Sigríður ætlar ekki að segja af sér Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2019 12:04 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/stefán Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sigríður segist áfram njóta trausts hjá ríkisstjórninni allri og hefur ekki í hyggju að segja af sér. Hún sitji áfram. „Ég geri það en það er alveg rétt sem þú nefnir að það er verið að finna að málsmeðferð allri, þar á meðal á Alþingi. Það var ekki við mig að saka þar á sínum tíma. Niðurstaðan er að málsmeðferð hafi verið gölluð, það hef ég alltaf sagt. Frá upphafi. Það þarf að skoða þetta ferli, hvernig skipan dómara er háttað.“ Ráðherra segir dóminn bæði vera óvæntan og fordæmalausan og þá komi líka á óvart að dómurinn hafi klofnað í afstöðu sinni til málsins. Sigríður segir að verið sé að greina málið en bendir á að dómurinn sé afar yfirgripsmikill. Sigríður segir að dómurinn kunni að hafa áhrif um alla Evrópu. Hún segir að það sé mat bæði sérfræðinga í dómsmálaráðuneytinu og hjá ríkislögmanni að það sé tilefni til að skoða vandlega og alvarlega hvort ekki sé hægt að skjóta niðurstöðunni til yfirdómsins en slíkt þarf ríkið að gera innan þriggja mánaða. „Landsréttur er lögmætt skipaður. Dómarar eru skipaðir ævilangt, það verður ekki hróflað við þeim. Dómurinn hefur ekki þannig afleiðingar að dómar rakni upp. Menn geta óskað eftir endurupptöku ef þeir telja það þjóna hagsmunum sínum. Menn geta ekki fríað sig réttarhöldum út af þessu.“ Innt eftir viðbrögðum við því að fólk sé farið að krefjast afsagnar segir Sigríður: „Það kemur svo sem auðvitað ekki á óvart. Menn hafa haldið því á lofti eins og þeir mögulega geta. En nei, ég tel nú ekki að þessi dómur gefi tilefni til þess og ég minni á og bendi á og árétta að afstaða íslenskra dómstóla til lögmætis skipunar dómaranna í Landsrétti liggur alveg skýr fyrir. Það voru nú allar þrjár greinar ríkisvaldsins sem einmitt komu að þeirri skipun og endaði núna síðast með Hæstarétti sem dæmdi þessa skipun lögmæta.“ Sigríður segir að sér hafi fundist sláandi að lesa niðurstöðu minnihluta dómsins. „Ég hef svo sem axlað ábyrgð á þessu máli frá upphafi og það er ekki, auðvitað, gert með því að hlaupast frá verkum. Þessi dómur hann gefur ekki tilefni til þess og sérstaklega ef ég má nefna það að það vekur athygli í ummælum í niðurstöðu minnihluta dómsins, þar sem situr eins og ég sagði forseti dómsins, að meirihlutinn hafi látið opinbera umfjöllun pólitíska um málið bera sig af leið og vikið frá fyrri fordæmum. Það finnst mér alvarlegt að lesa og við þurfum að greina þetta og leita álits.“ Sigríður braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi með skipan dómara í Landsrétti, nýju dómsstigi. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í morgun. Ráðherra fór ekki að tillögu hæfisnefndar við skipanina heldur skipti fjórum sem voru efst á blaði hæfisnefndar út fyrir aðra fjóra umsækjendur.Áfram verður fylgst með gangi mála á vaktinni á Vísi í dag. Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Sigríði í heild sinni.
Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sigríður segist áfram njóta trausts hjá ríkisstjórninni allri og hefur ekki í hyggju að segja af sér. Hún sitji áfram. „Ég geri það en það er alveg rétt sem þú nefnir að það er verið að finna að málsmeðferð allri, þar á meðal á Alþingi. Það var ekki við mig að saka þar á sínum tíma. Niðurstaðan er að málsmeðferð hafi verið gölluð, það hef ég alltaf sagt. Frá upphafi. Það þarf að skoða þetta ferli, hvernig skipan dómara er háttað.“ Ráðherra segir dóminn bæði vera óvæntan og fordæmalausan og þá komi líka á óvart að dómurinn hafi klofnað í afstöðu sinni til málsins. Sigríður segir að verið sé að greina málið en bendir á að dómurinn sé afar yfirgripsmikill. Sigríður segir að dómurinn kunni að hafa áhrif um alla Evrópu. Hún segir að það sé mat bæði sérfræðinga í dómsmálaráðuneytinu og hjá ríkislögmanni að það sé tilefni til að skoða vandlega og alvarlega hvort ekki sé hægt að skjóta niðurstöðunni til yfirdómsins en slíkt þarf ríkið að gera innan þriggja mánaða. „Landsréttur er lögmætt skipaður. Dómarar eru skipaðir ævilangt, það verður ekki hróflað við þeim. Dómurinn hefur ekki þannig afleiðingar að dómar rakni upp. Menn geta óskað eftir endurupptöku ef þeir telja það þjóna hagsmunum sínum. Menn geta ekki fríað sig réttarhöldum út af þessu.“ Innt eftir viðbrögðum við því að fólk sé farið að krefjast afsagnar segir Sigríður: „Það kemur svo sem auðvitað ekki á óvart. Menn hafa haldið því á lofti eins og þeir mögulega geta. En nei, ég tel nú ekki að þessi dómur gefi tilefni til þess og ég minni á og bendi á og árétta að afstaða íslenskra dómstóla til lögmætis skipunar dómaranna í Landsrétti liggur alveg skýr fyrir. Það voru nú allar þrjár greinar ríkisvaldsins sem einmitt komu að þeirri skipun og endaði núna síðast með Hæstarétti sem dæmdi þessa skipun lögmæta.“ Sigríður segir að sér hafi fundist sláandi að lesa niðurstöðu minnihluta dómsins. „Ég hef svo sem axlað ábyrgð á þessu máli frá upphafi og það er ekki, auðvitað, gert með því að hlaupast frá verkum. Þessi dómur hann gefur ekki tilefni til þess og sérstaklega ef ég má nefna það að það vekur athygli í ummælum í niðurstöðu minnihluta dómsins, þar sem situr eins og ég sagði forseti dómsins, að meirihlutinn hafi látið opinbera umfjöllun pólitíska um málið bera sig af leið og vikið frá fyrri fordæmum. Það finnst mér alvarlegt að lesa og við þurfum að greina þetta og leita álits.“ Sigríður braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi með skipan dómara í Landsrétti, nýju dómsstigi. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í morgun. Ráðherra fór ekki að tillögu hæfisnefndar við skipanina heldur skipti fjórum sem voru efst á blaði hæfisnefndar út fyrir aðra fjóra umsækjendur.Áfram verður fylgst með gangi mála á vaktinni á Vísi í dag. Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Sigríði í heild sinni.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28
Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03
Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23
Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17