Ótrúleg tilviljun réði því að upp komst um tilraun tölvuþrjóta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. apríl 2019 14:32 Háskólinn á Akureyri. f Frettablaðið/Pjetur Tölvuþrjótar höfðu á aðra milljón króna af Háskólanum á Akureyri með því að koma fram í nafni erlends fyrirtækis sem átti í viðskiptum við háskólann. Brutu þeir sér leið inn í tölvupóstsamskipti og fengu starfsmann háskólans til þess að millifæra fjármunina. Þá uppgötvaðist önnur tilraun tölvuþrjóta til að njósna um tölvu í háskólanum fyrir ótrúlega tilviljun.Greint er frá málinu á RÚV.is en í samtali við Vísi staðfestir Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningasviðs að háskólinn hafi lent í tölvuþrjótum. Vakin var athygli á athæfi þeirra í tölvupósti til nemenda og starfsmanna háskólans og þeir beðnir um að vera á varðbergi. Málið uppgötvaðist aðeins þegar fyrirtækið sem um ræðir hafði samband og fór að ganga á eftir greiðslunni. „Þessi óprúttni aðili villti á sér um heimildir og sendi uppfærðar og þar af leiðandi rangar greiðsluupplýsingar og starfsmaður HA millifærði upphæðina á þennan nýja bankareikning. Þegar þjónustuaðilinn fer að ýta á eftir greiðslunni uppgötvast svikin. Eftir frekari greiningu kemur í ljós að þessi óprúttni aðili hefur komist yfir aðgangsupplýsingar okkar starfsmanns og er því tjónið okkar, sem í þessu tilfelli var vel á aðra miljón króna,“ segir í tölvupóstinum.Sambærilegt tæki og það sem fannst í tölvu í háskólanum.Kaffi helltist yfir lyklaborð Katrín segir að að öllum líkindum séu fjármunirnir glataðir en tölvuglæpir á borð við þennan verða æ algengari og varar lögregla reglulega við slíkum glæpum. Hvetur Katrín stofnanir og fyirtæki til þess að vera á varðbergi gagnvart þessari hættu. Þá hefur verkferlum í háskólanum verið breytt vegna málsins og nú þurfa starfsmenn hans ávallt að hafa samband símleiðis og fá staðfestingu frá viðtakanda sé ætlunin að millifæra fjármuni háskólans til þriðja aðila. Annað mál uppgötvaðist einnig sem fyrr segir fyrir ótrúlega tilviljun. Eftir að kaffi helltist yfir lyklaborð í skólanum kom í ljós að litlu tæki hafði verið komið fyrir í tölvunni, svokölluðum Keylogger, sem skráir og les það sem slegið er á lyklaborð tölvunnar. Þannig er hægt að komast yfir lykilorð og annan texta. Katrín segir þó að eftir að tækið hafi verið skoðað hafi verið hægt að koma í veg fyrir að upplýsingarnar sem þar voru geymdar hafi verið sendar til þess sem kom tækinu fyrir. Eru þó starfsmenn og nemendur hvattir til þess að vera á varðbergi gagnvart slíkri hættu. Akureyri Lögreglumál Skóla - og menntamál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Tölvuþrjótar höfðu á aðra milljón króna af Háskólanum á Akureyri með því að koma fram í nafni erlends fyrirtækis sem átti í viðskiptum við háskólann. Brutu þeir sér leið inn í tölvupóstsamskipti og fengu starfsmann háskólans til þess að millifæra fjármunina. Þá uppgötvaðist önnur tilraun tölvuþrjóta til að njósna um tölvu í háskólanum fyrir ótrúlega tilviljun.Greint er frá málinu á RÚV.is en í samtali við Vísi staðfestir Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningasviðs að háskólinn hafi lent í tölvuþrjótum. Vakin var athygli á athæfi þeirra í tölvupósti til nemenda og starfsmanna háskólans og þeir beðnir um að vera á varðbergi. Málið uppgötvaðist aðeins þegar fyrirtækið sem um ræðir hafði samband og fór að ganga á eftir greiðslunni. „Þessi óprúttni aðili villti á sér um heimildir og sendi uppfærðar og þar af leiðandi rangar greiðsluupplýsingar og starfsmaður HA millifærði upphæðina á þennan nýja bankareikning. Þegar þjónustuaðilinn fer að ýta á eftir greiðslunni uppgötvast svikin. Eftir frekari greiningu kemur í ljós að þessi óprúttni aðili hefur komist yfir aðgangsupplýsingar okkar starfsmanns og er því tjónið okkar, sem í þessu tilfelli var vel á aðra miljón króna,“ segir í tölvupóstinum.Sambærilegt tæki og það sem fannst í tölvu í háskólanum.Kaffi helltist yfir lyklaborð Katrín segir að að öllum líkindum séu fjármunirnir glataðir en tölvuglæpir á borð við þennan verða æ algengari og varar lögregla reglulega við slíkum glæpum. Hvetur Katrín stofnanir og fyirtæki til þess að vera á varðbergi gagnvart þessari hættu. Þá hefur verkferlum í háskólanum verið breytt vegna málsins og nú þurfa starfsmenn hans ávallt að hafa samband símleiðis og fá staðfestingu frá viðtakanda sé ætlunin að millifæra fjármuni háskólans til þriðja aðila. Annað mál uppgötvaðist einnig sem fyrr segir fyrir ótrúlega tilviljun. Eftir að kaffi helltist yfir lyklaborð í skólanum kom í ljós að litlu tæki hafði verið komið fyrir í tölvunni, svokölluðum Keylogger, sem skráir og les það sem slegið er á lyklaborð tölvunnar. Þannig er hægt að komast yfir lykilorð og annan texta. Katrín segir þó að eftir að tækið hafi verið skoðað hafi verið hægt að koma í veg fyrir að upplýsingarnar sem þar voru geymdar hafi verið sendar til þess sem kom tækinu fyrir. Eru þó starfsmenn og nemendur hvattir til þess að vera á varðbergi gagnvart slíkri hættu.
Akureyri Lögreglumál Skóla - og menntamál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira