Ekkert samkomulag í sjónmáli í deilu öryrkja og ríkisins Heimir Már Pétursson skrifar 10. apríl 2019 20:59 Litlar líkur eru á að samkomulag sé í nánd um afnám krónu á móti krónu skerðingu á lífeyrisgreiðslur til öryrkja þótt félagsmálaráðherra voni að samkomulag takist við samtök öryrkja um málið á næstu vikum. Öryrkjar segja stjórnvöld gera það að skilyrði að tekið verði upp starfsgetumat og það muni Öryrkjabandalagið aldrei samþykkja. Stjórnvöld og samtök öryrkja og fatlaðra hafa árum saman reynt að ná saman um breytingar á örorkulífeyriskerfinu en starfsgetumat var fyrst nefnt til sögunnar árið 2013. Öryrkjar hafa á sama tíma reynt að fá krónu á móti krónu skerðingu á hluta lífeyris þeirra fellda niður. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands segir örorkulífeyrir vera 248 þúsund í grunninn á mánuði. Hann sé settur saman úr nokkrum bótaflokkum meðal annars 60 þúsund króna sérstakri framfærsluuppbót. Það sé hún sem skerðist krónu á móti krónu fái öryrkjar tekjur annars staðar frá.Hefur það verið sagt beint við ykkur af hálfu ríkisins að skilyrði fyrir því að afnema krónu á móti krónu skerðinguna sé að tekið verði upp starfsgetumat? „Já það hefur verið gert. Það er bara þannig,” segir Þuríður Harpa. Þetta muni öryrkjar aldrei samþykkja. Stjórnvöld hafa hins vegar um nokkurt skeið sagt að niðurstöðu samráðshóps um málið sé að vænta innan skamms. Þá er ekkert minnst á aldraða og öryrkja í aðgerðum stjórnvalda í svo kölluðum lífskjarasamningum sem skrifað var undir í síðustu viku. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ítrekar að unnið sé að breytingum. „Við erum að vinna að ákveðnum kerfisbreytingum þegar kemur að málefnum örorkulífeyrisþega. Rétt eins og það er mikið af kerfisbreytingum hér í gangi varðandi húsnæðismálin og vinnumarkaðinn,” sagði Ásmundur Einar í viðtali þegar húsnæðistillögur starfshóps voru kynntar á föstudag. Öryrkjar segja starfsgetumat ekki hafa gefist vel þar sem það hafi verið tekið upp á undanförnum árum. Eins og í Noregi þar sem öryrkjar hafi orðið fyrir kjaraskerðingum og margir lent á fátækrastyrk hjá sveitarfélögum þar sem fá störf standi þeim til boða þrátt fyrir fögur fyrirheit.Það stendur ekki til að ykkar hálfu að samþykkja í sömu andránni starfsgetumatið og fá fram þessa leiðréttingu á krónu á móti krónu? „Nei. Við segjum og höfum alltaf sagt að það sé hægt að breyta almannatryggingakerfinu, það er hægt að taka út krónu á móti krónu. Búa þannig til hvata fyrir fólk sem getur og hugsanlega fær vinnu hér á Íslandi til að fara út á vinnumarkaðinn,” segir Þuríður Harpa. Ráðherra segir stjórnvöld einnig hafa áhyggjur á mikilli fjölgun öryrkja. Ráðast þurfi í þetta verkefni samhliða því að draga úr skerðingum. „Ég á von á að á allra næstu vikum komist niðurstaða í þau mál.”„Samhliða“ þýðir að það verður ekkert gert í krónu á móti krónu fyrr en samkomulagið er í höfn? „Samhliða því að við náum utan um þetta verkefni sem er að draga úr nýgengi örorku þá ætluðum við að ráðast í kerfisbreytingar,” segir Ásmundur Einar Daðason. Félagsmál Kjaramál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Litlar líkur eru á að samkomulag sé í nánd um afnám krónu á móti krónu skerðingu á lífeyrisgreiðslur til öryrkja þótt félagsmálaráðherra voni að samkomulag takist við samtök öryrkja um málið á næstu vikum. Öryrkjar segja stjórnvöld gera það að skilyrði að tekið verði upp starfsgetumat og það muni Öryrkjabandalagið aldrei samþykkja. Stjórnvöld og samtök öryrkja og fatlaðra hafa árum saman reynt að ná saman um breytingar á örorkulífeyriskerfinu en starfsgetumat var fyrst nefnt til sögunnar árið 2013. Öryrkjar hafa á sama tíma reynt að fá krónu á móti krónu skerðingu á hluta lífeyris þeirra fellda niður. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands segir örorkulífeyrir vera 248 þúsund í grunninn á mánuði. Hann sé settur saman úr nokkrum bótaflokkum meðal annars 60 þúsund króna sérstakri framfærsluuppbót. Það sé hún sem skerðist krónu á móti krónu fái öryrkjar tekjur annars staðar frá.Hefur það verið sagt beint við ykkur af hálfu ríkisins að skilyrði fyrir því að afnema krónu á móti krónu skerðinguna sé að tekið verði upp starfsgetumat? „Já það hefur verið gert. Það er bara þannig,” segir Þuríður Harpa. Þetta muni öryrkjar aldrei samþykkja. Stjórnvöld hafa hins vegar um nokkurt skeið sagt að niðurstöðu samráðshóps um málið sé að vænta innan skamms. Þá er ekkert minnst á aldraða og öryrkja í aðgerðum stjórnvalda í svo kölluðum lífskjarasamningum sem skrifað var undir í síðustu viku. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ítrekar að unnið sé að breytingum. „Við erum að vinna að ákveðnum kerfisbreytingum þegar kemur að málefnum örorkulífeyrisþega. Rétt eins og það er mikið af kerfisbreytingum hér í gangi varðandi húsnæðismálin og vinnumarkaðinn,” sagði Ásmundur Einar í viðtali þegar húsnæðistillögur starfshóps voru kynntar á föstudag. Öryrkjar segja starfsgetumat ekki hafa gefist vel þar sem það hafi verið tekið upp á undanförnum árum. Eins og í Noregi þar sem öryrkjar hafi orðið fyrir kjaraskerðingum og margir lent á fátækrastyrk hjá sveitarfélögum þar sem fá störf standi þeim til boða þrátt fyrir fögur fyrirheit.Það stendur ekki til að ykkar hálfu að samþykkja í sömu andránni starfsgetumatið og fá fram þessa leiðréttingu á krónu á móti krónu? „Nei. Við segjum og höfum alltaf sagt að það sé hægt að breyta almannatryggingakerfinu, það er hægt að taka út krónu á móti krónu. Búa þannig til hvata fyrir fólk sem getur og hugsanlega fær vinnu hér á Íslandi til að fara út á vinnumarkaðinn,” segir Þuríður Harpa. Ráðherra segir stjórnvöld einnig hafa áhyggjur á mikilli fjölgun öryrkja. Ráðast þurfi í þetta verkefni samhliða því að draga úr skerðingum. „Ég á von á að á allra næstu vikum komist niðurstaða í þau mál.”„Samhliða“ þýðir að það verður ekkert gert í krónu á móti krónu fyrr en samkomulagið er í höfn? „Samhliða því að við náum utan um þetta verkefni sem er að draga úr nýgengi örorku þá ætluðum við að ráðast í kerfisbreytingar,” segir Ásmundur Einar Daðason.
Félagsmál Kjaramál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira