaði,“ segir Guðjón sem aðstoðaði tvo mannanna við að finna sér íbúð og bauð þeim vinnu hjá sér. „Honum hefur örugglega aldrei liðið betur síðan hann hætti hjá fyrirtækinu,“ segir Guðjón. Hann segir að það sé ýmislegt annað en húsnæðis og launamál sem sé í ólagi. Samkvæmt launaseðlum annars mannsins greiddi hann engan skatt en forsvarsmenn leigunnar sögðu honum að hann þyrfti þess ekki. „Svo er raunin önnur þegar það kemur uppgjöf frá skattinum. Hann er að fá frá sjötíu til hundrað þúsund krónur í bakreikning núna fyrir hvern mánuð,“ segir Guðjón. Það sé gríðarlega erfitt fyrir menn í þessari stöðu. „Þarna er verið að gera þetta vísvitandi. Þannig að launaseðill líti betur út. Þeir fá meira útborgað,“ segir Guðjón og bætir við að þannig sé ólíklegra að þeir kvarti en svo fái þeir bakreikninginn. „Þeir lenda í tómum vandræðum því skatturinn eltir þá“ Guðjón telur að það hafi orðið mikil vitundarvakning um slæman aðbúnað starfsmanna á starfsmannaleigum eftir umfjöllun fjölmiðla. „Ég held að það sé enginn verktaki í dag sem hugsar sig ekki um áður en hann leigir þessa menn. Það vill enginn hafa fólk í vinu sem býr við þennan aðbúnað,“ segir Guðjón. Forsvarsmenn starfsmannaleigunnar hafa ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins en hafa vísað öllum ásökunum á bug. Í vettvangsferð okkur í gær kom starfsmaður starfsmannaleigunnar en var fljótur að láta sig hverfa þegar hann sá hverjir voru á staðnum.
Kjaramál Kópavogur Vinnumarkaður Tengdar fréttir SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: "Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46
Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: "Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00