Erlent

Borgir rýmdar vegna flóða í Íran

Andri Eysteinsson skrifar
Frá flóðasvæðum í N-Íran.
Frá flóðasvæðum í N-Íran. Getty/Anadolu Agency
Mikið hefur rignt í Íran undanfarnar þrjár vikur með þeim afleiðingum að flætt hefur yfir stóra hluta landsins. BBC greinir frá.

Spáð er enn frekari rigningu í suðvestur hluta landsins en sá hluti hefur farið verst út úr flóðunum. Talið er að um 400.000 manns séu í hættu vegna flóða á svæðinu. Einnig hefur mikið flætt í héraðinu Golestan í norðri.

70 hafa látist vegna flóðanna undanfarið en gripið hefur verið til þess ráðs að rýma borgir og bæi á hættusvæðum. Íbúar sex þéttbýla við bakka árinnar Karkheh munu þurfa að yfirgefa heimili sín samkvæmt ríkisstjóra Khuzestan-héraðsins í suðvestur hluta landsins. Nú þegar hafa um 70 þorp verið rýmd.

Hættulegt magn vatns hefur safnast saman í uppistöðulónum landsins og hafa stíflur víða verið opnaðar þrátt fyrir aukna flóðahættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×