„Það er bara ekkert ferðaveður“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. febrúar 2019 22:11 Staðan á hádegi á morgun samkvæmt spá Veðurstofunnar. Mynd/Veðurstofa Íslands Þeir sem hafa í hyggju að ferðast landshluta á milli á morgun ættu að íhuga vandlega að fresta för. Spáð er ofsaveðri á stórum hluta landsins. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir fyrir Suðausturland, Austfirði, Norðausturland og miðhálendið frá klukkan fimm í nótt til 18 á morgun. „Það er bara ekkert ferðaveður,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Hann segir að spár hafi ekki breyst mikið frá því fyrr í dag þegar fyrst var varað við veðrinu á morgun. „Þetta kemur fyrst inn á Suður- og Suðausturlandið í nótt og lægir fyrst hérna á Suðurlandi og svo fer þetta hægt og rólega austur þannig að það lægir einna síðast á Austfjörðum og Austurlandi,“ segir Óli. Gert er ráð fyrir suðvestan 23-30 m/s hvassviðri með staðbundnum hviðum að 50 m/s í þeim landshlutum þar sem appelsínugula viðvörunin er í gildi.Eins og sjá má eru veðurviðvaranir í gildi um nánast allt land.Mynd/Veðurstofa íslandsSem fyrr segir er ekkert ferðaveður á þessum slóðum og foktjón líklegt. „Það verður einhvers staðar á milli 40-50 metrar á sekúndu þar sem verst verður í hviðum. Þegar hviður eru komnar þangað erum við eiginlega farin að nálgast það að húsþök geti lent í vandræðum. Að fá svona hviðu á bíl á vegi, það getur orðið mjög snúið að halda bílnum á veginum við þannig aðstæður,“ segir Óli Jón.Þá bendir hann á að þrátt fyrir að veður geti virst með ágætu móti víða á svæðinu á morgun sé varhugavert að halda af stað í ferðalög þar sem hviðurnar geri ekki boð á undan sér.„Þó svo að staðbundið geti verið ágætis veður þá sérðu ekki 40-50 metra á sekúndu hviðu koma með neinum fyrirvara þannig að þú bara lendir á henni og átt ekkert séns,“ segir Óli Jón. Það fylgi suðvestanáttinni að hún geti verið mjög byljótt.Reiknað er með að veðrið nái hámarki fyrir hádegi en gangi svo hægt og bítandi niður.„Það fer að hvessa á milli fjögur og fimm á norðanverðu landinu. Á milli sex og níu fer þetta að ná hámarki og eftir hádegi fer að draga jafnt og þétt úr þessu.“ Samgöngur Veður Tengdar fréttir Spá ofsaveðri í byljóttri suðvestanátt Veðurstofan spáir að ofsaveður gangi yfir hluta landsins á morgun og varar við að foktjón geti orðið í þéttbýli á norðan- og austanverðu landinu. Þá má gera ráð fyrir truflun á samgöngum. 25. febrúar 2019 14:18 Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. 25. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Sjá meira
Þeir sem hafa í hyggju að ferðast landshluta á milli á morgun ættu að íhuga vandlega að fresta för. Spáð er ofsaveðri á stórum hluta landsins. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir fyrir Suðausturland, Austfirði, Norðausturland og miðhálendið frá klukkan fimm í nótt til 18 á morgun. „Það er bara ekkert ferðaveður,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Hann segir að spár hafi ekki breyst mikið frá því fyrr í dag þegar fyrst var varað við veðrinu á morgun. „Þetta kemur fyrst inn á Suður- og Suðausturlandið í nótt og lægir fyrst hérna á Suðurlandi og svo fer þetta hægt og rólega austur þannig að það lægir einna síðast á Austfjörðum og Austurlandi,“ segir Óli. Gert er ráð fyrir suðvestan 23-30 m/s hvassviðri með staðbundnum hviðum að 50 m/s í þeim landshlutum þar sem appelsínugula viðvörunin er í gildi.Eins og sjá má eru veðurviðvaranir í gildi um nánast allt land.Mynd/Veðurstofa íslandsSem fyrr segir er ekkert ferðaveður á þessum slóðum og foktjón líklegt. „Það verður einhvers staðar á milli 40-50 metrar á sekúndu þar sem verst verður í hviðum. Þegar hviður eru komnar þangað erum við eiginlega farin að nálgast það að húsþök geti lent í vandræðum. Að fá svona hviðu á bíl á vegi, það getur orðið mjög snúið að halda bílnum á veginum við þannig aðstæður,“ segir Óli Jón.Þá bendir hann á að þrátt fyrir að veður geti virst með ágætu móti víða á svæðinu á morgun sé varhugavert að halda af stað í ferðalög þar sem hviðurnar geri ekki boð á undan sér.„Þó svo að staðbundið geti verið ágætis veður þá sérðu ekki 40-50 metra á sekúndu hviðu koma með neinum fyrirvara þannig að þú bara lendir á henni og átt ekkert séns,“ segir Óli Jón. Það fylgi suðvestanáttinni að hún geti verið mjög byljótt.Reiknað er með að veðrið nái hámarki fyrir hádegi en gangi svo hægt og bítandi niður.„Það fer að hvessa á milli fjögur og fimm á norðanverðu landinu. Á milli sex og níu fer þetta að ná hámarki og eftir hádegi fer að draga jafnt og þétt úr þessu.“
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Spá ofsaveðri í byljóttri suðvestanátt Veðurstofan spáir að ofsaveður gangi yfir hluta landsins á morgun og varar við að foktjón geti orðið í þéttbýli á norðan- og austanverðu landinu. Þá má gera ráð fyrir truflun á samgöngum. 25. febrúar 2019 14:18 Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. 25. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Sjá meira
Spá ofsaveðri í byljóttri suðvestanátt Veðurstofan spáir að ofsaveður gangi yfir hluta landsins á morgun og varar við að foktjón geti orðið í þéttbýli á norðan- og austanverðu landinu. Þá má gera ráð fyrir truflun á samgöngum. 25. febrúar 2019 14:18
Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. 25. febrúar 2019 07:30