Segir áherslur félaganna einkennilegar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. febrúar 2019 06:00 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur einkennilegt að fyrirhuguð verkföll í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins (SA) eigi að bitna á þeirri atvinnugrein sem skapað hafi hvað flest störf undanfarin ár. Í næstu viku hefst innan Eflingar atkvæðagreiðsla meðal starfsmanna á veitingahúsum, á hótelum og ræstingastarfsfólks um hvort boða eigi til sólarhringsverkfalls 8. mars. Áðurnefnd fjögur félög slitu formlega viðræðum við SA í liðinni viku. „Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem skiptir lífskjör þjóðarinnar miklu máli. Undanfarin ár hefur hún skapað hvað flest störf, vaxið hratt og afkoma hennar hefur mikil áhrif á samfélagið,“ segir Þórdís. Ráðherrann segir að tímasetning deilunnar sé sérstaklega slæm. Úr röðum greinarinnar heyrast áhyggjuraddir yfir því hvaða áhrif verkföll kynnu að hafa og fyrirspurnir hafa borist frá viðskiptavinum erlendis, helst stórum ferðaskrifstofum, um hvert líklegt framhald verði. „Afkoma ferðaþjónustunnar hefur verið að versna þótt fjöldi ferðamanna hafi aukist. Greinin er mannaflafrek og launagreiðslur stærstur hluti rekstrarkostnaðar,“ segir Þórdís. Þórdís tekur einnig undir orð fjármálaráðherra sem féllu á Sprengisandi í gær og segir það skjóta skökku við að viðræðurnar séu komnar á þennan stað án þess að forsendur deilunnar virðist liggja fyrir. „Það er verkefni aðila vinnumarkaðarins að leysa þetta og ég óska þeim góðs gengis og vona að þeim takist að greiða úr þessari flóknu stöðu. Á hinu tapa allir,“ segir Þórdís. „Það eru um 700 manns sem munu taka þátt í vinnustöðvuninni þann 8. mars verði hún samþykkt. Í þessum hópi er meirihlutinn konur af erlendum uppruna sem eru að vinna líkamlega erfiða vinnu á smánarlaunum,“ segir Sólveig Anna. „Ástæða þess að þessi starfsstétt er valin er að hér er um að ræða jaðarsettasta hópinn á lélegustu laununum í grein sem hefur skilað miklum hagnaði síðustu ár. Þær tekjur hafa ekki runnið í vasa þeirra sem vinna vinnuna.“ „Það er líka táknrænt að vinnustöðvunin fari fram þann 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna,“ bætir Sólveig Anna við. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Afmörkuð aðgerð utan við móðurplan stéttarfélaganna Hótelstjóri og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af áhrifum mögulegra verkfallsaðgerða á starfsemi hótela og gistihúsa. 23. febrúar 2019 07:15 Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02 „Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur einkennilegt að fyrirhuguð verkföll í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins (SA) eigi að bitna á þeirri atvinnugrein sem skapað hafi hvað flest störf undanfarin ár. Í næstu viku hefst innan Eflingar atkvæðagreiðsla meðal starfsmanna á veitingahúsum, á hótelum og ræstingastarfsfólks um hvort boða eigi til sólarhringsverkfalls 8. mars. Áðurnefnd fjögur félög slitu formlega viðræðum við SA í liðinni viku. „Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem skiptir lífskjör þjóðarinnar miklu máli. Undanfarin ár hefur hún skapað hvað flest störf, vaxið hratt og afkoma hennar hefur mikil áhrif á samfélagið,“ segir Þórdís. Ráðherrann segir að tímasetning deilunnar sé sérstaklega slæm. Úr röðum greinarinnar heyrast áhyggjuraddir yfir því hvaða áhrif verkföll kynnu að hafa og fyrirspurnir hafa borist frá viðskiptavinum erlendis, helst stórum ferðaskrifstofum, um hvert líklegt framhald verði. „Afkoma ferðaþjónustunnar hefur verið að versna þótt fjöldi ferðamanna hafi aukist. Greinin er mannaflafrek og launagreiðslur stærstur hluti rekstrarkostnaðar,“ segir Þórdís. Þórdís tekur einnig undir orð fjármálaráðherra sem féllu á Sprengisandi í gær og segir það skjóta skökku við að viðræðurnar séu komnar á þennan stað án þess að forsendur deilunnar virðist liggja fyrir. „Það er verkefni aðila vinnumarkaðarins að leysa þetta og ég óska þeim góðs gengis og vona að þeim takist að greiða úr þessari flóknu stöðu. Á hinu tapa allir,“ segir Þórdís. „Það eru um 700 manns sem munu taka þátt í vinnustöðvuninni þann 8. mars verði hún samþykkt. Í þessum hópi er meirihlutinn konur af erlendum uppruna sem eru að vinna líkamlega erfiða vinnu á smánarlaunum,“ segir Sólveig Anna. „Ástæða þess að þessi starfsstétt er valin er að hér er um að ræða jaðarsettasta hópinn á lélegustu laununum í grein sem hefur skilað miklum hagnaði síðustu ár. Þær tekjur hafa ekki runnið í vasa þeirra sem vinna vinnuna.“ „Það er líka táknrænt að vinnustöðvunin fari fram þann 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna,“ bætir Sólveig Anna við.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Afmörkuð aðgerð utan við móðurplan stéttarfélaganna Hótelstjóri og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af áhrifum mögulegra verkfallsaðgerða á starfsemi hótela og gistihúsa. 23. febrúar 2019 07:15 Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02 „Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Afmörkuð aðgerð utan við móðurplan stéttarfélaganna Hótelstjóri og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar hefur miklar áhyggjur af áhrifum mögulegra verkfallsaðgerða á starfsemi hótela og gistihúsa. 23. febrúar 2019 07:15
Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02
„Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent