Nýtt lag Hatara og Murad komið út Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. maí 2019 07:02 Matthías, Murad, Klemens og palestínski fáninn. Skjáskot Hljómsveitin Hatari hefur gefið út lagið Klefi / Samed (صامد) í samstarfi við palestínska popplistamanninn Bashar Murad. Lagið og myndband þess var birt á netinu í nótt og má sjá það hér að neðan. Myndbandið var að hluta tekið upp í Palestínu og má sjá þá Matthías Tryggva Haraldsson og Klemens Hannigan, söngvara Hatara, dansa og ganga um fjalllendi. Í ljósi þess að Einar Stefánsson, trommari sveitarinnar, er hvergi sjáanlegur í atriðunum sem tekin eru upp fyrir botni Miðjarðarhafs má ætla að þeir Matthías og Klemens hafi tekið þau atriði upp samhliða Eurovsion-póstkortinu svokallaða. Þær tökur fóru fram í aprílbyrjun, eins og Vísir greindi frá á sínum tíma, en þá var Einar á tónleikaferðalegi með hljómsveitinni Vök og gat því ekki tekið þátt í póstkortsgerðinni. Þá eru þeir Matthías og Klemens jafnframt klæddir í sömu hvítu skyrtur í myndbandinu og póstkortinu.Sjá einnig: Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanniFyrrnefndur Murad er hinseginn, 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem hann segir að sé í sífellu dregin upp af fólki frá Palestínu. Murad segir í samtali við Metro news að margir Ísraelsmenn réttlæti bæði hernám og mannréttindabrot með þeim rökum að í Palestínu séu miklir fordómar í garð hinsegin fólks. Réttlætingarnar eru Murad þvert um geð og hann kærir sig ekki um að vera notaður sem peð í áróðursstríði. Myndband Hatara og Murad við lagið KLEFI / SAMED (صامد) má sjá hér að neðan. Eurovision Ísrael Menning Palestína Tengdar fréttir Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00 Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hljómsveitin Hatari hefur gefið út lagið Klefi / Samed (صامد) í samstarfi við palestínska popplistamanninn Bashar Murad. Lagið og myndband þess var birt á netinu í nótt og má sjá það hér að neðan. Myndbandið var að hluta tekið upp í Palestínu og má sjá þá Matthías Tryggva Haraldsson og Klemens Hannigan, söngvara Hatara, dansa og ganga um fjalllendi. Í ljósi þess að Einar Stefánsson, trommari sveitarinnar, er hvergi sjáanlegur í atriðunum sem tekin eru upp fyrir botni Miðjarðarhafs má ætla að þeir Matthías og Klemens hafi tekið þau atriði upp samhliða Eurovsion-póstkortinu svokallaða. Þær tökur fóru fram í aprílbyrjun, eins og Vísir greindi frá á sínum tíma, en þá var Einar á tónleikaferðalegi með hljómsveitinni Vök og gat því ekki tekið þátt í póstkortsgerðinni. Þá eru þeir Matthías og Klemens jafnframt klæddir í sömu hvítu skyrtur í myndbandinu og póstkortinu.Sjá einnig: Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanniFyrrnefndur Murad er hinseginn, 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem hann segir að sé í sífellu dregin upp af fólki frá Palestínu. Murad segir í samtali við Metro news að margir Ísraelsmenn réttlæti bæði hernám og mannréttindabrot með þeim rökum að í Palestínu séu miklir fordómar í garð hinsegin fólks. Réttlætingarnar eru Murad þvert um geð og hann kærir sig ekki um að vera notaður sem peð í áróðursstríði. Myndband Hatara og Murad við lagið KLEFI / SAMED (صامد) má sjá hér að neðan.
Eurovision Ísrael Menning Palestína Tengdar fréttir Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00 Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00