Ekki sé komið til móts við þarfir allra barna Sveinn Arnarsson skrifar 28. febrúar 2019 06:00 Lára Kristín Jónsdóttir og sonur hennar Úlfar Hólmgeirsson sem þarf á sterkum gleraugum að halda til að lifa eðlilegu lífi. Fréttablaðið/Auðunn Foreldrar barna sem þurfa sterk gleraugu til að lifa eðlilegu lífi þurfa oft á tíðum að greiða hátt verð fyrir hjálpartæki fyrir börn sín og fá afar litla aðstoð frá hinu opinbera. Lára Kristín Jónsdóttir, móðir Úlfars Hólmgeirssonar, segir það skjóta skökku við að greiða háar upphæðir fyrir gleraugu á meðan til dæmis heyrnartæki fyrir börn eru greidd að fullu úr ríkissjóði. Hún segir málið snúast um mannréttindi. „Úlfar þarf á gleraugum að halda til þess að geta tekið þátt í daglegu lífi. Það eru mannréttindi að börn geti fengið að lifa eðlilegu lífi og fjárhagsleg staða foreldra á ekki að skipta máli þegar kemur að því,“ segir Lára Kristín og heldur áfram. „Sonur minn er með það slæma sjón að hann getur lítið sem ekkert gert án gleraugna.“ Úlfar stundar sund og eftir að hafa fengið sundgleraugu við hæfi getur hann stundað íþrótt sína af kappi. „En það þýðir líka að við erum að eyða rúmlega eitt hundrað þúsund krónum í gleraugu. Heimilisbókhaldið okkar ræður við þetta,“ segir Lára Kristín, „en efnaminni foreldrar gætu átt í miklum erfiðleikum með að greiða þetta.“ Samkvæmt reglugerð frá árinu 2005 eiga öll börn rétt á gleraugnaendurgreiðslum að átján ára aldri. Í reglugerðinni voru upphæðir ákveðnar og hafa þær ekki tekið breytingum síðan. Á tæpum 15 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar og gleraugu hækkað í verði líkt og allt annað hér á landi. Til stendur innan félagsmálaráðuneytisins að laga þetta. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir vinnu í gangi í ráðuneytinu. „Ég held að ástæða sé til að að flýta þeirri vinnu eins og kostur er. Ég mun beita mér fyrir því á næstu vikum og mánuðum að það verði gert og að við leitum leiða til að koma betur til móts við þau börn sem þarna um ræðir,“ segir ráðherrann. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Foreldrar barna sem þurfa sterk gleraugu til að lifa eðlilegu lífi þurfa oft á tíðum að greiða hátt verð fyrir hjálpartæki fyrir börn sín og fá afar litla aðstoð frá hinu opinbera. Lára Kristín Jónsdóttir, móðir Úlfars Hólmgeirssonar, segir það skjóta skökku við að greiða háar upphæðir fyrir gleraugu á meðan til dæmis heyrnartæki fyrir börn eru greidd að fullu úr ríkissjóði. Hún segir málið snúast um mannréttindi. „Úlfar þarf á gleraugum að halda til þess að geta tekið þátt í daglegu lífi. Það eru mannréttindi að börn geti fengið að lifa eðlilegu lífi og fjárhagsleg staða foreldra á ekki að skipta máli þegar kemur að því,“ segir Lára Kristín og heldur áfram. „Sonur minn er með það slæma sjón að hann getur lítið sem ekkert gert án gleraugna.“ Úlfar stundar sund og eftir að hafa fengið sundgleraugu við hæfi getur hann stundað íþrótt sína af kappi. „En það þýðir líka að við erum að eyða rúmlega eitt hundrað þúsund krónum í gleraugu. Heimilisbókhaldið okkar ræður við þetta,“ segir Lára Kristín, „en efnaminni foreldrar gætu átt í miklum erfiðleikum með að greiða þetta.“ Samkvæmt reglugerð frá árinu 2005 eiga öll börn rétt á gleraugnaendurgreiðslum að átján ára aldri. Í reglugerðinni voru upphæðir ákveðnar og hafa þær ekki tekið breytingum síðan. Á tæpum 15 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar og gleraugu hækkað í verði líkt og allt annað hér á landi. Til stendur innan félagsmálaráðuneytisins að laga þetta. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir vinnu í gangi í ráðuneytinu. „Ég held að ástæða sé til að að flýta þeirri vinnu eins og kostur er. Ég mun beita mér fyrir því á næstu vikum og mánuðum að það verði gert og að við leitum leiða til að koma betur til móts við þau börn sem þarna um ræðir,“ segir ráðherrann.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira