Hafnarboltastjarna fær 36 milljarða samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 15:30 Manny Machado er ríkur maður. AP/Jae C. Hong Hafnarboltamaðurinn Manny Machado hefur gert einn stærsta samninginn í sögu bandarískra íþrótta samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla. Manny Machado er að semja við San Diego Padres og á að fá 300 milljónir dollara fyrir tíu ára samning eða rétt tæplega 36 milljarða íslenskra króna. Manny Machado er 26 ára og spilaði með Los Angeles Dodgers á síðasta tímabili. Fyrstu sex ár ferilsins var hann aftur á móti leikmaður Baltimore Orioles. Hann fékk sextán milljónir dollara fyrir síðasta tímabil en þessi samningur er af allt annarri stæðargráðu. Machado er frábær leikmaður en hann hefur fjórum sinnum komist í Stjörnuleik MLB-deildarinnar og tvisvar unnið Gullhanska deildarinnar. Fáir hafnarboltaleikmenn státa af sömu hæfileikum og Machado. Philadelphia Phillies, Chicago White Sox og New York Yankees voru öll á eftir undirskrift Manny Machado en misstu af honum.Manny Machado's contract with the Padres: A reported 10-year, $300 million deal. It would be the biggest free-agent contract in the history of American sports, AP reports pic.twitter.com/ivNwhFYUQr — TicToc by Bloomberg (@tictoc) February 20, 2019San Diego Padres hefur eytt miklum peningi í að styrkja liðið sitt á síðustu misserum og þar á bæ ætla menn sé stóra hluti. Alls hafa forráðamenn Padres nú eytt 474 milljónum dollara í nýja leikmenn undanfarin tvö tímabil eða meira en öll önnur lið deildarinnar. Sem dæmið um stökkið sem félagið hefur tekið er að Padres eyddi alls 309 milljónum dollara í nýja leikmenn í aldarfjórðung þar á undan. San Diego er ennþá með hafnarboltalið en þessi borg í suður Kaliforníu hefur misst bæði NBA-liðin sín (Rockets til Houston 1971 og Clippers til Los Angeles 1984) sem og NFL-liðið sitt (Charges til Los Angeles 2017). San Diego Padres hefur aldrei unnið hafnarboltatitilinn en tvisvar komist í úrslitin. Síðast spilaði San Diego Padres liðið í „World Series“ fyrir meira en tuttugu árum eða haustið 1998.Here’s some good nuggets into Manny Machado’s decision to sign with the #Padres (via @espn) W/ Hosmer and Machado contracts, “the Padres have spent more on two players than they did in their previous 25 offseasons combined." pic.twitter.com/82JTJclZ1G — Andrew Burer (@andrewburer) February 19, 2019 Aðrar íþróttir Hafnabolti Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Hafnarboltamaðurinn Manny Machado hefur gert einn stærsta samninginn í sögu bandarískra íþrótta samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla. Manny Machado er að semja við San Diego Padres og á að fá 300 milljónir dollara fyrir tíu ára samning eða rétt tæplega 36 milljarða íslenskra króna. Manny Machado er 26 ára og spilaði með Los Angeles Dodgers á síðasta tímabili. Fyrstu sex ár ferilsins var hann aftur á móti leikmaður Baltimore Orioles. Hann fékk sextán milljónir dollara fyrir síðasta tímabil en þessi samningur er af allt annarri stæðargráðu. Machado er frábær leikmaður en hann hefur fjórum sinnum komist í Stjörnuleik MLB-deildarinnar og tvisvar unnið Gullhanska deildarinnar. Fáir hafnarboltaleikmenn státa af sömu hæfileikum og Machado. Philadelphia Phillies, Chicago White Sox og New York Yankees voru öll á eftir undirskrift Manny Machado en misstu af honum.Manny Machado's contract with the Padres: A reported 10-year, $300 million deal. It would be the biggest free-agent contract in the history of American sports, AP reports pic.twitter.com/ivNwhFYUQr — TicToc by Bloomberg (@tictoc) February 20, 2019San Diego Padres hefur eytt miklum peningi í að styrkja liðið sitt á síðustu misserum og þar á bæ ætla menn sé stóra hluti. Alls hafa forráðamenn Padres nú eytt 474 milljónum dollara í nýja leikmenn undanfarin tvö tímabil eða meira en öll önnur lið deildarinnar. Sem dæmið um stökkið sem félagið hefur tekið er að Padres eyddi alls 309 milljónum dollara í nýja leikmenn í aldarfjórðung þar á undan. San Diego er ennþá með hafnarboltalið en þessi borg í suður Kaliforníu hefur misst bæði NBA-liðin sín (Rockets til Houston 1971 og Clippers til Los Angeles 1984) sem og NFL-liðið sitt (Charges til Los Angeles 2017). San Diego Padres hefur aldrei unnið hafnarboltatitilinn en tvisvar komist í úrslitin. Síðast spilaði San Diego Padres liðið í „World Series“ fyrir meira en tuttugu árum eða haustið 1998.Here’s some good nuggets into Manny Machado’s decision to sign with the #Padres (via @espn) W/ Hosmer and Machado contracts, “the Padres have spent more on two players than they did in their previous 25 offseasons combined." pic.twitter.com/82JTJclZ1G — Andrew Burer (@andrewburer) February 19, 2019
Aðrar íþróttir Hafnabolti Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira