Zuckerberg óttast alræðisríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. apríl 2019 08:00 Zuckerberg óttast ekki afleiðingarnar. Nordicphotos/AFP Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, varar við því að ríki heims geri kröfu um að stafræn gögn um ríkisborgara verði vistuð í hverju landi fyrir sig. Það gæti leitt til þess að alræðisríki steli upplýsingum um þegna sína og nýti í annarlegum tilgangi. Þetta sagði Zuckerberg í um níutíu mínútna viðtali við sagnfræðinginn Yuval Noah Harari sem birtist í gær. Kæmi til þess að krafa sem þessi yrði gerð sagði Zuckerberg að Facebook myndi einfaldlega neita að hlýða. Fyrirtækið myndi ekki setja upp gagnaver í alræðisríkjum og þannig stefna viðskiptavinum sínum í hættu. Slík lög eru nú þegar til staðar í Rússlandi og Kína. „Ef ég væri í ríkisstjórn gæti ég sent herinn á svæðið og tekið þau gögn sem ég vildi. Tekið þau til þess að stunda eftirlit eða gera árásir. Mér finnst það hljóma eins og afar slæm framtíð. En við erum ekki á þeirri vegferð. Sem aðili sem er að byggja upp vefþjónustu, eða bara sem almennur borgari, vil ég ekki sjá þessa þróun,“ sagði Zuckerberg og bætti við: „Ef ríkisstjórn getur nálgast persónuleg gögn þín getur hún komist að því hver þú ert, læst þig inni, meitt þig og fjölskyldu þína og valdið þér alvarlegum líkamlegum skaða.“ Zuckerberg sagði aukinheldur í símtali með hluthöfum fyrr í vikunni að Facebook gerði sér fullkomlega grein fyrir því að starfsemi fyrirtækisins í alræðisríkjum gæti verið bönnuð ef það hlýddi ekki kröfum sem þessum. Viðtalið við Harari sagði Zuckerberg að væri liður í átaki hans fyrir árið 2019 þar sem hann ætlaði að ræða oftar og ítarlegar um framtíð veraldarvefsins og stafræns samfélags á opinberum vettvangi. Leiða má líkur að því að Zuckerberg hafi tekið þessa ákvörðun eftir þá álitshnekki sem hann og Facebook og hafa beðið undanfarin misseri. Facebook hefur gengið í gegnum erfiða og alvarlega röð hneykslismála sem snúa mörg hver að öryggi stafrænna, persónulegra gagna. Til dæmis má nefna Cambridge Analytica-hneykslið, þar sem ráðgjafarfyrirtæki nýtti gögn Facebook-notenda í pólitískum tilgangi, öryggisgalla sem ollu því að hakkarar komust yfir milljónir lykilorða og gerðu persónulegar ljósmyndir óvart aðgengilegar öllum, deilingu persónulegra gagna með öðrum stórfyrirtækjum og notkun öfgamanna á samfélagsmiðlum fyrirtækisins sem auðvelduðu þeim að beita ofbeldi. Þá er ótalinn þáttur Facebook í afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum en gríðarlegur fjöldi falsfrétta komst í mikla dreifingu á samfélagsmiðlinum. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, varar við því að ríki heims geri kröfu um að stafræn gögn um ríkisborgara verði vistuð í hverju landi fyrir sig. Það gæti leitt til þess að alræðisríki steli upplýsingum um þegna sína og nýti í annarlegum tilgangi. Þetta sagði Zuckerberg í um níutíu mínútna viðtali við sagnfræðinginn Yuval Noah Harari sem birtist í gær. Kæmi til þess að krafa sem þessi yrði gerð sagði Zuckerberg að Facebook myndi einfaldlega neita að hlýða. Fyrirtækið myndi ekki setja upp gagnaver í alræðisríkjum og þannig stefna viðskiptavinum sínum í hættu. Slík lög eru nú þegar til staðar í Rússlandi og Kína. „Ef ég væri í ríkisstjórn gæti ég sent herinn á svæðið og tekið þau gögn sem ég vildi. Tekið þau til þess að stunda eftirlit eða gera árásir. Mér finnst það hljóma eins og afar slæm framtíð. En við erum ekki á þeirri vegferð. Sem aðili sem er að byggja upp vefþjónustu, eða bara sem almennur borgari, vil ég ekki sjá þessa þróun,“ sagði Zuckerberg og bætti við: „Ef ríkisstjórn getur nálgast persónuleg gögn þín getur hún komist að því hver þú ert, læst þig inni, meitt þig og fjölskyldu þína og valdið þér alvarlegum líkamlegum skaða.“ Zuckerberg sagði aukinheldur í símtali með hluthöfum fyrr í vikunni að Facebook gerði sér fullkomlega grein fyrir því að starfsemi fyrirtækisins í alræðisríkjum gæti verið bönnuð ef það hlýddi ekki kröfum sem þessum. Viðtalið við Harari sagði Zuckerberg að væri liður í átaki hans fyrir árið 2019 þar sem hann ætlaði að ræða oftar og ítarlegar um framtíð veraldarvefsins og stafræns samfélags á opinberum vettvangi. Leiða má líkur að því að Zuckerberg hafi tekið þessa ákvörðun eftir þá álitshnekki sem hann og Facebook og hafa beðið undanfarin misseri. Facebook hefur gengið í gegnum erfiða og alvarlega röð hneykslismála sem snúa mörg hver að öryggi stafrænna, persónulegra gagna. Til dæmis má nefna Cambridge Analytica-hneykslið, þar sem ráðgjafarfyrirtæki nýtti gögn Facebook-notenda í pólitískum tilgangi, öryggisgalla sem ollu því að hakkarar komust yfir milljónir lykilorða og gerðu persónulegar ljósmyndir óvart aðgengilegar öllum, deilingu persónulegra gagna með öðrum stórfyrirtækjum og notkun öfgamanna á samfélagsmiðlum fyrirtækisins sem auðvelduðu þeim að beita ofbeldi. Þá er ótalinn þáttur Facebook í afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum en gríðarlegur fjöldi falsfrétta komst í mikla dreifingu á samfélagsmiðlinum.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira