Trump og Kim sammála um greindarvísitölu Biden Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2019 22:32 Kim Jong Un og Donald Trump í Víetnam í febrúar. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu eru sammála um það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og einn af forsetaframbjóðendum í forkosningum demókrata, sé með lága greindarvísitölu. Þetta sagði Sara Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, í dag eftir að Trump tísti í gær um orð Kim í síðustu viku um að Biden væri „fáviti með lága greindarvísitölu“ eftir að forsetaframbjóðandinn kallaði Kim einræðisherra í ræðu. Í tísti í gær sagði Trump hafa hlegið þegar hann heyrði orð Kim um Biden. Var Sanders spurð að því í sjónvarpsþættinum Meet the Press á sjónvarpstöðinni NBC hvort Bandaríkjamenn ættu ekki að hafa áhyggjur af því að forsetinn væru hliðhollari einræðisherra Norður-Kóreu en fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Sagði Sanders að Trump væri ekki að taka slíka afstöðu með tísti sínu, þeir væru einfaldlega sammála. „Ég tel að þeir séu sammála í mati sínu á fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Joe Biden,“ sagði Sanders.North Korea fired off some small weapons, which disturbed some of my people, and others, but not me. I have confidence that Chairman Kim will keep his promise to me, & also smiled when he called Swampman Joe Biden a low IQ individual, & worse. Perhaps that’s sending me a signal? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 26, 2019Í tístinu lýsti Trump einnig nýjustu eldflaugatilraunum Norður-Kóreumanna sem „litlum vopnum“ en í gær fordæmdi John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump,eldflaugatilraunirnar og sagði þær brjóta gegn ályktunum Sameinuðu þjóðanna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump forseti kemur leiðtoga Norður-Kóreu til varnar eða eys hann lofi. Trump hefur ítrekað lýst Kim sem afburðaskörpum leiðtoga. Á fundi þeirra í Singapúr í fyrra sagði Trump að norðurkóreska þjóðin elskaði Kim. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55 Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08 Norður-Kóreumenn kalla Biden fávita Svo virðist sem að yfirvöld Norður-Kóreu hafi ekki tekið vel í það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hafi kallað Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, "harðstjóra“. 22. maí 2019 10:49 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu eru sammála um það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og einn af forsetaframbjóðendum í forkosningum demókrata, sé með lága greindarvísitölu. Þetta sagði Sara Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, í dag eftir að Trump tísti í gær um orð Kim í síðustu viku um að Biden væri „fáviti með lága greindarvísitölu“ eftir að forsetaframbjóðandinn kallaði Kim einræðisherra í ræðu. Í tísti í gær sagði Trump hafa hlegið þegar hann heyrði orð Kim um Biden. Var Sanders spurð að því í sjónvarpsþættinum Meet the Press á sjónvarpstöðinni NBC hvort Bandaríkjamenn ættu ekki að hafa áhyggjur af því að forsetinn væru hliðhollari einræðisherra Norður-Kóreu en fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Sagði Sanders að Trump væri ekki að taka slíka afstöðu með tísti sínu, þeir væru einfaldlega sammála. „Ég tel að þeir séu sammála í mati sínu á fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Joe Biden,“ sagði Sanders.North Korea fired off some small weapons, which disturbed some of my people, and others, but not me. I have confidence that Chairman Kim will keep his promise to me, & also smiled when he called Swampman Joe Biden a low IQ individual, & worse. Perhaps that’s sending me a signal? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 26, 2019Í tístinu lýsti Trump einnig nýjustu eldflaugatilraunum Norður-Kóreumanna sem „litlum vopnum“ en í gær fordæmdi John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump,eldflaugatilraunirnar og sagði þær brjóta gegn ályktunum Sameinuðu þjóðanna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump forseti kemur leiðtoga Norður-Kóreu til varnar eða eys hann lofi. Trump hefur ítrekað lýst Kim sem afburðaskörpum leiðtoga. Á fundi þeirra í Singapúr í fyrra sagði Trump að norðurkóreska þjóðin elskaði Kim.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55 Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08 Norður-Kóreumenn kalla Biden fávita Svo virðist sem að yfirvöld Norður-Kóreu hafi ekki tekið vel í það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hafi kallað Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, "harðstjóra“. 22. maí 2019 10:49 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55
Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08
Norður-Kóreumenn kalla Biden fávita Svo virðist sem að yfirvöld Norður-Kóreu hafi ekki tekið vel í það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hafi kallað Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, "harðstjóra“. 22. maí 2019 10:49