Betur gekk að koma fólki frá borði Andri Eysteinsson skrifar 14. apríl 2019 09:43 Betur gekk að koma fólki frá borði en á föstudagskvöld. Icelandair hefur bætt við aukaflugi til Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm Veðrið á suðvesturhorninu undanfarna sólarhringa hefur varla farið fram hjá neinum. Mikið hefur verið fjallað um hvassviðrið og þá helst áhrif þess á flugsamgöngur í Keflavík og á Reykjavíkurflugvelli. Farþegar hafa, sökum veðurs, setið fastir um borð í flugvélum, flugi hefur verið aflýst eða seinkað. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að mun betur hafi gengið að koma fólki frá borði í nótt en reyndist á föstudaginn. Biðin hafi ekki verið mikil þó að fjöldi fluga hafi lent á svipuðum tíma en öllu flugi Icelandair sem lenda átti í Keflavík seinni part dags var seinkað til kvölds. Vélarnar lentu því á milli 21:59 og 00:45.2000 farþegum hefur verið komið í annað flug Einnig voru lítillegar seinkanir í morgun vegna mikils fjölda fólks sem bíður lausna á Keflavíkurflugvelli. Á vef Isavia má sjá að flugvélar fóru í loftið 20-40 mínútum á eftir áætlun í flestum tilfellum. Icelandair bætti í gær við aukaflugi til Bandarísku borganna New York, Washington og Boston. Slíkt verður aftur uppi á teningnum en þó verður aukaflugi til Orlandó bætt við. Það flug er áætlað klukkan hálf fjögur og verður til þess notuð nýleigð 767 breiðþota Icelandair sem er á leið til landsins. Ásdís segir að mikið álag hafi verið á kerfinu og að Icelandair sé ánægt með þá vinnu sem innt hefur verið af hendi til þess að finna lausnir fyrir farþega sína. 2000 farþegum, sem fastir voru í Keflavík hefur verið komið í annað flug. Þá hefur Icelandair aðstoðað fjölda farþega, sem áttu leið frá Evrópu til Bandaríkjanna með stuttri viðkomu hér á landi, við að endurskipuleggja flug og komast án leiðarenda án þess að stoppa í Keflavík. Samkvæmt veðurspá er útlit fyrir að veður verði viðráðanlegra móti í kvöld og því ættu aðstæður að vera eðlilegri í kvöld. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi, segir því að allir ættu að komast í páskafríið sitt. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Veðrið á suðvesturhorninu undanfarna sólarhringa hefur varla farið fram hjá neinum. Mikið hefur verið fjallað um hvassviðrið og þá helst áhrif þess á flugsamgöngur í Keflavík og á Reykjavíkurflugvelli. Farþegar hafa, sökum veðurs, setið fastir um borð í flugvélum, flugi hefur verið aflýst eða seinkað. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að mun betur hafi gengið að koma fólki frá borði í nótt en reyndist á föstudaginn. Biðin hafi ekki verið mikil þó að fjöldi fluga hafi lent á svipuðum tíma en öllu flugi Icelandair sem lenda átti í Keflavík seinni part dags var seinkað til kvölds. Vélarnar lentu því á milli 21:59 og 00:45.2000 farþegum hefur verið komið í annað flug Einnig voru lítillegar seinkanir í morgun vegna mikils fjölda fólks sem bíður lausna á Keflavíkurflugvelli. Á vef Isavia má sjá að flugvélar fóru í loftið 20-40 mínútum á eftir áætlun í flestum tilfellum. Icelandair bætti í gær við aukaflugi til Bandarísku borganna New York, Washington og Boston. Slíkt verður aftur uppi á teningnum en þó verður aukaflugi til Orlandó bætt við. Það flug er áætlað klukkan hálf fjögur og verður til þess notuð nýleigð 767 breiðþota Icelandair sem er á leið til landsins. Ásdís segir að mikið álag hafi verið á kerfinu og að Icelandair sé ánægt með þá vinnu sem innt hefur verið af hendi til þess að finna lausnir fyrir farþega sína. 2000 farþegum, sem fastir voru í Keflavík hefur verið komið í annað flug. Þá hefur Icelandair aðstoðað fjölda farþega, sem áttu leið frá Evrópu til Bandaríkjanna með stuttri viðkomu hér á landi, við að endurskipuleggja flug og komast án leiðarenda án þess að stoppa í Keflavík. Samkvæmt veðurspá er útlit fyrir að veður verði viðráðanlegra móti í kvöld og því ættu aðstæður að vera eðlilegri í kvöld. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi, segir því að allir ættu að komast í páskafríið sitt.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira