Landeigendur ekki fyrirstaða heldur verkhönnun við breikkun Vesturlandsvegar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. febrúar 2019 12:01 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Framkvæmdum á Vesturlandsvegi seinkar um nokkra mánuði vegna þess að verkhönnun Vegagerðarinnar liggur ekki fyrir að sögn nefndarmanns í umhverfis- og samgöngunefnd. Eftir það semji Vegagerðin við landeigendur á svæðinu um bætur ef breikkun vegarins nái inná þeirra land. Verklokum eigi ekki að seinka. Við sögðum frá því í gær að landeigendur á Kjalarnesi eru undrandi yfir því að umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis hafi gefið út að rekja megi frestun á breikkun Vesturlandsvegar til þess að ekki hafi náðst samningar við þá. Þeir hafi þvert á móti lýst yfir ánægju með áformin. En í tillögu nefndarinnar kemur fram að eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verksins næstu tvö ár verði skorin niður í 400 milljónir króna. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Vilhjálmur Árnason sem situr í umhverfis-og samgöngunefnd segir að málið snúist fyrst og fremst um seinkun á verkhönnun vegarins svo hægt sé að gefa út framkvæmdaleyfi. Þegar Vegagerðin hafi lokið því þá fari af stað samningaviðræður við landeigendur á svæðinu. „Ég held að það sé ekki fyrirstaða landeiganda heldur það liggur ekki fyrir hvað þarf að vera inní samningunum því verkhönnun vegarins er ekki lokið hjá Vegagerðinni og framkvæmdarleyfi liggur því ekki fyrir,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að eftir að verkhönnun sé lokið verði samið um bætur við landeigendur á svæðinu en hefur ekki upplýsingar um hversu háar þær verða. Þetta eigi þó ekki að þýða að fresta þurfi verklokum. Aðspurður um hvers vegna verkhönnun hafi ekki verið lokið fyrr þar sem fyrir lá að breikka átti Vesturlandsveg segir Vilhjálmur. „Einhvern veginn hefur kannski hefur kannski eitthvað komið uppá en Vegagerðin verður að svara fyrir það. En það er ekkert svo langt síðan Samgönguáætlun var lögð fram, það var síðasta haust,“ segir hann. Fjáveiting sem fara átti í Vesturlandsveg var að hluta til flutt til Grindarvíkurvegar. Vilhjálmur segir að verkhönnun hafi verði komnar lengra þar og framkvæmdir hafi verið hafnar. Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri Borgarbyggðar gerir alvarlegar athugasemdir við að teknar hafi verið ákvarðanir um að flytja fjármagn frá fyrirhugaðri uppbyggingu vegarins á Kjalarnesi til annarra verkefna. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun kemur fram að slík ákvörðun þýði mikla og óásættanlega seinkun á nauðsynlegum samgöngubótum. Borgarstjórn Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Framkvæmdum á Vesturlandsvegi seinkar um nokkra mánuði vegna þess að verkhönnun Vegagerðarinnar liggur ekki fyrir að sögn nefndarmanns í umhverfis- og samgöngunefnd. Eftir það semji Vegagerðin við landeigendur á svæðinu um bætur ef breikkun vegarins nái inná þeirra land. Verklokum eigi ekki að seinka. Við sögðum frá því í gær að landeigendur á Kjalarnesi eru undrandi yfir því að umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis hafi gefið út að rekja megi frestun á breikkun Vesturlandsvegar til þess að ekki hafi náðst samningar við þá. Þeir hafi þvert á móti lýst yfir ánægju með áformin. En í tillögu nefndarinnar kemur fram að eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verksins næstu tvö ár verði skorin niður í 400 milljónir króna. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Vilhjálmur Árnason sem situr í umhverfis-og samgöngunefnd segir að málið snúist fyrst og fremst um seinkun á verkhönnun vegarins svo hægt sé að gefa út framkvæmdaleyfi. Þegar Vegagerðin hafi lokið því þá fari af stað samningaviðræður við landeigendur á svæðinu. „Ég held að það sé ekki fyrirstaða landeiganda heldur það liggur ekki fyrir hvað þarf að vera inní samningunum því verkhönnun vegarins er ekki lokið hjá Vegagerðinni og framkvæmdarleyfi liggur því ekki fyrir,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að eftir að verkhönnun sé lokið verði samið um bætur við landeigendur á svæðinu en hefur ekki upplýsingar um hversu háar þær verða. Þetta eigi þó ekki að þýða að fresta þurfi verklokum. Aðspurður um hvers vegna verkhönnun hafi ekki verið lokið fyrr þar sem fyrir lá að breikka átti Vesturlandsveg segir Vilhjálmur. „Einhvern veginn hefur kannski hefur kannski eitthvað komið uppá en Vegagerðin verður að svara fyrir það. En það er ekkert svo langt síðan Samgönguáætlun var lögð fram, það var síðasta haust,“ segir hann. Fjáveiting sem fara átti í Vesturlandsveg var að hluta til flutt til Grindarvíkurvegar. Vilhjálmur segir að verkhönnun hafi verði komnar lengra þar og framkvæmdir hafi verið hafnar. Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri Borgarbyggðar gerir alvarlegar athugasemdir við að teknar hafi verið ákvarðanir um að flytja fjármagn frá fyrirhugaðri uppbyggingu vegarins á Kjalarnesi til annarra verkefna. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun kemur fram að slík ákvörðun þýði mikla og óásættanlega seinkun á nauðsynlegum samgöngubótum.
Borgarstjórn Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira