Sérsveitarmenn björguðu manninum af brúnni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. febrúar 2019 19:16 Maðurinn vakti athygli á stöðu sinni með þessum hætti í dag. Honum var giftusamlega bjargað af brúnni Vísir/JóhannK Íranskur hælisleitandi reyndi í dag að skaða sig frammi fyrir fjölda vegfarenda á Miklubraut. Sérveit Ríkislögreglustjóra tókst giftusamlega að bjarga manninum og koma honum undir læknishendur. Lögreglumenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn auk sérsveitarmanna sýndu fumlaus og öguð viðbrögð í erfiðum aðstæðum en atvikið átti sér stað á göngubrúnni yfir Miklubraut við Kringluna um miðjan dag. En íranskur hælisleitandi, sem fréttastofan hefur áður fjallað um, hótaði að skaða sig. Mikill viðbúnaður var vegna málsins og var umferð um Miklubraut var stöðvuð í báðar áttir og fjöldi gangandi vegfarenda, bæði barna og fullorðinna fylgdust með þegar maðurinn reyndi að vekja athygli á stöðu sinni með þessum hætti. Lögregla, slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn auk sérsveitar Ríkislögreglustjóra hlúðu að manninum og komu honum undir læknishendur.Vísir/JóhannKNý hættur í hungurverkfalli Rauði krossinn hefur haft miklar áhyggjur af manninum en fyrir um tveimur vikum fjallaði fréttastofan um málefni hans þegar hann var á tólfta degi hungurverkfalls. Maðurinn er bæði andlega og líkamlega veikur og hóf hungurverkfallið, að hans sögn, eftir hafa ekki fengið nauðsynlega læknisaðstoð, en hann hefur verið sár þjáður af gyllinæð og þá segist hann glíma við andleg veikindi sem hann fái ekki nauðsynleg lyf við.Fram kom í fréttum Stöðvar 2 á sínum tíma að geðheilbrigðismál í hæliskerfinu hafi aldrei verið þyngri en áfallateymi Rauða krossins var kallað út þrisvar sinnum oftar á síðastliðnu ári miðað við árið á undan vegna mála sambærilegra og íranski flóttamaðurinn glímir við. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum frá því fyrir tveimur vikum var maðurinn metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur en vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. Því þurfi að fara fram sérstakt mat á mikilvægi þjónustunnar sem Útlendingastofnun lætur framkvæma en það ferli geti tekið langan tíma. Rauði krossinn baðst undan viðtali vegna málsins í dag og sagði málefni mannsins í höndum lögreglu. Unnið sé að því að veita honum viðeigandi aðstoð. Félagsmál Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Hælisleitandi á tólfta degi hungurverkfalls: „Ég ætla ekki að borða þar til þau láta sig mál mitt varða“ Rauði krossinn hefur miklar áhyggjur af manninum sem er sárþjáður af gyllinæð. Þá hafa geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri. 23. janúar 2019 19:00 Maður hékk á göngubrúnni yfir Miklubraut Sérsveit lögreglu og slökkvilið var kölluð út að göngubrúnni yfir Miklubraut við Kringluna á fjórða tímanum í dag þar sem tilkynnt hafði verið um karlmann hangandi á göngubrúnni. 7. febrúar 2019 16:09 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Íranskur hælisleitandi reyndi í dag að skaða sig frammi fyrir fjölda vegfarenda á Miklubraut. Sérveit Ríkislögreglustjóra tókst giftusamlega að bjarga manninum og koma honum undir læknishendur. Lögreglumenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn auk sérsveitarmanna sýndu fumlaus og öguð viðbrögð í erfiðum aðstæðum en atvikið átti sér stað á göngubrúnni yfir Miklubraut við Kringluna um miðjan dag. En íranskur hælisleitandi, sem fréttastofan hefur áður fjallað um, hótaði að skaða sig. Mikill viðbúnaður var vegna málsins og var umferð um Miklubraut var stöðvuð í báðar áttir og fjöldi gangandi vegfarenda, bæði barna og fullorðinna fylgdust með þegar maðurinn reyndi að vekja athygli á stöðu sinni með þessum hætti. Lögregla, slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn auk sérsveitar Ríkislögreglustjóra hlúðu að manninum og komu honum undir læknishendur.Vísir/JóhannKNý hættur í hungurverkfalli Rauði krossinn hefur haft miklar áhyggjur af manninum en fyrir um tveimur vikum fjallaði fréttastofan um málefni hans þegar hann var á tólfta degi hungurverkfalls. Maðurinn er bæði andlega og líkamlega veikur og hóf hungurverkfallið, að hans sögn, eftir hafa ekki fengið nauðsynlega læknisaðstoð, en hann hefur verið sár þjáður af gyllinæð og þá segist hann glíma við andleg veikindi sem hann fái ekki nauðsynleg lyf við.Fram kom í fréttum Stöðvar 2 á sínum tíma að geðheilbrigðismál í hæliskerfinu hafi aldrei verið þyngri en áfallateymi Rauða krossins var kallað út þrisvar sinnum oftar á síðastliðnu ári miðað við árið á undan vegna mála sambærilegra og íranski flóttamaðurinn glímir við. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum frá því fyrir tveimur vikum var maðurinn metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur en vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. Því þurfi að fara fram sérstakt mat á mikilvægi þjónustunnar sem Útlendingastofnun lætur framkvæma en það ferli geti tekið langan tíma. Rauði krossinn baðst undan viðtali vegna málsins í dag og sagði málefni mannsins í höndum lögreglu. Unnið sé að því að veita honum viðeigandi aðstoð.
Félagsmál Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Hælisleitandi á tólfta degi hungurverkfalls: „Ég ætla ekki að borða þar til þau láta sig mál mitt varða“ Rauði krossinn hefur miklar áhyggjur af manninum sem er sárþjáður af gyllinæð. Þá hafa geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri. 23. janúar 2019 19:00 Maður hékk á göngubrúnni yfir Miklubraut Sérsveit lögreglu og slökkvilið var kölluð út að göngubrúnni yfir Miklubraut við Kringluna á fjórða tímanum í dag þar sem tilkynnt hafði verið um karlmann hangandi á göngubrúnni. 7. febrúar 2019 16:09 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Hælisleitandi á tólfta degi hungurverkfalls: „Ég ætla ekki að borða þar til þau láta sig mál mitt varða“ Rauði krossinn hefur miklar áhyggjur af manninum sem er sárþjáður af gyllinæð. Þá hafa geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri. 23. janúar 2019 19:00
Maður hékk á göngubrúnni yfir Miklubraut Sérsveit lögreglu og slökkvilið var kölluð út að göngubrúnni yfir Miklubraut við Kringluna á fjórða tímanum í dag þar sem tilkynnt hafði verið um karlmann hangandi á göngubrúnni. 7. febrúar 2019 16:09