Viðamikil æfing í hættulegasta fjalli landsins Sighvatur Jónsson skrifar 12. maí 2019 18:15 Um 60 björgunarsveitarmenn komu að viðamikilli æfingu í Kirkjufelli við Grundarfjörð þar sem nokkur banaslys hafa orðið undanfarin ár. Varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir fjallið hafa verið valið sem vettvang æfingarinnar það sem það sé hættulegasta fjall landsins.Erlend kona sem var á ferðlagi um Ísland lést eftir að hafa fallið um 50 metra í Kirkjufelli í Grundarfirði fyrir tæpum tveimur árum.Annað banaslys varð í hlíðum fjallsins síðastliðið haust þegar erlendur ferðamaður sem hafði orðið viðskila við félaga sinn féll fram af klettum. Fallið var hátt og maðurinn var látinn þegar að honum var komið. Kirkjufell er mjög bratt og það er erfitt fyrir björgunarsveitarfólk að athafna sig í hlíðum þess. Æfingin í gær var á svipuðum slóðum og slys hafa orðið. Heimamenn æfðu fyrsta viðbragð og í kjölfarið svokallaðir undanfarar frá höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Þór Þorsteinsson, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að heimamenn hafi tryggt leiðina upp á fjallið, komið að sjúklingum, tryggt öryggi þeirra og hlúið að þeim. „Svo kemur seinni bylgjan og tekur þátt í því með heimamönnum að koma sjúklingum niður.“Aðstæður voru mjög góðar við æfingu Landsbjargar við Kirkjufell í gær.Mynd/Slysavarnafélagið LandsbjörgFjölmenn og vel heppnuð æfing Aðstæður til æfinga voru mjög góðar í gær. Björgunarsveitir nota dróna í síauknum mæli við aðgerðir til að meta aðstæður og fá betri yfirsýn af vettvangi. Æfingin á Kirkjufelli í gær var óvanalega fjölmenn og tók um átta klukkustundir. „Kirkjufellið er orðið hættulegasta fjall landsins, við höfum verið með nokkuð mörg banaslys þar og alvarleg slys undanfarin ár. Kirkjufellið var valið fyrir þessa æfingu vegna þess að við þurfum að vera vel undirbúin fyrir það sem getur komið fyrir þar,“ segir Þór Þorsteinsson, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Björgunarsveitir Grundarfjörður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Um 60 björgunarsveitarmenn komu að viðamikilli æfingu í Kirkjufelli við Grundarfjörð þar sem nokkur banaslys hafa orðið undanfarin ár. Varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir fjallið hafa verið valið sem vettvang æfingarinnar það sem það sé hættulegasta fjall landsins.Erlend kona sem var á ferðlagi um Ísland lést eftir að hafa fallið um 50 metra í Kirkjufelli í Grundarfirði fyrir tæpum tveimur árum.Annað banaslys varð í hlíðum fjallsins síðastliðið haust þegar erlendur ferðamaður sem hafði orðið viðskila við félaga sinn féll fram af klettum. Fallið var hátt og maðurinn var látinn þegar að honum var komið. Kirkjufell er mjög bratt og það er erfitt fyrir björgunarsveitarfólk að athafna sig í hlíðum þess. Æfingin í gær var á svipuðum slóðum og slys hafa orðið. Heimamenn æfðu fyrsta viðbragð og í kjölfarið svokallaðir undanfarar frá höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Þór Þorsteinsson, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að heimamenn hafi tryggt leiðina upp á fjallið, komið að sjúklingum, tryggt öryggi þeirra og hlúið að þeim. „Svo kemur seinni bylgjan og tekur þátt í því með heimamönnum að koma sjúklingum niður.“Aðstæður voru mjög góðar við æfingu Landsbjargar við Kirkjufell í gær.Mynd/Slysavarnafélagið LandsbjörgFjölmenn og vel heppnuð æfing Aðstæður til æfinga voru mjög góðar í gær. Björgunarsveitir nota dróna í síauknum mæli við aðgerðir til að meta aðstæður og fá betri yfirsýn af vettvangi. Æfingin á Kirkjufelli í gær var óvanalega fjölmenn og tók um átta klukkustundir. „Kirkjufellið er orðið hættulegasta fjall landsins, við höfum verið með nokkuð mörg banaslys þar og alvarleg slys undanfarin ár. Kirkjufellið var valið fyrir þessa æfingu vegna þess að við þurfum að vera vel undirbúin fyrir það sem getur komið fyrir þar,“ segir Þór Þorsteinsson, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Björgunarsveitir Grundarfjörður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira