Þeir krefjast þess að fyrirtækið láti af allri þróun vopnatækni.
Ekki liggur fyrir hve margir hafa skrifað undir bréfið en á Twitter-síðu sem hópurinn stofnaði segir að þeir séu minnst hundrað.
On behalf of workers at Microsoft, we're releasing an open letter to Brad Smith and Satya Nadella, demanding for the cancelation of the IVAS contract with a call for stricter ethical guidelines.
If you're a Microsoft employee you can sign at: https://t.co/958AhvIHO5pic.twitter.com/uUZ5P4FJ7X
— Microsoft Workers 4 Good (@MsWorkers4) February 22, 2019
Í tilkynningu frá Microsoft segir að fyrirtækið hafi ávallt metið skoðanir starfsmanna þess. Þá vísaði fyrirtækið til yfirlýsingar Brad Smith, forseta þess, í nóvember þar sem hann sagði forsvarsmenn Microsoft staðráðna í að starfa með hernum og á sama tíma kalla eftir lögum um ábyrga notkun tækni.
Starfsmenn tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum hafa að undanförnu gagnrýnt þau harðlega vegna notkunar tækni sem þeir hafa þróað fyrir fyrirtækin. AP fréttaveitan vísar til mótmæla starfsmanna Google í fyrra þegar þeir kröfðust þess að fyrirtækið hætti að þróa gervigreind fyrir herinn. Það leiddi til þess að Google hætti sinni aðkomu að verkefninu.
Þá gagnrýndu starfsmenn Microsoft fyrirtækið í fyrra fyrir að starfa með yfirvöldum í tengslum við málefni innflytjenda.