Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2019 13:45 Skúli Mogensen, eigandi félagsins, gerir nú allt til að bjarga fyrirtækinu sínu en þessi mynd var tekin á Keflavíkurflugvelli síðastliðið sumar. vísir/vilhelm Airport Associates er einn þeirra kröfuhafa sem hafa samþykkt að breyta skuldabréfum sínum í WOW air í hlutafé. Forstjóri félagsins segir það samdómaálit kröfuhafa að það sé heillavænlegri leið en að WOW fari í þrot. Tölur úr rekstri WOW air sýni algjöra umbreytingu á rekstri félagsins undanfarna mánuði og rekstrarhorfur félagsins séu góðar. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, segir WOW hafa losað sig við stærri flugvélar félagsins og fært það aftur í þá stöðu sem það var í árið 2015 og 2016. „Í staðinn fyrir að vera í bullandi tapi lítur þetta mjög vel út,“ segir Sigþór.Sjá einnig: Eini kosturinn í stöðunni fyrir kröfuhafaKröfuhafarnir hafi fundað stíft undanfarna daga að en áætlun þeirra gangi út á að breyta skuldum í hlutafé upp á 49 prósent. Einhugur sé á meðal þeirra um að bjóða 51 prósenta hlut í félaginu fyrir 40 milljónir dollara, sem samsvarar um fimm milljörðum íslenskra króna. Ef það gangi upp séu framtíðarrekstrarhorfur WOW air góðar; það er segja að áætlanir um skuldabreytingu og aukið hlutafé gangi eftir. Skúli Mogensen hefur frá upphafi verið eini eigandi félagsins. Nú er það væntanlega að breytast en Skúli er einn af þeim sem á kröfur í WOW. Sigþór segir að það sé hlutverk nýrra hluthafa að ákveða hver stýri félaginu í framtíðinni. Hann segist styðja að Skúli verði áfram forstjóri. „Ég myndi gera það. Hann er búinn að gera stórkostlega hluti, mikið af mistökum líka, en lyfta grettistaki við að umbreyta félaginu aftur í rekstrarhæft form til framtíðar. Ég myndi gera það 100 prósent,“ segir Sigþór en tekur fram að hann ráði því að sjálfsögðu ekki einn og það komi fleiri að þeirri ákvörðun. Isavia, sem sér um rekstur allra flugvalla á Íslandi, er einn af kröfuhöfum WOW en félagið stóð fyrir utan þessar samningaviðræður og er ekki einn þeirra kröfuhafa sem mun umbreyta skuldum WOW í hlutafé. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Gagnrýnir Samgöngustofu og Isavia harðlega: Telur of dökka mynd dregna upp ef WOW fer í þrot Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, segir að Samgöngustofu hafa að sínu mati brugðist eftirlitshlutverki sínu gagnvart WOW air. Þetta sagði Björgólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að of svört mynd væri dregin upp af áhrifunum sem verða ef WOW air hættir rekstri. 26. mars 2019 10:23 Hefja formlegar viðræður við mögulega fjárfesta WOW air hefur sent frá sér tilkynningu. 26. mars 2019 12:39 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Airport Associates er einn þeirra kröfuhafa sem hafa samþykkt að breyta skuldabréfum sínum í WOW air í hlutafé. Forstjóri félagsins segir það samdómaálit kröfuhafa að það sé heillavænlegri leið en að WOW fari í þrot. Tölur úr rekstri WOW air sýni algjöra umbreytingu á rekstri félagsins undanfarna mánuði og rekstrarhorfur félagsins séu góðar. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, segir WOW hafa losað sig við stærri flugvélar félagsins og fært það aftur í þá stöðu sem það var í árið 2015 og 2016. „Í staðinn fyrir að vera í bullandi tapi lítur þetta mjög vel út,“ segir Sigþór.Sjá einnig: Eini kosturinn í stöðunni fyrir kröfuhafaKröfuhafarnir hafi fundað stíft undanfarna daga að en áætlun þeirra gangi út á að breyta skuldum í hlutafé upp á 49 prósent. Einhugur sé á meðal þeirra um að bjóða 51 prósenta hlut í félaginu fyrir 40 milljónir dollara, sem samsvarar um fimm milljörðum íslenskra króna. Ef það gangi upp séu framtíðarrekstrarhorfur WOW air góðar; það er segja að áætlanir um skuldabreytingu og aukið hlutafé gangi eftir. Skúli Mogensen hefur frá upphafi verið eini eigandi félagsins. Nú er það væntanlega að breytast en Skúli er einn af þeim sem á kröfur í WOW. Sigþór segir að það sé hlutverk nýrra hluthafa að ákveða hver stýri félaginu í framtíðinni. Hann segist styðja að Skúli verði áfram forstjóri. „Ég myndi gera það. Hann er búinn að gera stórkostlega hluti, mikið af mistökum líka, en lyfta grettistaki við að umbreyta félaginu aftur í rekstrarhæft form til framtíðar. Ég myndi gera það 100 prósent,“ segir Sigþór en tekur fram að hann ráði því að sjálfsögðu ekki einn og það komi fleiri að þeirri ákvörðun. Isavia, sem sér um rekstur allra flugvalla á Íslandi, er einn af kröfuhöfum WOW en félagið stóð fyrir utan þessar samningaviðræður og er ekki einn þeirra kröfuhafa sem mun umbreyta skuldum WOW í hlutafé.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Gagnrýnir Samgöngustofu og Isavia harðlega: Telur of dökka mynd dregna upp ef WOW fer í þrot Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, segir að Samgöngustofu hafa að sínu mati brugðist eftirlitshlutverki sínu gagnvart WOW air. Þetta sagði Björgólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að of svört mynd væri dregin upp af áhrifunum sem verða ef WOW air hættir rekstri. 26. mars 2019 10:23 Hefja formlegar viðræður við mögulega fjárfesta WOW air hefur sent frá sér tilkynningu. 26. mars 2019 12:39 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07
Gagnrýnir Samgöngustofu og Isavia harðlega: Telur of dökka mynd dregna upp ef WOW fer í þrot Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, segir að Samgöngustofu hafa að sínu mati brugðist eftirlitshlutverki sínu gagnvart WOW air. Þetta sagði Björgólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að of svört mynd væri dregin upp af áhrifunum sem verða ef WOW air hættir rekstri. 26. mars 2019 10:23
Hefja formlegar viðræður við mögulega fjárfesta WOW air hefur sent frá sér tilkynningu. 26. mars 2019 12:39