Stjórnvöld þurfi heildstæðari stefnu í málefnum barna Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 08:00 Ísland skortir heildstæða stefnumótun varðandi innleiðingu Barnasáttmála SÞ. Vísir/getty Sú skylda hvílir á öllum aðildarríkjum Barnasáttmálans að innleiða hann og er sú krafa meðal annars lögð á aðildarríkin í Barnasáttmálanum sjálfum. Ríki sem hafa fullgilt sáttmálann eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera forsendur sáttmálans að veruleika. Til að fylgja þessu eftir ber öllum aðildarríkjum sáttmálans skylda til að senda Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna skýrslu um stöðu innleiðingar sáttmálans á fimm ára fresti. Í kjölfarið fara stjórnvöld viðkomandi ríkja í úttekt hjá nefndinni sem gefur í framhaldinu út skýrslu um stöðu innleiðingar Barnasáttmálans. „Íslensk stjórnvöld sendu skýrslu til nefndarinnar bara í þarsíðustu viku,“ segir Hjördís Eva Þórðardóttir, teymisstjóri innanlandsverkefna UNICEF á Íslandi. „Íslensk stjórnvöld standa vissulega framarlega þegar kemur að velferð barna, þrátt fyrir það hefur nefndin gert athugasemdir við innleiðingu Barnasáttmálans hér á landi. Ein sú alvarlegasta er án alls vafa að hér á landi er ekki til staðar nein heildstæð stefnumótun um hvernig eigi að innleiða sáttmálann og ríkið hefur ekki átt í neinu samtali við sveitarfélögin um það hvernig þau geti tekið þátt í innleiðingarvinnunni. Ef sveitarfélögin taka ekki þátt í þessari vinnu er auðséð að Barnasáttmálinn verður aldrei innleiddur hér á landi, þar sem þau stýra stærstum hluta af öllu starfi sem hefur áhrif á daglegt líf barna.“ Til að hægt sé að innleiða Barnasáttmálann þarf að fylgja þeim viðmiðum sem Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur sett fyrir innleiðingu hans. Þau viðmið eru skýr og kalla meðal annars á heildstæða stefnumótun um málefni barna þar sem sérstaklega er horft til viðkvæmustu hópa barna. Hjördís Eva segir að íslensk stjórnvöld þurfi að setja sér skilvirkari markmið um innleiðingu Barnasáttmálans og sú stefna þurfi að innihalda áætlun um það hvernig sveitarfélögin koma inn í þá vinnu. „Við hjá UNICEF höfum hannað innleiðingarlíkan fyrir sveitarfélög sem heitir Barnvæn sveitarfélög, barnvaensveitarfelog.is, sem aðstoðar sveitarfélög við að innleiða Barnasáttmálann. Þar er búið að skipta innleiðingarferlinu upp í skref sem sveitarfélög geta stigið markvisst til að innleiða Barnasáttmálann með markvissum hætti. Við hófum vinnu við þetta líkan með Akureyrarbæ sem hefur nú samþykkt aðgerðaáætlun fyrir innleiðingu Barnasáttmálans. Sú áætlun er mjög metnaðarfull og umfangsmikil og mun ná til næstu tveggja ára,“ segir Hjördís Eva. „Þegar Akureyri hefur uppfyllt þessa aðgerðaáætlun munu þau fara í úttektarferli hjá UNICEF sem mun leiða til þess að þau geti öðlast viðurkenningu frá UNICEF á Íslandi sem Barnvænt sveitarfélag, ef þau uppfylla forsendur úttektarinnar. Við erum einnig í samstarfi við Kópavog sem vinnur hörðum höndum að þessu verkefni, en þau eru núna í þeim fasa að kortleggja Barnasáttmálann í Kópavogi og munu í kjölfarið búa til sína aðgerðaáætlun fyrir innleiðingu Barnasáttmálans. Það er mikil ánægja sem fylgir því að vinna með þessum tveimur sveitarfélögum sem hafa svo mikinn eldmóð fyrir því að innleiða Barnasáttmálann í allt stjórnkerfi sitt. Vinna þeirra er að ryðja brautina fyrir fleiri sveitarfélög en við hjá UNICEF erum komin með langan biðlista af sveitarfélögum sem vilja vinna að innleiðingu Barnasáttmálans með okkur. Markmiðið er að í gegnum þetta verkefni verði öll sveitarfélög á Íslandi barnvæn sveitarfélög.“ Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, vinnur nú að því að endurskoða þjónustu fyrir börn á Íslandi í samstarfi við fleiri ráðuneyti. Ráðherrann hefur lýst yfir miklum vilja til að vinna samhliða þeirri vinnu að innleiðingu Barnasáttmálans. „Við höfum mikla trú á að sú vinna muni stuðla að markvissari vinnu við að innleiða sáttmálann og að félags- og barnamálaráðherra muni skipta sköpum fyrir innleiðingu Barnasáttmálans,“ segir Hjördís Eva. