Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2019 08:55 Salman krónprins er sagður hafa verið farinn að ergja sig yfir áhrifum Khashoggi þegar árið 2017. Vísir/EPA Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds Bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, þar sem hann sagðist myndu setja „byssukúlu“ í Jamal Khashoggi um ári áður en blaðamaðurinn var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Rannsakandi Sameinuðu þjóðanna segir Sáda hafa grafið undan rannsókn á morðinu í Tyrklandi. Hópur manna sat fyrir Khashoggi á ræðisskrifstofunni í Istanbúl í byrjun október. Stjórvöld í Ríad urðu margsaga um hvað hafi orðið af blaðamanninum en viðurkenndu á endanum að hann hefði látist á skrifstofunni. Þau hafa hafnað því að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morð á Khashoggi sem hafði gagnrýnt yfirvöld í heimalandinu.New York Times hefur nú eftir heimildarmönnum innan bandarísku leyniþjónustunnar að Salman krónprins hafi rætt um að drepa Khashoggi ef hann léti ekki af gagnrýni sinni og sneri aftur til Sádi-Arabíu löngu áður en honum var ráðinn bani. Leyniþjónustan hefur áður ályktað að Salman hafi líklega skipað fyrir um morðið. Samskiptin sem um ræðir áttu sér stað í september árið 2017, í sama mánuði og Khashoggi byrjaði að skrifa pistla fyrir Washington Post. Salman krónprins sagði þá Turki Aldakhil, aðstoðarmanni sínum, að ef ekki væri hægt að lokka Khashoggi heim frá Bandaríkjunum þá ætti að færa hann heim með valdi. Ef hvorugt gengi eftir ætti hann að fara á eftir Khashoggi „með byssukúlu“. Þetta er sagt koma fram í leyniþjónustuskýrslu frá því í desember. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sýnt lítinn áhuga á að komast til botns í morðinu á Khashoggi en hann hefur gert Sáda að einum nánustu bandamönnum sínum. Þá er samband Jareds Kushner, tengdasonar Trump og eins helsta ráðgjafa hans, við Salman krónprins talið afar náið.Stóðu í vegi rannsóknarinn í Tyrklandi Agnes Callamard, sérstakur sendifulltrúi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna vegna morðsins á Khashoggi, segir í bráðabirgðaskýrslu eftir heimsókn sína til Tyrklands um mánaðamótin að stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafi „verulega skert og grafið undan“ getu tyrkneskra yfirvalda til að rannsaka morðið. Þannig hafi tyrkneskir rannsakendur ekki fengið að fara inn á ræðisskrifstofuna fyrr en þrettán dögum eftir að Khashoggi hvarf 2. október. Bráðabirgðaniðurstaða Callamard er að Khashoggi hafi verið fórnarlamb „hrottalegs morðs að yfirlögðu ráði sem var skipulagt og framið af útsendurum stjórnvalda í Sádi-Arabíu“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Morðið á Khashoggi olli miklum óhug og hneykslan í haust. Eftir að honum var ráðinn bani eru morðingjar hans taldir hafa bútað lík hans niður með beinsög og fært það af skrifstofunni í ferðatöskum. Lík hans hefur enn ekki fundist og segir Callamard það valda ástvinum hans frekari þjáningum. Sádiarabísk stjórnvöld hafa hafnað því að hópurinn sem myrti Khashoggi hafi verið á vegum þeirra heldur hafi hann tekið það upp hjá sjálfum sér. Þau hafa ákært ellefu manns í tengslum við morðið og krefjast dauðarefsing yfir fimm þeirra. Callamard segist hafa „meiriháttar áhyggjur“ um gegnsæi og réttlæti þeirrar saksóknar. Hún segist hafa óskað eftir því að fá að heimsækja Sádi-Arabíu til þess að fá að kynna sér sönnunargögn Sáda. Lokaskýrsla hennar á að liggja fyrir í júní. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds Bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, þar sem hann sagðist myndu setja „byssukúlu“ í Jamal Khashoggi um ári áður en blaðamaðurinn var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Rannsakandi Sameinuðu þjóðanna segir Sáda hafa grafið undan rannsókn á morðinu í Tyrklandi. Hópur manna sat fyrir Khashoggi á ræðisskrifstofunni í Istanbúl í byrjun október. Stjórvöld í Ríad urðu margsaga um hvað hafi orðið af blaðamanninum en viðurkenndu á endanum að hann hefði látist á skrifstofunni. Þau hafa hafnað því að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morð á Khashoggi sem hafði gagnrýnt yfirvöld í heimalandinu.New York Times hefur nú eftir heimildarmönnum innan bandarísku leyniþjónustunnar að Salman krónprins hafi rætt um að drepa Khashoggi ef hann léti ekki af gagnrýni sinni og sneri aftur til Sádi-Arabíu löngu áður en honum var ráðinn bani. Leyniþjónustan hefur áður ályktað að Salman hafi líklega skipað fyrir um morðið. Samskiptin sem um ræðir áttu sér stað í september árið 2017, í sama mánuði og Khashoggi byrjaði að skrifa pistla fyrir Washington Post. Salman krónprins sagði þá Turki Aldakhil, aðstoðarmanni sínum, að ef ekki væri hægt að lokka Khashoggi heim frá Bandaríkjunum þá ætti að færa hann heim með valdi. Ef hvorugt gengi eftir ætti hann að fara á eftir Khashoggi „með byssukúlu“. Þetta er sagt koma fram í leyniþjónustuskýrslu frá því í desember. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sýnt lítinn áhuga á að komast til botns í morðinu á Khashoggi en hann hefur gert Sáda að einum nánustu bandamönnum sínum. Þá er samband Jareds Kushner, tengdasonar Trump og eins helsta ráðgjafa hans, við Salman krónprins talið afar náið.Stóðu í vegi rannsóknarinn í Tyrklandi Agnes Callamard, sérstakur sendifulltrúi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna vegna morðsins á Khashoggi, segir í bráðabirgðaskýrslu eftir heimsókn sína til Tyrklands um mánaðamótin að stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafi „verulega skert og grafið undan“ getu tyrkneskra yfirvalda til að rannsaka morðið. Þannig hafi tyrkneskir rannsakendur ekki fengið að fara inn á ræðisskrifstofuna fyrr en þrettán dögum eftir að Khashoggi hvarf 2. október. Bráðabirgðaniðurstaða Callamard er að Khashoggi hafi verið fórnarlamb „hrottalegs morðs að yfirlögðu ráði sem var skipulagt og framið af útsendurum stjórnvalda í Sádi-Arabíu“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Morðið á Khashoggi olli miklum óhug og hneykslan í haust. Eftir að honum var ráðinn bani eru morðingjar hans taldir hafa bútað lík hans niður með beinsög og fært það af skrifstofunni í ferðatöskum. Lík hans hefur enn ekki fundist og segir Callamard það valda ástvinum hans frekari þjáningum. Sádiarabísk stjórnvöld hafa hafnað því að hópurinn sem myrti Khashoggi hafi verið á vegum þeirra heldur hafi hann tekið það upp hjá sjálfum sér. Þau hafa ákært ellefu manns í tengslum við morðið og krefjast dauðarefsing yfir fimm þeirra. Callamard segist hafa „meiriháttar áhyggjur“ um gegnsæi og réttlæti þeirrar saksóknar. Hún segist hafa óskað eftir því að fá að heimsækja Sádi-Arabíu til þess að fá að kynna sér sönnunargögn Sáda. Lokaskýrsla hennar á að liggja fyrir í júní.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira