Kraft biðst afsökunar eftir ákæru vegna vændiskaupa Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2019 20:51 Robert Kraft, eigandi New England Patriots. AP/Charlie Neibergall Robert Kraft, eigandi New England Patriots, hefur beðist afsökunar eftir að hann var kærður fyrir meint vændiskaup á nuddstofu í Flórída. Í fyrstu yfirlýsingu sinni eftir að hann var kærður segist hann vita að hann hafi sært fjölskyldumeðlimi sína, vini, samstarfsmenn, aðdáendur Patriots og aðra og hann hafi valdið þeim vonbrigðum. Kraft, sem er 77 ára gamall, sagðist bera gífurlega virðingu fyrir konum og að siðferði hans hafi mótast af eiginkonu hans sem lést árið 2011. „Allt mitt líf hef ég reynt að breyta rétta. Það síðasta sem ég vildi gert hafa er að vanvirða aðra mannveru,“ hefur AP fréttaveitan eftir Kraft. Þá sagðist hann vonast til þess að vinna sér inn traust og virðingu á nýjan leik.Kraft var ákærður í síðasta mánuði fyrir að hafa keypt vændi tvisvar sinnum. Hann neitar sök. Hann og aðrir sakborningar (um300) í umfangsmiklu vændismáli lögreglunnar í Flórída, berjast nú gegn því að myndbönd, sem lögreglan segir að sýni sakborninga stunda kynlíf með vændiskonum og mögulegum fórnarlömbum mansals, verði gerð opinber. Nokkrir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa tekið höndum saman til að reyna að koma höndum yfir sönnunargögn í málinu. Dómsskjöl segja lögregluþjóna hafa tekið vændiskaup Kraft upp á falda myndavél þann 19. janúar og þann 20. janúar. Saksóknarar hafa boðist til þess að fella ákærurnar niður ef mennirnir samþykkja að sitja námskeið um hættur vændis og mansals, sinna samfélagsþjónustu og greiða sekt. Samkomulagið fæli einnig í sér viðurkenningu á sekt þeirra. Þar að auki þyrftu þeir að mæta fyrir dómara og gangast próf vegna kynsjúkdóma. Lögreglan hefur lokað tíu nuddstofum í Palm Beach og Orlando. AP segir margar af konunum sem þar unnu vera frá Kína og þær hafi verið þvingaðar til að búa á nuddstofunum og þær hafi ekki fengið að fara út án þess að vera fylgt eftir. Bandaríkin NFL Tengdar fréttir Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. 23. febrúar 2019 09:49 Stofnandi nuddstofunnar þar sem Kraft var gómaður horfði á Superbowl með Trump Konan sem stofnaði nuddstofuna þar sem Robert Kraft, eigandi New England Patriots, er sakaður um að hafa keypt sér vændi, fagnaði Superbowl-sigri Patriots með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og vini Kraft. 8. mars 2019 15:30 Ekki einu sinni laserljós dugði til þess að stöðva Brady | Myndband NFL er nú að rannsaka hegðun stuðningsmanna Kansas City Chiefs um síðustu helgi því laserljósi var ítrekað beint að Tom Brady, leikstjórnanda Patriots, í leiknum. 24. janúar 2019 11:30 Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída. 26. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Robert Kraft, eigandi New England Patriots, hefur beðist afsökunar eftir að hann var kærður fyrir meint vændiskaup á nuddstofu í Flórída. Í fyrstu yfirlýsingu sinni eftir að hann var kærður segist hann vita að hann hafi sært fjölskyldumeðlimi sína, vini, samstarfsmenn, aðdáendur Patriots og aðra og hann hafi valdið þeim vonbrigðum. Kraft, sem er 77 ára gamall, sagðist bera gífurlega virðingu fyrir konum og að siðferði hans hafi mótast af eiginkonu hans sem lést árið 2011. „Allt mitt líf hef ég reynt að breyta rétta. Það síðasta sem ég vildi gert hafa er að vanvirða aðra mannveru,“ hefur AP fréttaveitan eftir Kraft. Þá sagðist hann vonast til þess að vinna sér inn traust og virðingu á nýjan leik.Kraft var ákærður í síðasta mánuði fyrir að hafa keypt vændi tvisvar sinnum. Hann neitar sök. Hann og aðrir sakborningar (um300) í umfangsmiklu vændismáli lögreglunnar í Flórída, berjast nú gegn því að myndbönd, sem lögreglan segir að sýni sakborninga stunda kynlíf með vændiskonum og mögulegum fórnarlömbum mansals, verði gerð opinber. Nokkrir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa tekið höndum saman til að reyna að koma höndum yfir sönnunargögn í málinu. Dómsskjöl segja lögregluþjóna hafa tekið vændiskaup Kraft upp á falda myndavél þann 19. janúar og þann 20. janúar. Saksóknarar hafa boðist til þess að fella ákærurnar niður ef mennirnir samþykkja að sitja námskeið um hættur vændis og mansals, sinna samfélagsþjónustu og greiða sekt. Samkomulagið fæli einnig í sér viðurkenningu á sekt þeirra. Þar að auki þyrftu þeir að mæta fyrir dómara og gangast próf vegna kynsjúkdóma. Lögreglan hefur lokað tíu nuddstofum í Palm Beach og Orlando. AP segir margar af konunum sem þar unnu vera frá Kína og þær hafi verið þvingaðar til að búa á nuddstofunum og þær hafi ekki fengið að fara út án þess að vera fylgt eftir.
Bandaríkin NFL Tengdar fréttir Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. 23. febrúar 2019 09:49 Stofnandi nuddstofunnar þar sem Kraft var gómaður horfði á Superbowl með Trump Konan sem stofnaði nuddstofuna þar sem Robert Kraft, eigandi New England Patriots, er sakaður um að hafa keypt sér vændi, fagnaði Superbowl-sigri Patriots með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og vini Kraft. 8. mars 2019 15:30 Ekki einu sinni laserljós dugði til þess að stöðva Brady | Myndband NFL er nú að rannsaka hegðun stuðningsmanna Kansas City Chiefs um síðustu helgi því laserljósi var ítrekað beint að Tom Brady, leikstjórnanda Patriots, í leiknum. 24. janúar 2019 11:30 Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída. 26. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. 23. febrúar 2019 09:49
Stofnandi nuddstofunnar þar sem Kraft var gómaður horfði á Superbowl með Trump Konan sem stofnaði nuddstofuna þar sem Robert Kraft, eigandi New England Patriots, er sakaður um að hafa keypt sér vændi, fagnaði Superbowl-sigri Patriots með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og vini Kraft. 8. mars 2019 15:30
Ekki einu sinni laserljós dugði til þess að stöðva Brady | Myndband NFL er nú að rannsaka hegðun stuðningsmanna Kansas City Chiefs um síðustu helgi því laserljósi var ítrekað beint að Tom Brady, leikstjórnanda Patriots, í leiknum. 24. janúar 2019 11:30
Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída. 26. febrúar 2019 12:30