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Sú skylda hvílir á öllum aðildarríkjum Barnasáttmálans að innleiða hann og er sú krafa meðal annars lögð á aðildarríkin í Barnasáttmálanum sjálfum. Ríki sem hafa fullgilt sáttmálann eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera forsendur sáttmálans að veruleika. Til að fylgja þessu eftir ber öllum aðildarríkjum sáttmálans skylda til að senda Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna skýrslu um stöðu innleiðingar sáttmálans á fimm ára fresti. Í kjölfarið fara stjórnvöld viðkomandi ríkja í úttekt hjá nefndinni sem gefur í framhaldinu út skýrslu um stöðu innleiðingar Barnasáttmálans. „Íslensk stjórnvöld sendu skýrslu til nefndarinnar bara í þarsíðustu viku,“ segir Hjördís Eva Þórðardóttir, teymisstjóri innanlandsverkefna UNICEF á Íslandi. „Íslensk stjórnvöld standa vissulega framarlega þegar kemur að velferð barna, þrátt fyrir það hefur nefndin gert athugasemdir við innleiðingu Barnasáttmálans hér á landi. Ein sú alvarlegasta er án alls vafa að hér á landi er ekki til staðar nein heildstæð stefnumótun um hvernig eigi að innleiða sáttmálann og ríkið hefur ekki átt í neinu samtali við sveitarfélögin um það hvernig þau geti tekið þátt í innleiðingarvinnunni. Ef sveitarfélögin taka ekki þátt í þessari vinnu er auðséð að Barnasáttmálinn verður aldrei innleiddur hér á landi, þar sem þau stýra stærstum hluta af öllu starfi sem hefur áhrif á daglegt líf barna.“ Til að hægt sé að innleiða Barnasáttmálann þarf að fylgja þeim viðmiðum sem Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur sett fyrir innleiðingu hans. Þau viðmið eru skýr og kalla meðal annars á heildstæða stefnumótun um málefni barna þar sem sérstaklega er horft til viðkvæmustu hópa barna. Hjördís Eva segir að íslensk stjórnvöld þurfi að setja sér skilvirkari markmið um innleiðingu Barnasáttmálans og sú stefna þurfi að innihalda áætlun um það hvernig sveitarfélögin koma inn í þá vinnu. „Við hjá UNICEF höfum hannað innleiðingarlíkan fyrir sveitarfélög sem heitir Barnvæn sveitarfélög, barnvaensveitarfelog.is, sem aðstoðar sveitarfélög við að innleiða Barnasáttmálann. Þar er búið að skipta innleiðingarferlinu upp í skref sem sveitarfélög geta stigið markvisst til að innleiða Barnasáttmálann með markvissum hætti. Við hófum vinnu við þetta líkan með Akureyrarbæ sem hefur nú samþykkt aðgerðaáætlun fyrir innleiðingu Barnasáttmálans. Sú áætlun er mjög metnaðarfull og umfangsmikil og mun ná til næstu tveggja ára,“ segir Hjördís Eva. „Þegar Akureyri hefur uppfyllt þessa aðgerðaáætlun munu þau fara í úttektarferli hjá UNICEF sem mun leiða til þess að þau geti öðlast viðurkenningu frá UNICEF á Íslandi sem Barnvænt sveitarfélag, ef þau uppfylla forsendur úttektarinnar. Við erum einnig í samstarfi við Kópavog sem vinnur hörðum höndum að þessu verkefni, en þau eru núna í þeim fasa að kortleggja Barnasáttmálann í Kópavogi og munu í kjölfarið búa til sína aðgerðaáætlun fyrir innleiðingu Barnasáttmálans. Það er mikil ánægja sem fylgir því að vinna með þessum tveimur sveitarfélögum sem hafa svo mikinn eldmóð fyrir því að innleiða Barnasáttmálann í allt stjórnkerfi sitt. Vinna þeirra er að ryðja brautina fyrir fleiri sveitarfélög en við hjá UNICEF erum komin með langan biðlista af sveitarfélögum sem vilja vinna að innleiðingu Barnasáttmálans með okkur. Markmiðið er að í gegnum þetta verkefni verði öll sveitarfélög á Íslandi barnvæn sveitarfélög.“ Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, vinnur nú að því að endurskoða þjónustu fyrir börn á Íslandi í samstarfi við fleiri ráðuneyti. Ráðherrann hefur lýst yfir miklum vilja til að vinna samhliða þeirri vinnu að innleiðingu Barnasáttmálans. „Við höfum mikla trú á að sú vinna muni stuðla að markvissari vinnu við að innleiða sáttmálann og að félags- og barnamálaráðherra muni skipta sköpum fyrir innleiðingu Barnasáttmálans,“ segir Hjördís Eva.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira